Snæfellsjökulsþjóðgarður er uppfullur af sérstæðri náttúru og miklum söguminjum. Landið er mótað af eldvirkni, jökul- og sjávarrofi. Jarðfræði, dýralíf og gróðurfar er fjölbreytt og góðar líkur á að refir sjáist á ferð. Í þessari ferð verður gengið um ýmsar gamlar þjóðleiðir í þjóðgarðinum. Fyrsta daginn göngum við um Búðahraun. Á degi tvö verður gengið frá Bervík yfir á Malarrif og þriðja daginn verður gengið Neshraun og Öndverðarnes. Margt er að skoða á þessum leiðum og margar sögur að segja auk þess að náttúran á svæðinu er stórbrotin. Athugið að fólk kemur á eigin vegum á Snæfellsnes en sjálfsagt er að vera í sambandi fyrir ferð til að deila bílum. Hægt verður að fá gistingu á Staðarstað á hagstæðu verði og auk þessu eru mjög fínt tjaldsvæði á Ólafsvík og Hellissandi. Þá er margvísleg önnur gisting er í boði á svæðinu. Einnig þarf að hafa í huga að við ferjum bíla á milli upphafs- og lokastaða í göngunni á laugardeginum.
Um leiðsögn sjá Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir
DAGSKRÁ
Föstudagur 11. júlí – Jaðargata – Búðahraun
Við hittumst á bílastæðinu við Bjarnarfoss kl 11:00 og sameinumst í bíla áður en við keyrum að Axlarhól. Þaðan göngum við um Jaðargötu á slóðum Axlar-Bjarnar. Þegar við komum að Miðhúsi höldum við til baka í gegnum Búðahraun og kíkjum á Búðahelli og Búðaklett. Við skoðum svo aðeins Frambúðir og fjöruna á Búðum áður en við förum aftur inn á Jaðarsgötu og göngum til baka að Axlarhóli.
Gangan er um 14 km og hækkun um 150 m. Gangan tekur um 5 tíma.
Laugardagur 12. júlí – Bervík – Malarrif
Við hittumst við gestastofuna á Malarrifi kl 8:00. Þar þurfum við að skilja eftir nokkra bíla og keyrum svo yfir á bílastæði nærri Nýjubúð í Bervík. Við göngum svo eftir stígum sem liggja með ströndinni og á leiðinni skoðum við ummerki útgerðar í Dritvík, kíkjum í fjöruna á Djúpalónssandi og heilsum þar upp á tröllkonuna áður en við höldum áfram á Malarrif.
Gangan er um 18 km og uppsöfnuð hækkun um 200 m. Áætlað er að gangan taki 6-8 tíma
Sunnudagur 13. júlí – Öndverðarnes
Við hittumst við þjóðgarðamiðstöðina á Hellissandi kl. 9:00 og getum sameinast þar í bíla eins og vilji er til. Þaðan keyrum við svo að bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar um Öndverðarneshóla og göngum að hólunum, þaðan yfir að Saxhólsbjargi og fylgjum bjarginu að Skálasnaga og kíkjum þar á fuglalífið. Áfram göngum við svo á Öndverðanes þar sem brunnurinn Fálki er og höldum svo þaðan yfir í Skarðsvík áður en við endum gönguna á bílastæðinu. Við gerum ráð fyrir að klára gönguna um þrjúleytið og því nægur tími til að keyra heim.
Vegalengd göngunnar um Öndverðarnes er um 15 km, uppsöfnuð hækkun um 100 m og áætlum við að gangan taki um 5-6 tíma.
LÍKAMLEGT FORM
Þó að leiðirnar sem slíkar séu ekki krefjandi getur það reynt á að ganga þrjá langa daga í röð. Því er mikilvægt að byggja upp gönguform til þess að líða vel í ferðinni og best er að æfa sig í göngu. Upplagt er að ganga reglulega á Úlfarfellið eða sambærileg fjall síðustu 4-6 vikurnar fyrir ferð. Þá getur verið gott að vera með bakpokann sem þið áætlið að nota í ferðinni. Síðustu 2-3 daga fyrir ferð er svo gott að hvíla
VERÐ OG BÓKANIR
Verð kr. 28.000 m/vsk
Innifalið: fararstjórn.
Ekki innifalið: gisting, bílfar, matur eða annað.
Bókanir fara fram í Abler bókunarkerfinu (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn sem notendur og veljið ferðina, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „snæjúl“ á einarskula@hotmail.com. Munið að fullgreiða fyrir 1. júní.
Þegar skráningu er lokið er hægt að sækja um aðild að lokaða hópnum fyrir ferðina.
SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 5.400 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför (1. júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef hætt er við ferð þá fæst full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.