Frá stofnun Vesens og vergangs höfum við yfirleitt farið árlega ferð um Kattartjarnaleiðina og þetta er líklega þrettánda árið sem Vesenisferð er auglýst um þessa fallegu leið. Það er gaman að segja frá því að hún var í fyrsta sinn kölluð Kattartjarnaleið á vettvangi Vesens og vergangs.
LÝSING Á LEIÐINNI
Gengið er upp með Ölfusvatnsánni og hún vaðin (þægilegt er að vera vaðskó meðferðis, t.d. gamla strigaskó eða crocs). Ölfusvatnsárgljúfrin innihalda fjölbreyttar bergmyndanir, útskot og klettastalla sem gaman er að virða fyrir sér á leiðinni. Svo förum við um fallegt Tindgilið austan megin við Hrómundartind, tökum á okkur krók til að sjá Kattartjarnir og förum svo meðfram Álftatjörn og neðan við Dalaskarðshnúk með útsýni yfir Reykjadal og um Dalaskarð upp á Dalafell til að athuga enn betur með útsýnið. Þaðan yfir Dalafellið og niður Grændalsmegin og göngum undir Eggjum og um falleg hverasvæði þangað til við komum að Grændalsánni rétt ofan við Þrengsli og þaðan niður á Reykjadalsbílastæðið. Að sjálfsögðu verður sagt frá ýmsu athyglisverðu á leiðinni og af nógu að taka.
VEGALENGD OG TÍMI
Vegalengd göngu er ca 16,5 km og uppsöfnuð hækkun á leiðinni er ca 500 m. Göngutími með stoppum er ca 6 tímar.
Þessi ganga verður laugardaginn 14. júní. Til vara er sunnudagurinn ef veður reynist slæmt á laugardeginum. Gert er ráð fyrir að ganga af stað Grafningsmegin. Ef vindur blæs að sunnan eða austan þá gæti göngu verið snúið við til að hafa vindinn í bakið.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í æfingu til að takast á við svona göngu. Gott er að miða við að geta farið upp að Steini í sumarfæri á klukkutíma.
BROTTFARARSTAÐUR
Brottför frá Hádegismóum kl. 8:30 (fólk leggur bílum á bak við prentsmiðju Morgunblaðsins).
Rútan skutlar okkur að upphafsstað og sækir okkur á áfangastað. Hægt er að geyma aukadót eins og t.d. skó, sokka eða önnur föt eða aukanesti í rútunni á meðan við göngum og því hægt að komast í það aftur þegar við komum að rútunni í lokin. Við getum gert ráð fyrir að koma síðdegis (um fimmleytið) í bæinn eftir göngu.
VERÐ OG BÓKANIR
Verð í ferðina er kr. 14.000 m/vsk
Innifalið er rútuferðin fram og til baka frá Reykjavík og leiðsögn.
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í sportabler.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „Kattar“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi 20 manns og hámarksfjöldi 35 manns.
SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 3.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina/sætið til nýs farþega ef fargjald hefur verið að fullu greitt áður og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferðin er felld niður er hún endurgreidd.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.