Þjóðleiðir og svoleiðis brölt árið 2026

Í þessum hópi munum við ganga um tólf gamlar leiðir frá einum stað til annars um það bil mánaðarlega. Á öllum leiðunum er frá ýmsu markverðu að segja og við munum því ferðast um söguna ekki síður en um landslagið.
Búið er að taka saman þessar fjölbreyttu tólf leiðir sem við stefnum á að ganga. Þær eru allar á sunnan- og vestanverðu landinu og í lok september stefnum við vestur í Stykkishólm á Snæfellsnesi og ætlum að ganga á laugardegi og sunnudegi um gamlar leiðir í grenndinni.
Þau sem kaupa aðgang munu ganga í þjóðleiðahópinn á Facebook. Þar er fyrir nokkur hópur fólks og verður fólki gefinn kostur á að kaupa sig inn í stakar göngur ef það vill ekki binda sig allt árið, en að sjálfsögðu ganga þau fyrir sem eru áskrifendur.

Í þjóðleiðahópnum á Facebook verða útbúnir viðburðir fyrir göngurnar með ca tveggja daga fyrirvara með nánari upplýsingum um fyrirkomulag, veður og útbúnað. Þá verður einnig miðlað fræðslu í hópnum og umræða getur verið í tengslum við þjóðleiðir og póstleiðir almennt. Þess vegna er þetta skráð sem námskeið enda munu þátttakendur eiga kost á því að læra þó nokkuð um þjóðleiðirnar og göngur almennt. Tekið skal fram að almennt er miðað við að fjöldi í göngu fari ekki yfir 50 manns.

Það markar í hraunhelluna á Herdísarvíkurgötu

DAGSKRÁ
Hér að neðan má sjá áætlaða dagskrá og við munum reyna að standa við að fara þessar leiðir á árinu, en við hikum ekki við að víxla leiðum milli dagsetninga út frá veðri og færð. Allar áætlaðar leiðir voru hestfærar eftir því sem best er vitað og því er engin þeirra mjög brött, en drjúg hækkun engu að síður í nokkrum.

17-jan-26 Sandfellsleið með Seljadal í Kjós (hluti Svínaskarðsleiðar) 10 km/250m
21-feb-26 Yfir Reynisfjall, Hellur og Reynisfjara í Mýrdal 8,5/300m
14-mar-26 Brattabrekka (gamla þjóðleiðin í Dali) 9 km/350m
11-apr-26 Seljadalur og Seljadalsbrúnir (hluti gamla Þingvallavegar) 16,5/250 m
16-maí-26 Kambsskarð á Snæfellsnesi 10 km/500m
06-jún-26 Hálsavegur (Skorradalur – Flókadalur) 13 km/550 m
15-ág-26 Grillirahryggjaleið og Eiríksvatn 17,5/580m
26-sept-26 Þjóðleiðahelgi í Stykkishólmi: Gamla leiðin um Tröllaháls milli Hraunsfjarðar og Kolgrafarfjarðar ca 10 km/250 m
27-sept-26 Þjóðleiðahelgi í Stykkishólmi: Berserkjagata og fleira skemmtilegt
17-okt-26 Selsvallastígur og Sogin að Djúpavatni 14 km/450 m
14-nóv-26 Klóarvegur á milli Hveragerðis og Grafnings 14 km/450 m
27-des-26 Grafningsháls 9 km/240 m

Ef þarf að fresta göngu vegna veðurs þá er yfirleitt sunnudagurinn til vara. Gefin er upp áætluð vegalengd og uppsöfnuð hækkun. Ef þarf að panta rútu þá er sá kostnaður til viðbótar við skráningarkostnað. Við reynum annars að leysa bílamál með skutli og að sameinast í bíla þegar það er hægt, en ef fyrirsjáanlegt er að það taki of langan tíma þá pöntum við rútu.

UMSJÓN
Leiðbeinandi er Einar Skúlason. Hann stofnaði gönguhópinn Vesen og vergang og Wapp – Walking app leiðsöguapp. Hann hefur skrifað töluvert um gönguleiðir og er sérstakur áhugamaður um þjóðleiðir. Einar mun njóta aðstoðar frá Kristínu Silju og möguleika fleiri fararstjórum í Veseni og vergangi.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Kostar kr. 65.000 fyrir manninn fyrir allt árið.

Upplýsingar um afsláttarkjör eru neðar.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er það mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „Þjóðleið“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Munið að sækja um aðgang að þjóðleiðahópnum á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1802465456801358

Afsláttarkjör:
15% afsláttur er veittur fyrir þau sem voru í síðasta þjóðleiðahóp, voru á vesenisnámskeiði haust 2025 eða eru í vor 2026. Sami afsláttur er fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

Hægt að taka með sér gest og hann borgar kr. 7000 fyrir gönguna og 20.000 fyrir þjóðleiðahelgina í Stykkishólmi. Ítrekað er að rútukostnaður bætist við í þeim tilvikum sem rúta er pöntuð.

Við Hvalskarðsá í Botnsdal eftir að hafa farið yfir Hrísháls

SKILMÁLAR
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna eða veðurs/færðar en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum þó að þær fari á aðrar dagsetningar eða vikudaga.

Farið um selstíga ofan Straums

 

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113