Ferðir

Komdu með í ævintýrin!

Við förum í ferðir allt árið, en flestar opnar ferðir eru á vorin, sumrin og haustin.
Ferðir ársins 2025 birtast hér að neðan og detta inn smátt og smátt eftir miðjan desember og inn í janúar.

DAGSFERÐIR: Í sumar ætlum við á Snæfellsjökul um sumarsólstöður, yfir Fimmvörðuháls í júlí og að Grænahrygg í ágúst og byrjun september. Einnig verða Kattartjarnaleið og Leggjabrjótur í júní.

LENGRI FERÐIR: Við förum tvisvar á Hornstrandir, eina ferð um Víknaslóðir og eina um Lónsöræfi. Þriggja daga ganga verður um Vatnaleið og stefnt á ferð um sunnanverða Vestfirði. Laugavegurinn verður á dagskrá og einnig ferð í Þórsmörk og helgarferð til Akureyrar í seinni hluta september. Verið er að skoða fleiri ferðir.

Kíktu á nokkrar af ferðunum hér fyrir neðan.

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113