Day: December 29, 2025

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Við ætlum í fjögurra daga göngu um Dalastíg, sem er nýleg gönguleið á fallegum en fáförnum slóðum að Fjallabaki vestanverðu. Þarna eru ekki breiðir stígar eins og á Laugaveginum, en yfirleitt eru kindagötur, reiðleiðir eða slíkir slóðar og stundum jeppaslóðar. Þetta er mjög fallegt umhverfi og mikið um móberg, ljós rýólítfjöll og jarðhitinn hefur víða sett mark sitt. Svartir sandar og gróðursnauðir melar eru áberandi en gróðurvinjar eru fallegar þar sem þær hafa náð að myndast. Við munum sjá stórkostlega staði, landslag og í heild er þetta veisla fyrir augað. Við gistum í skálum og gangan verður trússuð. Í erfiðleikastigi er þetta svipað og að ganga Laugaveginn.

DAGSKRÁ
Haldinn verður undirbúningsfundur í maí þar sem fjallað verður nánar um dagleiðirnar, um útbúnað, matarmálin og fyrirkomulag að öðru leyti. Fararstjórn er í höndum Einars Skúlasonar.

Fimmtudagur 23. júlí: Rauðufossar – Augað – Svartikambur – Reykjadalur – Dalakofi
Við komum saman snemma morguns á höfuðborgarsvæðinu og komum trússi fyrir í trússkerru og tökum svo rútu austur. Við hefjum göngu við Dómadalsleið neðan Rauðufossa og göngum prýðisgóðan stíg upp að Auganu, hinni sérkennilega uppsprettu Rauðufossakvíslar. Þaðan göngum við upp á Svartakamb og handan hans niður í Reykjadali og sjáum jarðhitasvæði á leiðinni. Að endingu förum við um Reykjadali, yfir Blautukvísl og að Dalakofanum þar sem við gistum og þar verður kerran með farangrinum. Vegalengd 15 km og ca 500 m hækkun.

Föstudagur 24. júlí: meðfram Markarfljóti – Laufafell – Laufahraun – Skyggnisvatn – Hungurfit
Frá Dalakofa er gengið með Markarfljóti og staldrað við hjá mjög fallegum fossi og gíg sem er þar skammt hjá. Svo er gengið austan megin við Laufafell og niður í Laufahraun, þar sem Laufavatn er í fallegu umhverfi. Þaðan er gengið meðfram Skyggnisvatni og um Skyggnishlíðar og að endingu að skálanum í Hungurfitjum þar sem við gistum. Þetta er þægileg leið til göngu og maður finnur því ekki eins fyrir vegalengdinni. Vegalengd 24 km og 400 m hækkun (meiri lækkun).

Laugardagur 25. júlí: Sultarfell – Mófellsbætur – Lifrarfjöll – Þverárgil – Mosar
Leiðin liggur meðfram Sultarfelli og Hvítmögu, framhjá Kringlumýri, við vöðum Hvítmögu, göngum um hlíðar Mófellsbóta, förum útsýnisleið yfir Lifrarfjöll og niður í Þverárgil þar sem við kíkjum á gangnamannahelli og þá fer að styttast í skálann Mosa við Markarfljót þar sem við gistum. Vegalengd ca 15 km og uppsöfnuð hækkun rúmir 450 m.

Sunnudagur 26. júlí: Hattgil – Markarfljótsgljúfur – Botnaskáli í Emstrum – Almenningar – Þórsmörk
Við förum um Hattgil niður að Markarfljótsgljúfrum og göngum meðfram þeim og svo inn að Botnum og þá erum við komin inn á Laugaveginn. Við fylgjum svo Laugaveginum í Þórsmörk. Fyrst er það um Syðri-Emstruárgljúfur og suður Almenninga. Slyppugil og Bjórgil verða á vegi okkar og handan við Kápu er vaðið yfir Þröngá. Að lokum er gengið í skóglendinu niður í Húsadal. Við verðum sótt þangað seinnipartinn og komum í bæinn um kvöldið. Vegalengd ca 23 km og uppsöfnuð hækkun ca 500 m (meiri lækkun).

UNDIRBÚNINGUR
Það er mikilvægt að æfa sig fyrir ferðina enda eru þetta fjórir göngudagar í röð og vöðvar og liðir þurfa að vera tilbúnir til að takast á við álag dag eftir dag. Takið einhvers konar prógramm vikurnar fyrir ferð með góðri hækkun. Það má til dæmis taka tvær ferðir á viku upp að Steini í Esju í nokkrar vikur fyrir ferð. Miða skal við að vera ekki lengur en klukkutíma og tíu mínútur að ná upp að Steini og líða þá vel og vera til í að ganga lengra upp. Góð æfing eykur ánægju af ferðinni.

 

TRÚSS
Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera dagpoka með nesti og hlífðarfötum. Þótt ferðirnar séu trússferðir er gott að hafa í huga að trússbíllinn er ekki mjög stór. Því skal takmarka umfang þess farangurs sem tekinn er með. Ágætt er að taka ekki mikið meira með en í ferð með allt á bakinu.

VERÐ OG BÓKANIR

Í skála kostar ferðin kr. 110.000 á mann m/vsk (innifalið staðfestingargjald)
Í tjaldi kostar ferðin kr. 90.000 á mann m/vsk (innifalið staðfestingargjald)

Innifalið: rúta, trúss, skálagisting í þrjár nætur (eða tjaldsvæði), hafragrautur og kaffi á morgnana, skipulagning og leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Athugið að það er ekki í boði að bóka ferð með því að greiða einungis staðfestingargjald. Það er hins vegar hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 12.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja “dalaskali” eða “dalatjald”. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (11. júní).
Hámarksfjöldi í ferðinni er 30 og lágmarksfjöldi 15.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 12.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (11. júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Dagana 11.-14. júlí munum við fara um hin stórkostlegu Lónsöræfi í fjögurra daga gönguferð þar sem skriðjöklar, djúp gil og þröngir dalir blandast saman við litadýrð og fjölbreyttar klettamyndanir. Þetta er fyrri ferðin af tveimur um þetta fallega svæði.
Gengið verður af stað frá Sauðárvatni um efstu drög Víðidals og að Kollumúlavatni þar sem við gistum í tvær nætur og göngum um Víðidal og Tröllakróka. Þaðan göngum við niður í Múlaskála og tökum göngu um hin litríku Víðibrekkusker. Síðasta göngudag er gengið með Jökulsá niður í Lón. Gist verður í skálum og kvöldmatur ásamt hafragraut og kaffi á morgnana innifalinn í verði og því er bakpoki mun léttari en í hefðbundnum ferðum með allt á bakinu.

Leiðsögn er í höndum Einars Skúlasonar sem hefur leiðsagt margoft um Lónsöræfi og víða um land.

DAGSKRÁ

Föstudagurinn 10. júlí – Aðdragandi ferðar
Athugið að vera komin austur í Lón eða nágrenni föstudagskvöldið 10. júlí. Búið er að bóka gistingu á Stafafelli fyrir þau sem vilja og hægt að vera í uppbúnu eða í svefnpokaplássi (ekki innifalið). Stefnum á að skutla bílum í Smiðjunes um kvöldið.

Laugardagur 11. júlí – Sauðárvatn og Egilssel
Rúta frá Stafafell í Lóni kl. 8 og ekið upp á Hérað og á Fljótsdalsheiði. Hefjum gönguferðina skammt vestan við Sauðárvatn og göngum gamla varðaða leið niður í Víðidalsdrög og að Kollumúlavatni þar sem skálinn Egilssel er og gistum þar næstu tvær nætur. Við eldum okkur sameiginlegan kvöldmat og höldum kvöldvöku. Vegalengd göngu 17,5 km og ca 500 m heildarhækkun.

Sunnudagur 12. júlí – Víðidalur og Tröllakrókar
Um morguninn göngum við niður í Víðidal, skoðum Náttmálafoss og tóftir Grundar þar sem búið var um skeið á 19. öld. Fáum okkur hádegishressingu í skálanum. Svo göngum við að Tröllakrókum og á Tröllakrókahnaus og njótum stórkostlegs útsýnis. Sameiginlegur kvöldmatur og kvöldvaka um kvöldið. Gangan í Víðidal er um 5 km og 350 m heildarhækkun. Gangan í Tröllakróka er um 9 km og ca 350 m heildarhækkun.

Mánudagur 13. júlí – Múlaskáli og Víðibrekkusker
Eftir frágang skálans í Egilsseli þá göngum við niður að Múlaskála á bökkum Jökulsár. Þar léttum við bakpokana og öxlum þá aftur með nesti í dagsgöngu upp að Víðibrekkuskerjum. Sameiginlegur matur um kvöldið og kvöldvaka. Vegalengd niður að Múlaskála er 7,5 km og 200 m heildarhækkun (mun meiri lækkun).
Víðibrekkuskerjahringur með Víðagili er ca 10 km og 850 m heildarhækkun (gætum sleppt Víðagili og stytt leiðina aðeins).

Þriðjudagurinn 14. júlí – Til byggða
Göngum frá Múlaskáli upp á Illakamb og sem leið liggur í Gvendarnes/Smiðjunes. Þetta er talsvert löng dagleið og auk þess mikið upp og niður en áfram fylgir litadýrðin okkur og gróðurflesjur. Vegalengd ca 19-21 km og ca 750-900 m heildarhækkun (fer eftir því hvar bílarnir verða).

UNDIRBÚNINGUR
Það er nauðsynlegt að undirbúa sig vel líkamlega fyrir gönguna með æfingum með bakpoka. Taka þarf æfingagöngur með góðri hækkun og hafa nokkur kíló í bakpokanum. Nánar verður farið yfir útbúnað og fyrirkomulag á undirbúningsfundinum sem verður haldinn í vor.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð kr. 87.000 á mann m/vsk

Innifalið: rúta, skálagisting í þrjár nætur með svefnpokaleigu (takið með lakpoka), hafragrautur og kaffi á morgnana og kvöldmatur öll kvöldin (maturinn verður að miklu leyti kominn í skálana), skipulagning og leiðsögn.
Þess má geta að öll þurfa að hjálpast að við eldamennsku, frágang, vatnsburð, kyndingu og fleira í tengslum við skálagistinguna. Fólk sér sjálft um nesti. Það er ekki hægt að vera með trúss á þessari leið. Athugið að fyrir þau sem eru í tjaldi þá er tjaldsvæði og aðstöðugjald í skála innifalið.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði. Ef þið lendið í vandræðum með innskráningu þá eru leiðbeiningar hér.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 14.000 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja lonsoraefi1. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (30. maí).

Þegar búið er að bóka ferð er hægt að sækja um aðild að lokaða hópnum. Þar verða margvíslegar upplýsingar fyrir ferð.
Hámarksfjöldi í ferðina er 19 manns. Lágmarksfjöldi 12 manns.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 14.000 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (30. maí). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

Dagana 17.-20. júlí munum við fara um hin stórkostlegu Lónsöræfi í fjögurra daga gönguferð þar sem skriðjöklar, djúp gil og þröngir dalir blandast saman við litadýrð og fjölbreyttar klettamyndanir. Þetta er seinni ferðin okkar í sumar um þetta fallega svæði.
Gengið verður af stað frá Sauðárvatni um efstu drög Víðidals og að Kollumúlavatni þar sem við gistum í tvær nætur og göngum um Víðidal og Tröllakróka. Þaðan göngum við niður í Múlaskála og tökum göngu um hin litríku Víðibrekkusker. Síðasta göngudag er gengið með Jökulsá niður í Lón. Gist verður í skálum og kvöldmatur ásamt hafragraut og kaffi á morgnana innifalinn í verði og því er bakpoki mun léttari en í hefðbundnum ferðum með allt á bakinu.

Leiðsögn er í höndum Einars Skúlasonar sem hefur leiðsagt margoft um Lónsöræfi og víða um land.

DAGSKRÁ

Fimmtudagurinn 16. júlí – Aðdragandi ferðar

Athugið að vera komin austur í Lón eða nágrenni föstudagskvöldið 10. júlí. Búið er að bóka gistingu á Stafafelli fyrir þau sem vilja og hægt að vera í uppbúnu eða í svefnpokaplássi (ekki innifalið). Stefnum á að skutla bílum í Smiðjunes um kvöldið.

Föstudagurinn 17. júlí – Sauðárvatn og Egilssel

Rúta frá Stafafell í Lóni kl. 8 og ekið upp á Hérað og á Fljótsdalsheiði. Hefjum gönguferðina skammt vestan við Sauðárvatn og göngum gamla varðaða leið niður í Víðidalsdrög og að Kollumúlavatni þar sem skálinn Egilssel er og gistum þar næstu tvær nætur. Við eldum okkur sameiginlegan kvöldmat og höldum kvöldvöku. Vegalengd göngu 17,5 km og ca 500 m heildarhækkun.

Laugardagurinn 18. júlí – Víðidalur og Tröllakrókar

Um morguninn göngum við niður í Víðidal, skoðum Náttmálafoss og tóftir Grundar þar sem búið var um skeið á 19. öld. Fáum okkur hádegishressingu í skálanum. Svo göngum við að Tröllakrókum og á Tröllakrókahnaus og njótum stórkostlegs útsýnis. Sameiginlegur kvöldmatur og kvöldvaka um kvöldið. Gangan í Víðidal er um 5 km og 350 m heildarhækkun. Gangan í Tröllakróka er um 9 km og ca 350 m heildarhækkun.

Sunnudagurinn 19. júlí – Múlaskáli og Víðibrekkusker

Eftir frágang skálans í Egilsseli þá göngum við niður að Múlaskála á bökkum Jökulsár. Þar léttum við bakpokana og öxlum þá aftur með nesti í dagsgöngu upp að Víðibrekkuskerjum. Sameiginlegur matur um kvöldið og kvöldvaka. Vegalengd niður að Múlaskála er 7,5 km og 200 m heildarhækkun (mun meiri lækkun).
Víðibrekkuskerjahringur með Víðagili er ca 10 km og 850 m heildarhækkun (gætum sleppt Víðagili og stytt leiðina aðeins).

Mánudagurinn 20. júlí – Til byggða

Göngum frá Múlaskáli upp á Illakamb og sem leið liggur í Gvendarnes/Smiðjunes. Þetta er talsvert löng dagleið og auk þess mikið upp og niður en áfram fylgir litadýrðin okkur og gróðurflesjur. Vegalengd ca 19-21 km og ca 750-900 m heildarhækkun (fer eftir því hvar bílarnir verða).

UNDIRBÚNINGUR
Það er nauðsynlegt að undirbúa sig vel líkamlega fyrir gönguna með æfingum með bakpoka. Taka þarf æfingagöngur með góðri hækkun og hafa nokkur kíló í bakpokanum. Nánar verður farið yfir útbúnað og fyrirkomulag á undirbúningsfundinum sem verður haldinn í vor.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð kr. 87.000 á mann m/vsk

Innifalið: rúta, skálagisting í þrjár nætur með svefnpokaleigu (takið með lakpoka), hafragrautur og kaffi á morgnana og kvöldmatur öll kvöldin (maturinn verður að miklu leyti kominn í skálana), skipulagning og leiðsögn.
Þess má geta að öll þurfa að hjálpast að við eldamennsku, frágang, vatnsburð, kyndingu og fleira í tengslum við skálagistinguna. Fólk sér sjálft um nesti. Það er ekki hægt að vera með trúss á þessari leið. Athugið að fyrir þau sem eru í tjaldi þá er tjaldsvæði og aðstöðugjald í skála innifalið.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði. Ef þið lendið í vandræðum með innskráningu þá eru leiðbeiningar hér.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 14.100 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja lonsoraefiseinni. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (5. júní).

Þegar búið er að bóka ferð er hægt að sækja um aðild að lokaða hópnum. Þar verða margvíslegar upplýsingar fyrir ferð.
Hámarksfjöldi í ferðina er 19 manns. Lágmarksfjöldi 12 manns.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 14.100 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (5. júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

Ef þú ert að leita að áskorun þá er meira bröltið fyrir þig. Við leitum uppi skemmtileg og krefjandi fjöll til að toppa og njótum þess að taka á því saman og sigrast á fjölbreyttum hindrunum. Við verðum með nokkrar dagsgöngur í vor og sjálfstæða jöklagöngu í maí og erum svo í samstarfi við langbröltið varðandi kvöldgöngur.
Búast má við því að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð og gert er ráð fyrir að þeir séu í nokkuð góðu líkamlegu formi og tilbúnir til að verja tíma til að komast í enn betra gönguform. Hver og einn þarf að hafa aðgang að búnaði til samræmis við erfiðleikastig ferðanna. Það á við t.d. um gönguöxi (ísöxi) og fjallabrodda (jöklabrodda). Við eigum nokkur sett sem við getum leigt þátttakendum.
Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður í lokaða Facebook hópnum. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á upphafsstað göngu en við stingum alltaf upp á bílastæðum í útjaðri höfuðborgarsvæðis til að hittast og sameinast í bíla.
Hópurinn er rekinn í samstarfi við langbröltið og hægt að komast í fimmtudagsgöngur með langbröltinu ef sá kostur er valinn í áskrift. Sjá dagskrána hér að neðan með langbröltsgöngurnar í sviga. Esjugöngurnar eru til að hvetja þátttakendur í aukagöngur til að búa sig undir framhaldið.
DAGSKRÁ
Athugið að helgargöngur eru settar á laugardag og þá er sunnudagur til vara.
Lau 03-Jan-26 Upphitun/kynningarganga langbrölt
Þri 06-Jan-26 Esja
Þri 13-Jan-26 Esja
Fim 15-Jan-26 Esja
Fim 22-Jan-26 (Langbrölt)
Lau 24-Jan-26 Meira brölt dagsganga
Fim 29-Jan-26 (Langbrölt)
Þri 03-Feb-26 Esja
Fim 05-Feb-26 (Langbrölt)
Fim 12-Feb-26 (Langbrölt)
Fim 19-Feb-26 (Langbrölt)
Þri 24-Feb-26 Esja
Fim 05-Mar-26 (Langbrölt)
Lau 07-Mar-26 Meira brölt dagsganga
Fim 12-Mar-26 (Langbrölt)
Fim 19-Mar-26 (Langbrölt)
Lau 21-Mar-26 Meira brölt dagsganga
Fim 26-Mar-26 (Langbrölt)
Fim 09-Apr-26 (Langbrölt)
Fim 16-Apr-26 (Langbrölt)
Lau 18-Apr-26 Meira brölt dagsganga
Fim 07-May-26 (Langbrölt)
Einnig er jöklaganga í maí (í tengslum við prógrammið en ekki innifalin – dagsetningar sem koma til greina eru 2. 16 eða jafnvel 30. maí ef spáin gefur ekki kost á hinum dagsetningunum)
DAGSGÖNGURNAR
Við erum með pott af mögulegum göngum fyrir dagsgöngurnar. Auðvitað er alltaf nokkur óvissa með veður og færð. Gera má ráð fyrir að göngum með að minnsta kosti 15 km vegalengd og yfir 1000 m uppsafnaða hækkun.

Kerlingarfjöll (gert ráð fyrir að gista) • Snæfellsjökull • Toppar fyrir ofan Grundarfjörð A-B • Ljósufjöll þverun • Tröllakirkja í Hítardal • Löng leið í Skarðsheiði eða Esju

Jöklaganga í tengslum við prógrammið en ekki innifalin, líklega í suðurjöklum Vatnajökuls – koma til greina 2., 16. eða jafnvel 30. maí ef færi og veður leyfa ekki göngu fyrr.

KVÖLDGÖNGUR

Fimmtudagsgöngurnar hjá langbrölti eru fjölbreyttar og takmarkast af veðri og færð. Við nýtum okkur Esjuna, Akrafjallið, fellin á höfuðborgarsvæðinu, Bláfjallahrygg og nágrenni og aðra fjallshryggi á Reykjanesskaga. Það getur verið að við þurfum að fara sömu leiðir tvisvar enda eru þessar kvöldgöngur í og með æfingagöngur fyrir helgargöngurnar og takmörk fyrir því hvað hægt er að finna margar leiðir með meira en 4-500 m hækkun. Að auki er mælst til þess að þátttakendur taki Esjugöngur upp að Steini aukalega, settar hafa verið niður nokkrar dagsetningar í janúar og febrúar fyrir slíkar göngur. Ekki er gert ráð fyrir að fararstjórar mæti sérstaklega í þær göngur nema þeir komist.
UMSJÓN
Jón Trausti Bjarnason og Bjarki Valur Bjarnason hafa umsjón með göngunum og stundum koma aðrir fararstjórar Vesens og vergangs við sögu. Þeir Jón Trausti og Bjarki hafa langa reynslu af fararstjórn í fjölbreyttum ferðum um landið.
VERÐ OG BÓKANIR
  • Dagsgöngur meira brölts kr. 32.000
  • Dagsgöngur og fimmtudagar að auki með langbrölti kr. 69.000
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „meira“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 15 en hámarksfjöldi 40
Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum (sem er rekinn með langbröltinu).
Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið  er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vor/sumar 2025 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.
SKILMÁLAR
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu veðurs eða annarra aðstæðna en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Þetta er fjögurra daga ferðalag þar sem við förum um stórkostlegt landslag við ystu strandir, jarðtengjum okkur, skoðum og hlustum á náttúruna og fáum ferskt sjávarloft í vitin allan daginn. Við fylgjumst með rebba og ótrúlegu fuglalífi, sjáum öldurnar skella á klettaströndum og setjum okkur í spor þeirra sem bjuggu á þessum slóðum með því að rifja upp sögur af þeim um leið og við göngum. Við göngum dagleið fyrsta daginn í Hornbjargsvita og höldum á nesti til fjögurra daga, svefnpoka og þess háttar en kvöldmatur og morgunmatur er sameiginlegur og bíður okkar í vitanum. Haldinn verður undirbúningsfundur í apríl/maí þar sem farið verður vel yfir dagskrá, undirbúning, búnað og fleira.

DAGSKRÁ

Mánudagur 20. júlí             Bolungarvík – Lónafjörður – Hornbjargsviti

Siglt að morgni frá Bolungarvík í Miðkjós í Lónafirði. Þaðan sem gengin verður yfir Snókaheiði að Hornbjargsvita í Látravík. Munum halda á svefnpoka, fatnaði og nesti til fjögurra daga fyrsta daginn og hafa bækistöð í vitanum í þrjár nætur en léttum pokann fyrir dagsgöngur tveggja daga. Athugið að í boði verður sameiginlegur kvöldmatur og morgunmatur sem verður í skálanum. Þátttakendur í ferðinni skipta með sér verkum í eldamennsku og frágangi.

Vegalengd þennan fyrsta dag er ca 13 km og ca 700m hækkun.

 

Þriðjudagur 21. júlí             Hornbjargsviti – Hornbjarg – Hornvík

Gengið á Hornbjarg og ef vel viðrar er stefnt að því að ganga með endilangri bjargbrúninni. Ef aðstæður eru góðar er boðið upp á aukagöngu á Kálfatind en þaðan er stórfenglegt útsýni í björtu veðri. Það er einnig magnað útsýni af Miðfelli sem er hluti af hringnum okkar. Eftir Hornbjarg er er gengið framhjá Hornbæjunum og til baka í Hornbjargsvita um Almenningaskarð. Þessi dagleið er um 20 km löng og heildar hækkun ríflega 1000m.

Við víxlum degi 2 og 3 ef það er hagstætt út frá veðurspá.

 

Miðvikudagur 22. júlí        Hornbjargsviti og nágrenni

Hér er margt að sjá og við eigum eftir að útfæra hvert verður farið miðað við veður. Í nágrenni vitans eru t.d. magnaðar bergmyndanir, eins og Blakkibás, Trogið og Fjalirnar, sem eru 60m háir berggangar sem rísa tígulega upp úr fjörunni. Mögulega tökum við góða göngu yfir í Hornvík og skoðum hana vel og hinn möguleikinn er að ganga um Axarfjall yfir í Hrolleifsvík og út á Bjarnarnes og um leið má ganga að fossinum Drífanda, sem fellur í sjó fram af 50m hárri bjargbrún. Það er því ekki ljóst með vegalengd og hækkun þennan dag.

 

Fimmtudagur 23. júlí       Hornbjargsviti – Veiðileysufjörður

Við göngum frá Hornbjargsvita um Kýrskarð og niður í Hornvík og vöðum Hafnarósinn, sem er sendinn og þægilegur undir fót. Þaðan förum við upp í Hafnarskarð og áfram niður í botn Veiðileysufjarðar þar sem báturinn sækir okkur og skilar til baka á hafnarbakkann í Bolungarvík. Vegalengd þennan dag er 16 km og um 700m hækkun.


LÍKAMLEGT FORM

Hver og einn þarf að koma með svefnpoka og nesti fyrir alla dagana og fyrstu dagleiðina þarf að bera þetta á bakinu í skálann. Trúss er ekki í boði. Þetta er því nokkuð krefjandi ferð og mikilvægt að þátttakendur æfi vel vikurnar á undan. Varðandi æfingar er gott að taka tvær ferðir á viku upp að Steini síðustu sex vikur fyrir göngu eða sambærilegt. Notið bakpokann sem þið farið með á Hornstrandir og hafið a.m.k. 5 kg pokanum (flöskur með vatni til að þyngja pokann og þá er hægtað hella vatninu ef eitthvað kemur upp á).

Umsjón

Kristín Silja Guðlaugsdóttir annast leiðsögn í þessari ferð. Hún hefur leitt fjölmargar Vesenisgöngur.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð 120.000 m/vsk

Innifalið: sigling, gisting í skála, kvöldmatur þrjú kvöld og hafragrautur og kaffi á morgnana og fararstjórn/leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í bókunarkerfinu. Ef þið lendið í vandræðum í skráningarferlinu þá eru leiðbeiningar hér.

Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 18.000 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „hornbjarg“. Muna að fullgreiða í síðasta lagi sex vikum fyrir brottför (fyrir miðjan júní).

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

Í fyrri ferðum hefur verið hægt að lækka verð fyrir aðildarfélaga Ferðafélags Íslands. Það er því miður ekki lengur leyft og því eru allir á sama verði.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 18.000 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).

Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (fyrir miðjan júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.

Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.

Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.

Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Það er alveg sérstakt að fara um Strandirnar og anda að sér fersku sjávarlofti, finna ilminn af gróðrinum og setja sig í spor þeirra sem háðu þar lífsbaráttuna forðum. Í lok júní og byrjun júlí förum við í fimm daga ferð, þar sem við skoðum Reykjarfjörð (og sundlaugina) fyrsta daginn og tökum svo fimm daga göngu með ströndinni um hin stórkostlegu Drangaskörð, um firði, yfir ár, um fjörur og framhjá eyðibýlum og tóftum.  Í þessari ferð verðum við með allt á bakinu, gistum fyrstu nóttina í húsi og tjöldum svo á fallegum stöðum nálægt sjávarsíðunni á leið okkar til byggða.

Leiðsögn er í höndum Einars Skúlasonar.

DAGSKRÁ

  1. júní sunnudagur – Norðurfjörður

Mikilvægt er að þátttakendur séu mættir norður á Strandir síðdegis eða um kvöldið. Þau sem vilja geta borðað saman í Kaffi Norðurfirði og þar verður spjallfundur í lok máltíðar. Það er frábært að nýta tækifærið og prófa Krossneslaugina fyrir Kaffi Norðurfjörð. Tvö tjaldsvæði eru á svæðinu og einnig eru möguleikar á fjölbreyttri gistingu. Líklega skutlumst við með bíl með viðbótarfarangri eða mat til að geyma í Ófeigsfirði.

  1. júní mánudagur – Norðurfjörður – Reykjarfjörður

Við tökum bátinn kl. 10 um morguninn norður í Reykjarfjörð. Tökum göngu á svæðinu og svo bíður hin ómótstæðilega sundlaug eftir hópnum. Við gistum öll í gamla húsinu í Reykjarfirði í svefnpokaplássi á góðum dýnum. Sameiginlegur matur um kvöldið, stutt kvöldvaka og hafragrautur og kaffi um morguninn.

  1. júní þriðjudagur – Reykjarfjörður – Skjaldarbjarnarvík – Bjarnarfjörður

Leggjum í göngu í bítið og vöðum Reykjarfjarðarósinn og förum Sigluvíkurháls yfir í Skjaldarbjarnarvík og þaðan upp Sunndalinn og yfir í Bjarnarfjörð. Fjörðurinn er vaðinn innarlega og náttstaður valinn þar eða utar í firðinum skammt frá Meyjarseli. Vegalengd ca 17-21 km/300 m hækkun.

  1. júlí miðvikudagur – Bjarnarfjörður – Drangavík

Eftir frágang er haldið af stað. Gengið með ströndinni í áttina að Dröngum og tekið stopp við Húsá þar sem einhverjir geta farið í fótabað í heitri lind. Þaðan er gengið framhjá bæjarhúsum á Dröngum og undir Drangahlíð og Drangaskörðunum frægu og um Signýjargötuskarð á milli dranganna. Þá förum við að nálgast náttstað í Drangavík, þar sem við tjöldum. Vegalengd ca 14-17 km/200 m hækkun.

  1. júlí fimmtudagur – Drangavík – Ófeigsfjörður

Gengið er um Engines, Eyvindarfjörð og yfir Eyvindarfjarðará, um Hrúteyjarnes og yfir Dagverðará. Þá erum við að koma í Ófeigsfjörð og förum yfir hina fögru og vatnsmiklu Hvalá. Þar staldrar fólk við og fylgist með straumkastinu og flúðunum. Þaðan förum við framhjá bæjarhúsum í Ófeigsfirði og á tjaldsvæðið og njótum þess að prófa vatnssalerni aftur. Vegalengd ca 18,5 km/200 m hækkun.

  1. júlí föstudagur – Ófeigsfjörður – Norðurfjörður

Eftir að hafa pakkað saman þá höldum við af stað um Brekkuveg milli Seljanesfjalls og Hádegisfjalls í botn Ingólfsfjarðar. Þaðan er gengið að síldarverksmiðjunni og svo út Geitahlíð, fyrir Höfða, yfir Eiðið og niður í Norðurfjörð þar sem við klárum gönguna. Við endum vonandi á því að fá okkur hressingu saman á Kaffi Norðurfirði.  Vegalengd ca 14,5 km/400 m hækkun.

 

LÍKAMLEGT FORM

Hver og einn þarf að vera í formi til þess að bera bakpoka með öllum búnaði og nesti til þriggja daga.

Þetta er því nokkuð krefjandi ferð og mikilvægt að þátttakendur æfi vel vikurnar á undan. Varðandi æfingar er gott að taka tvær ferðir á viku upp að Steini síðustu fimm vikur fyrir göngu eða sambærilegt. Notið bakpokann sem þið farið með á Hornstrandir og hafið 5-10 kg pokanum.

 

ÚTBÚNAÐUR

Haldinn verður undirbúningsfundur í gegnum Zoom í apríl/maí þar sem fjallað verður um ferðaáætlun, ítarlega um útbúnað og nesti, undirbúning og fleira.

Hér er þó samantekt um það nauðsynlegasta: Þriggja árstíða tjald, svefnpoki og létt einangrunardýna. Bakpoki 50-80 L, göngustafir. Næringarríkt nesti og prímus. Góð skel, húfa, vettlingar, tvö einangrandi lög og innanundirfatnaður úr ull. Göngubuxur sem hægt er að renna skálmum af eða með göngupils. Vaðskór sem geta nýst sem tjaldskór á kvöldin.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 66.000 m/vsk

Innifalið: Bátsfar í Reykjarfjörð, gisting eina nótt í húsi í Reykjarfirði, tjaldsvæði í Ófeigsfirði og fararstjórn.

Ekki innifalið: matur eða annað sem er ekki upptalið í innifalið.

Hámarksfjöldi í ferðina er 20 manns og lágmark er 10 manns.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku.

Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 13.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „reykjarfj“. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (18. maí).

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 13.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).

Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (18. maí). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

 

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.

Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.

Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.

Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir