Tag: saga

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Hist er einu sinni í viku á miðvikudögum frá byrjun september og öðru hvoru er helgarferð og fellur þá niður miðvikudagsganga á móti. Síðasta gangan er í byrjun aðventu. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á miðvikudögum og ca kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).
Alls eru 14 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ
Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar:
September: 6. (miðvikud), 13. (miðvikud) 20. (miðvikud), 24. (sunnud)
Október: 4. (miðvikud), 11. (miðvikud), 15. (sunnud), 25. (miðvikud)
Nóvember: 1. (miðvikud), 5. (sunnud), 15. (miðvikud), 22. (miðvikud), 26. (sunnud)
Desember: 6. (miðvikud)

MIÐVIKUDAGSGÖNGUR: Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Sköflungur, Lokufjall og Hnefi, Blákollur, Grímannsfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Stardalshnúkur, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Vatnshlíðarhorn og Fagridalur, Helgafell, Mosfell, Búrfellsgjá, Arnarfell og Bæjarfell, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

SUNNUDAGSGÖNGUR: Við stefnum á eftirtaldar leiðir: Vík – Reynisfjall – Mýrdalur 9 km/250 m, þar sem gengið er út á brún á Reynisfjalli og gengið aftur til baka og niður gömlu þjóðleiðina og svo staldrað við í gamla hellinum þar sem Jón eldklerkur hafði vetursetu og að lokum niður í Reynisfjöru. Vatnafell, Skonsudalur og Horn á Snæfellsnesi 7 km/380 m, þar sem má sjá einstæðar móbergsmyndanir auk fallegs útsýnis og umhverfis. Þúfufjall, Hvalfirði 6 km/480 m, sem er vestan megin við Brekkukamb og ofan við Bjarteyjarsand og í grennd við Ferstiklu. Árnastígur, Eldvörp, Tyrkjabyrgi og hluti Prestastígs 13 km/200 m, þar sem má sjá fallegar gamlar þjóðleiðir, hina einstæðu gígaröð Eldvörp og dularfullu Tyrkjabyrgin.

TEYMIÐ
Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Birnu Maríu Þorbjörnsdóttur, Gunnari Gunnarssyni, Elísabetu Snædísi og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR
Verð fyrir manninn er kr. 53.000.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna miðvikud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1316809778975246

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2023 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Göngurnar í Meira bröltinu hefjast aftur í september og standa fram í nóvember. Ákveðið hefur verið að breyta því á þann hátt að nú verða tvær göngur í mánuði og gengið á miðvikudagskvöldi og um helgi í sömu vikunni. Í haust verða því alls átta göngur eða fjórar kvöldgöngur og fjórar helgargöngur.
Eins og áður eru þetta krefjandi göngur og yfirleitt farið í nokkurn bratta í bland við langar vegalengdir.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með fyrirvara og miðað við veður og færð og einnig miðlað ýmis konar fræðslu um gönguútbúnað við mismunandi aðstæður. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar), höfuðljós, jöklabrodda, gönguöxi og göngubelti með lokaðri karabínu fyrir þetta prógramm og verður fjallað nánar um það á Fb síðunni. Við eigum nokkur sett af jöklabúnaðinum og getum lánað.

 

DAGSKRÁ

Í hverri gönguviku er miðvikudagsganga í Esjunni. Ákveðið er með stuttum fyrirvara hvaða leið í Esju verður fyrir valinu og hist er síðdegis og gengið fram á kvöld. Göngurnar geta verið norðan- eða sunnanmegin, austan- eða vestanmegin.

Helgargöngurnar
Reynt verður að fara á laugardegi en ef betur hentar að fara degi seinna út frá veðri eða færð þá verður sunnudagur fyrir valinu. Göngur gætu víxlast á milli helga.
9 – 10 sept. Innsta Jarlhetta og hetturnar í kringum hana 16- 17 km/ ca 1100-1200 m hækkun
14 – 15 okt. Stóri Reyðarbarmur og Kálfstindar 16 km/ ca 1100 m hækkun
4 – 5 nóv. Skessuhorn 15 km/ ca 1000 m hækkun
2 – 3 des. Fagraskógarfjall við Hítardal 12-14 km/6-700 m hækkun

Hámarksfjöldi í hópinn er 50 manns en lágmark 25 manns.

Verð fyrir manninn í prógrammið er kr. 53.000.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt).

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor/sumar 2023 eða elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

UMSJÓN
Jón Trausti Bjarnason og Bjarki Bjarnason hafa umsjón með hópnum. Þeir hafa leitt meira bröltið síðustu misseri.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar og fara eftir leiðbeiningum varðandi útbúnað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars. Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða annarra ástæðna á borð við veður eins og fyrr sagði en alltaf stefnt á að klára allar göngurnar þó að þær fari á aðrar dagsetningar eða vikudaga.

 

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.

Hist er einu sinni í viku á þriðjudögum frá byrjun september og öðru hvoru er helgarferð og fellur þá niður þriðjudagsganga á móti. Síðasta gangan er í byrjun aðventu.

Alls eru 14 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ
Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum.

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar:
September: 5. (þriðjud), 12. (þriðjud) 16. (laugard), 26. (þriðjud)
Október: 3. (þriðjud), 7. (laugard), 17. (þriðjud)21. (laugard), 31. (þriðjud)
Nóvember: 7. (þriðjud), 14. (þriðjud), 18. (laugard), 28. (þriðjud)
Desember: 5. (þriðjud)

ÞRIÐJUDAGSGÖNGUR: Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Sköflungur, Lokufjall og Hnefi, Blákollur, Grímannsfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Stardalshnúkur, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Vatnshlíðarhorn og Fagridalur, Helgafell, Mosfell, Búrfellsgjá, Arnarfell og Bæjarfell, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

LAUGARDAGSGÖNGUR: Við stefnum á eftirtaldar leiðir: Vík – Reynisfjall – Mýrdalur 9 km/250 m, þar sem gengið er út á brún á Reynisfjalli og gengið aftur til baka og niður gömlu þjóðleiðina og svo staldrað við í gamla hellinum þar sem Jón eldklerkur hafði vetursetu og að lokum niður í Reynisfjöru. Vatnafell, Skonsudalur og Horn á Snæfellsnesi 7 km/380 m, þar sem má sjá einstæðar móbergsmyndanir auk fallegs útsýnis og umhverfis. Þúfufjall, Hvalfirði 6 km/480 m, sem er vestan megin við Brekkukamb og ofan við Bjarteyjarsand og í grennd við Ferstiklu. Árnastígur, Eldvörp, Tyrkjabyrgi og hluti Prestastígs 13 km/200 m, þar sem má sjá fallegar gamlar þjóðleiðir, hina einstæðu gígaröð Eldvörp og dularfullu Tyrkjabyrgin.

TEYMIÐ
Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Birnu Maríu Þorbjörnsdóttur, Gunnari Gunnarssyni og fleiri úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR
Verð fyrir manninn er kr. 53.000.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna milliþri. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1316809778975246

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2023 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Eins og síðustu ár verður boðið upp á langbröltið í haust, sem eru krefjandi og langar göngur en þó án þess að fara í of mikinn bratta (nema stutta kafla). Þannig að farið er meira á lengdina en bröttustu leiðirnar þó að búast megi við góðri hækkun í bland við ágætis vegalengdir.

Búast má við því að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnaði til samræmis. Keðjubroddar (Esjubroddar) eiga að duga í allar göngur en ekki er útilokað að það þurfi jöklabúnað þó að ekki sé stefnt á það. Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla. Sjá tengil á lokaða hópinn neðar í textanum.

Gengið er á fimmtudagskvöldum og svo eru helgargöngur á móti (stefnt er á að ganga á laugardögum en sunnudagar yfirleitt til vara ef veður hamlar för á laugardegi). Léttari leiðir verða fyrir valinu á fimmtudegi fyrir helgargöngu.
Hver ganga er tilkynnt í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og verða leiðir valdar með hliðsjón af veðurspá og færð.

DAGSKRÁ

September: 7., 14., 16. (laugardag) og 28.
Október: 5., 7. (laugardag), 12., 19. og 26.
Nóvember: 2., 4.(laugardag), 9., 16., 23.,  25. (laugardag) og 30.

HELGARGÖNGUR• Hreggnasi og Rauðakúla í grennd við Ljósufjöll á Snæfellsnesi, 14 km/1200 m
• Glæsileg afréttarganga ofan Mýrdals að Gæsavatni og fleiri stöðum, 17,5 km/750m
• Umhverfis Hengil um gilin og hlíðarnar, 25 km/1200m
• Hvalfjarðarþrenna! Þyrill, Brekkukambur og Þúfufjall í einni ferð, 18 km/900 m

KVÖLDGÖNGUR
• Nokkrar leiðir á Esju og nágrenni (allt frá Skálafelli og út á Lág-Esju, sunnan og norðan megin)
• Lengri leiðir á fellin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
• Bláfjallahryggur og nágrenni
• Hengill og nágrenni
• Fjöll og fell í nágrenni við Kleifarvatn

VERÐ OG BÓKANIR
Verð fyrir manninn er kr. 63.000.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „meira“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 25 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/321744570420176

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2023 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Vesen og brölt haust er sería af göngum frá byrjun sept og fram í byrjun aðventu sem miðast meðal annars við að hjálpa fólki að komast í betra form, en um leið að njóta fallegrar náttúru úr sumri, inn í haustlitina og yfir í friðsælt vetrarumhverfi.

Á dagskrá eru fjórtán fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu sem skiptast í tíu mánudagsgöngur og fjórar sunnudagsgöngur. Auk hreyfingarinnar þá er miðlað fjölbreyttum fróðleik um náttúru, sögu, örnefni og útbúnað. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en fá boð um tíma og stað fyrir hverja göngu til að sameinast í bíla til að minnka mengun og auka samskipti. 😉

Gert er ráð fyrir að þátttakendur fari í sambærilegar göngur, eða stundi aðra hreyfingu, að minnsta kosti tvisvar í viku að auki, til að ná eðlilegum framförum.

Hist er síðdegis og gengið af stað um kl. 18 á mánudögum og á milli kl. 9 og 10 á sunnudagsmorgnum. Ef veður er slæmt á sunnudegi þá er laugardagur til vara.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sækið um aðgang að lokaða hópnum á Facebook á þessum tengli þegar búið er að ganga frá skráningu: https://www.facebook.com/groups/114294955076179

Gamla veiðihúsið við Sogið

DAGSKRÁ

September: 4., 10. (sunnudag),18. og 25.
Október: 2., 8. (sunnudag), 16., 23. og 30.
Nóvember: 5. (sunnudag), 13., 20. og 27.
Desember: 3. (sunnudag).

Búið er að taka saman nokkrar göngur sem koma til greina og verður metið út frá veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Hver ganga er svo kynnt í lokaða hópnum með 1-3 daga fyrirvara:

Mánudagsgöngur: Umhverfis Urriðaholt og vatnið, Hvalfjarðareyri, Svæðið sunnan Straumsvíkur og Reykjanesbrautar, Fagradalur og nágrenni í grennd við Kleifarvatn, Heiðmörk, Álftanes, Hvaleyrarvatnssvæði, Lækjarbotnar, greiðar leiðir á Geldinganesi, umhverfis Grafarvog og Keldnaholt, Rauðavatn og nágrenni og Rauðhólar.

Sunnudagsgöngur: Ævintýraleg ganga við Arnarfell í þjóðgarðinum á Þingvöllum 8 km/150 m, Skógræktin við Grunnafjörð í Hvalfirði, 6,5 km/120 m, Hveragerði og Hamarinn 9 km/200 m, Hringleið í Botnsdal í Hvalfirði 5-7 km/150 m eða mögulega ganga til að kíkja á hraunið við Fagradalsfjall.

UMSJÓN
Leiðbeinendur eru Einar Skúlason, Gunnar Gunnarsson og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Þau hafa öll komið mikið að göngum í brölthópunum bæði sem þátttakendur og í leiðsögn.


VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 53.000.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna Brölt. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum:
https://www.facebook.com/groups/114294955076179

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2023 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr. 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum þó að þær fari á aðrar dagsetningar eða vikudaga.

Um mánaðarmótin ágúst-september ætlum við að skoða hluta Stranda. Þetta er helgarferð og við tökum létta göngu á föstudagskvöldinu til að koma okkur í gang og svo þægilegar dagsgöngur um gamlar þjóðleiðir á laugardegi og sunnudegi. Við verðum með bækistöð við Steingrímsfjörð og skoðum einnig Bjarnarfjörð, Kollafjörð og Bitrufjörð. Í ferðinni ætlum við því að skoða landslagið vel og hinar ýmsu hliðar á náttúrunni (og bragða á berjum) en líka bregða okkur í laugar, borða góðan mat, pæla í sögum og menningu Strandamanna og eiga góðar stundir saman.
Farið verður á eigin bílum en við munum skipuleggja okkur og sameinast í bíla eftir föngum. Gist verður að Kirkjubóli við Steingrímsfjörð og í boði eru fimm tveggja manna herbergi á gistiheimilinu. Einnig er í boði að tjalda fyrir utan og nýta aðstöðuna innan dyra. Að auki verður hægt að taka þátt í ferðinni án gistingar og velja sér gistingu annars staðar (aðeins 10 mín akstur á Hólmavík). Við verðum með morgunmat í félagsheimilinu Sævangi (við hlið Kirkjubóls) tvo morgna og veislumat og kvöldvöku þar á laugardagskvöldinu.

Fararstjórar verða Einar Skúlason og Elísabet Snædís Jónsdóttir frá Drangsnesi.

Þarna sjást Bæjarvötn og Bæjarfell af leiðinni um Bæjarháls á Drangsnesi.

DAGSKRÁ

Föstudagur 1. september

Gott er að miða við að leggja af stað frá Reykjavík kl. 15 miðað við að koma um kl. 18 í Steingrímsfjörð. Ef ekki er stoppað á leiðinni þá tekur aksturinn ca tvo tíma og þrjú korter.
Kl. 19 verður farið í létta göngu með útsýni yfir Steingrímsfjörð til að horfa yfir sviðið. Stefnt er að því að fara í mat á Café Riis í kjölfarið eða kl. 20, en staðurinn er víðfrægur fyrir pizzurnar sínar og fleira góðgæti.

Laugardagur 2. september

Við byrjum á morgunmat í Sævangi snemma morguns. Svo keyrum við út á Drangsnes, skiljum bíla eftir á lokastað göngu og keyrum á upphafsstaðinn við Kaldranarnes. Göngum svo gömlu þjóðleiðina um Bæjarháls. Ef einhver vill taka Bæjarfellið í leiðinni þá er það mögulegt. Gangan er um 6 km og uppsöfnuð hækkun um 200 m (án Bæjarfellsins). Gangan tekur ca þrjá tíma með stoppum.
Eftir göngu verður farið í bað/sund á Drangsnesi eða í Bjarnarfirði og hægt að kíkja á galdrasýninguna á Hólmavík.
Um kvöldið verður lambakjötsveisla í Sævangi og kvöldvaka með sögum af Ströndum og söng og öðru skemmtilegu. Látið vita ef þið borðið ekki kjöt.

Sunnudaginn 3. september

Eftir frágang byrjum við á morgunmat í Sævangi. Svo verður keyrt í Kollafjörð og skildir eftir bílar og keyrt áfram í Bitrufjörð og gamla leiðin um Bitruháls gengin yfir í Kollafjörð. Vegalengd 9,5 km og uppsöfnuð hækkun rúmir 400 m. Gangan tekur fimm tíma eða rúmlega það með stoppum.
Eftir að búið er að sækja bíla, þá liggur leiðin aftur suður. Best er að klára að keyra Strandaveginn um Hrútafjörð og þaðan um Holtavörðuheiði í bæinn.

Líkamlegt form
Þetta er ekki krefjandi ferð og hentar breiðum hópi fólks. Heppilegar æfingar geta falist í göngum á Úlfarsfellið eða sambærilegt og gott að miða við þrisvar í viku þangað upp síðustu þrjár vikur fyrir ferð.

Útsýni yfir Steingrímsfjörð frá Sjónvarpshæð. Mynd: Jón Jónsson.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð með gistingu kr. 53.100 m/vsk

Verð miðað við tjald fyrir utan Kirkjuból kr. 35.000 m/vsk

Innifalið: gisting í uppbúnu í tveggja manna herbergjum eða tjaldað við Kirkjuból (og nýta salernis- og eldhúsaðstöðu innandyra), morgunmatur tvo morgna og lambakjötsveisla (eða vegan) á laugardagskvöldinu og leiðsögn/fararstjórn.

Ekki innifalið: kvöldmatur á föstudagskvöld og athugið að fólk þarf að koma sér sjálft norður í Steingrímsfjörð og á milli göngustaða. Við munum skipuleggja samvinnu í bílamálum í lokaða Fb hópnum um ferðina, bæði samnýtingu bíla frá höfuðborgarsvæðinu og á milli göngustaða.

Lágmarksfjöldi er 15 manns.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í Sportabler.

Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur þá er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 8.100 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „Stragist“ eða „Stratjald“ (eftir því hvort þið viljið vera í skála eða tjaldi). Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför.

Ströndin í Kollafirði á Ströndum. Mynd: Jón Jónsson

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 8.100 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Ferðir

Búnaður og öryggi