Skilmálar

Ábyrgðarskilmálar

Þátttakendur í ferðum og námskeiðum Vesens og vergangs/Vesenisferða eru á eigin ábyrgð. Þeim ber að fara eftir leiðbeiningum fararstjóra og leiðbeinenda félagsins. Vesen og vergangur/Vesenisferðir tryggja hvorki farþega sína né farangur þeirra og eru viðskiptavinir hvattir til að kaupa ferða- og slysatryggingar og hafa samband við tryggingafélag sitt varðandi nánari upplýsingar þar að lútandi.

Bókun ferða og breytingar

Bókun ferða fer fram í Sportabler bókunarkerfinu (https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir) og er gengið frá greiðslu þar. Fullgreiða þarf námskeiðið þar inni, en hægt að skipta greiðslum á mismarga mánuði. Þegar búið er að fullgreiða er hægt að skrá sig aftur inn á sitt svæði á Sportabler og fá kvittun sem er hægt að nýta til að fá niðurgreiðslu verkalýðsfélaga og vinnustaða vegna líkamsræktar.

Athugið að í lengri ferðum er talað um ígildi staðfestingargjalds. Það þýðir að staðfestingargjaldið er innifalið í heildargreiðslu í gegnum Sportabler bókunarkerfið. Ef kemur til endurgreiðslu þá fylgir staðfestingargjaldið ekki með.

Sé óskað eftir að festa sæti í ferð með greiðslu á staðfestingargjaldi, hafið samband í gegnum netfang einarskula hjá hotmail.com. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á ofangreint netfang. Eftirstöðvar fargjalds verða sendar í kröfu á heimabanka viðkomandi.

Dagsferðir: Lagt af stað að morgni, komið heim að kvöldi. Bókast og greiðast með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og í síðasta lagi fyrir kl. 12, föstudaginn fyrir þær ferðir sem farnar eru á laugardegi eða sunnudegi.

Lengri ferðir: Bókað í gegnum Sportabler eða með greiðslu staðfestingargjalds. Staðfestingargjald greiðist við pöntun eins og segir í lýsingu viðkomandi ferðar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Breytingar: Vesen og vergangur áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferð er felld niður þá er hún endurgreidd. Vesen og vergangur áskilur sér rétt til að breyta verði vegna mistaka/villu í auglýsingu ferðar eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna.

 

Afbókunarskilmálar

Dagsferðir á laugardegi eða sunnudegi er hægt að fá endurgreiddar fram að hádegi á fimmtudegi. Eftir það er einungis hægt að framselja ferð til annarra.
Lengri ferðir: Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með.

 

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

 

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

 

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113