Ferðir

Komdu með í ævintýrin!

Við förum í ferðir allt árið, en flestar opnar ferðir eru á vorin, sumrin og haustin. Ferðir ársins 2023 birtast hér að neðan. Meðal annars verður farið um sunnanverða Vestfirði í júní og einnig verður í sama mánuði gengin Vatnaleiðin frá Hlíðarvatni, meðfram Hítarvatni, Langavatni, Vikravatni og endað við Hreðavatn. Í júlí verða tvær Hornstrandaferðir og einnig göngum við Snæfjallahringinn. Í sama mánuði verður ferð um Lónsöræfi og Víknaslóðir.
Um mánaðarmótin júlí - ágúst verður ferð að Fjallabaki og önnur norðan Vatnajökuls þar sem við toppum Herðubreið og Kverkfjöll í sömu ferðinni.
Dagsferðir í sumar verða til dæmis um Fimmvörðuháls í júlí og að Grænahrygg í ágúst.

Kíktu á nokkrar af ferðunum hér fyrir neðan.

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113