Gönguferðir eru fyrir flesta

Göngur eru tilvalin líkamsrækt og henta mjög breiðum aldurshóp. Það er hægt að stunda göngur af ákefð og fara í mikinn bratta og gróft undirlag eða halda sig á láglendi og á góðum stígum. Það er mikilvægt að hver og einn finni þann takt og það færi sem hentar og í þessu eins og mörgu öðru er sígandi lukka best. Það þarf að byggja smám saman upp góðan grunn með reglubundnum æfingum og smám saman eykst getustigið og hægt er að fara í lengri og erfiðari ferðir.  Þá er það ótrúlega upplífgandi að fara út og sjá fjölbreytt umhverfi á meðan á göngunni stendur. Reglulegar göngur gera mjög mikið bæði fyrir andlega og líkamlega líðan.

 

Það er tilvalið að nýta sér hreyfihópa Vesens og vergangs og læra inn á ólíkar leiðir í grennd við höfuðborgarsvæðisins. Þá er líka hægt að nota hreyfihópana til að bæta formið smám saman og fara í erfiðari getustig. Þar gefst líka tækifæri til að kynnast fólki sem hefur göngu að áhugamáli og fjölmörg dæmi eru um vinahópa sem hafa sprottið upp úr reglubundnum göngum með Veseni og vergangi. 

 

 

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113