Category: Heilsa og líðan

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Sumarbröltið er röð þægilegra láglendisgönguferða í maí og júní sem eru eins konar framhald af sama vorprógrammi í Vesen og brölt. Það miðast meðal annars við að koma fólki í form fyrir sumargöngur en einnig til að njóta á björtum dögum og kvöldum. Gengið er einu til tvisvar í viku á höfuðborgarsvæðinu og skynsamri akstursfjarlægð og er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað. Hist er kl. 18 í kvöldgöngum en yfirleitt um níuleytið í dagsgöngum.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara og birtast allar upplýsingar um gönguna, um veðurspá og útbúnað, útskýrt hvernig á að komast á staðinn og settur staður á höfuðborgarsvæðinu til að hittast og sameinast í bíla.

DAGSKRÁ

Mán 12.5.2025 Kvöld: Smalaholt 6 km/200 m
Mán 19.5.2025 Kvöld: Úlfarsfell eftir veginum 5 km/200 m
Sun 25.5.2025 Dagsganga: Knarrarósviti – Eyrarbakki 12 km/50 m
Mán 26.5.2025 Kvöld: Urriðakotsvatn og Stekkjahraun 6 km/100 m
Mán 2.6.2025   Kvöld: Skógrækt við Krýsuvíkurveg 7 km/100 m
Lau 9.6.2025 Dagsganga: Klukkustígur á Þingvöllum 12 km/100 m
Mán 16.6.2025 Kvöld: Umhverfis Mosfell 6 km/200 m
Lau 21.6.2025 Dagsganga: Háifoss að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal 10 km/250 m
Mán 23.6.2025 Kvöld: Guðnahellir á Mosfellsheiði 7 km/100 m
Lau 28.6.2025 Dags: Marardalur 10 km/400 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.

UMSJÓN
Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir stýra prógramminu og leiða göngurnar.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tíu göngur, sex kvöldgöngur og fjórar dagsgöngur. Hægt er að taka allt prógrammið (og þá er afsláttur fyrir þau sem voru í vorprógrammi eða eru á lífeyri) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur (verð kr. 5000 í staka kvöldgöngu og 7000 í staka dagsgöngu).

1. Allur pakkinn 33.000 kr.
2. Allur pakkinn með afslætti 28.050 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 20.500 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 18.500 kr.
5. Bland í poka (tvær dagsgöngur og þrjár kvöldgöngur að eigin vali) 21.500 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumarbrolt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/336690449402109

 

Afsláttarkjör

Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir aðeins ef keyptur er allur pakkinn.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjá

lft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

Vesen og millibrölt sumar er röð gönguferða í tæpa tvo mánuði sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þau sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega góður undirbúningur fyrir þau sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fjölbreytt og fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, sögu, umhverfi og útbúnað.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Sjá tengil inn á lokaða hópinn í kafla um verð og bókanir.

Á Vífilsfelli

DAGSKRÁ

Lau 10-May-25 Dagsganga: Þyrill í Hvalfirði úr Litlasandsdal 8,5 km/350 m
Þri 13-May-25 Kvöldganga: Geitafell í Þrengslum 8 km/300 m
Þri 20-May-25 Kvöldganga: Sköflungur við Hengilssvæðið 6,5 km/260 m
Lau 24-May-25 Dagsganga: Bjarnarhafnarfjall í Helgafellssveit 8,5 km/750m
Þri 27-May-25 Kvöldganga: Ingólfsfjall að Inghóli 9 km/540 m
Þri 03-Jun-25 Kvöldganga: Hrafnabjörg (og Þjófahnúkur) við Þingvelli 6-8 km/350-500m
Mán 09-Jun-25 Dagsganga: Búrfell í Þjórsárdal 10 km/600 m
Þri 17-Jun-25 Dagsganga: Glymur og Hvalfell í Hvalfirði 13 km/900 m
Þri 24-Jun-25 Kvöldganga: Vörðuskeggi 8 km/650 m
Sun 29-Jun-25 Dagsganga: Tungukollur og Katlaþúfa við Hafnarfjall 10 km/950m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.

 

UMSJÓN
Einar Skúlason leiðir flestar göngurnar ásamt Jóhönnu Fríðu, Kristínu Silju og fleiri úr hópi fararstjóra Vesens og vergangs.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tíu göngur, fimm kvöldgöngur og fimm dagsgöngur. Hægt er að taka allan pakkann (og þá getur afsláttur átt við) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar eða bland í poka. Það hefst í fyrri hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sjö vikur. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur (verð kr. 5000 í staka kvöldgöngu og 7000 í staka dagsgöngu).

1. Allur pakkinn 36.000 kr.
2. Allur pakkinn með afslætti 30.600 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 18.500 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 23.000 kr.
5. Bland í poka (tvær dagsgöngur og þrjár kvöldgöngur að eigin vali) 22.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „millisumar“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2694476527394856

Afsláttarkjör
Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir aðeins ef keyptur er allur pakkinn.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

Það er uppbókað í ferðina (9/3 kl. 16:30).

Nú er komið að því að ganga um ævintýraslóðir milli Núpsstaðarskógar og Skaftafells. Þarna eru miklar andstæður í náttúrunni, jöklar og gróðursæl svæði, melar, sandar og tröllslegar klettamyndanir. Þetta er krefjandi ganga með allt á bakinu en launin eru ríkuleg í landslagi, náttúruperlum og einstakri reynslu. Æfa þarf vel fyrir þessa ferð til að ganga með allt á bakinu um langar dagleiðir.
Fararstjórar verða Jón Trausti og Bjarki sem hafa lengi starfað með Veseni og vergangi.

DAGSKRÁ

Föstudagur 25. júlí – Skaftafell – Núpsstaðaskógur – Skessutorfugljúfur
Hópurinn hittist í Skaftafelli kl. 9 og við sameinumst í bíla og keyrum í halarófu að bílastæði við Núpsstaðaskóg (nánar verður fjallað um skipulag bílamála á undirbúningsfundi). Við göngum um skóginn, meðfram Núpsá og sjáum tvílita fossinn og förum enn lengra upp með ánni. Sjáum jafnframt Skessutorfugljúfur uns við stoppum í náttstað og setjum upp tjöld. Vegalengd ca 17 km og hækkun ca 700 m

Laugardagur 26. júlí – Skeiðarárjökull
Við þverum jökulinn og nýtum megnið af deginum í það. Njótum þess að sjá fjölbreytta ásýnd skriðjökulsins og umhverfisins. Komum okkur svo fyrir á tjaldstað í Skaftafellsfjöllum. Vegalengd ca 18 km og hækkun ca 400 m.

Sunnudagur 27. júlí – Skaftafellsfjöll – Morsárdalur – Skaftafell
Eftir að hafa pakkað saman förum við yfir Skaftafellsfjöllin og stöldrum við á Blátindi og njótum stórkostlegs útsýnis (og veltum fyrir okkur hvernig var að smala þetta svæði). Þaðan förum við niður í gróðursælan Bæjarstaðaskóg og um Morsárdalinn og áfram í Skaftafell. Svo skutlum við bílstjórum til að sækja bílana í Núpsstaðarskógi. Vegalengd ca 20 km og hækkun ca 500 m.

UNDIRBÚNINGUR
Það er þægilegt að æfa sig í Esjunni fyrir svona ferð. Það er óþarfi að æfa með fulla bakpoka en skynsamlegt að nota 5-10 kg í æfingaferðum, þ.e. byrja með 5 kg og þyngja smám saman upp í 10 kg. Það má hugsa sér að taka gönguferðir með hækkun upp á 4000 metra og skipta því niður á fimm vikur.

ÚTBÚNAÐUR
Haldinn verður rafrænn undirbúningsfundur í maí þar sem betur verður fjallað um ferðaáætlun, ítarlega um útbúnað og nesti, undirbúning og fleira. Hér er þó samantekt um það nauðsynlegasta:
Þriggja árstíða tjald, svefnpoki og létt einangrunardýna. Bakpoki 50-80 L, göngustafir, jöklabúnaður (belti, karabína, öxi og fjallabroddar). Næringarríkt nesti og prímus. Góð skel, húfa, vettlingar, tvö einangrandi lög og innanundirfatnaður úr ull. Göngubuxur sem hægt er að renna skálmum af eða með göngupils. Vaðskór sem geta nýst sem tjaldskór á kvöldin. Við getum leigt jöklabúnað fyrir sanngjarnt verð. Gott er að deila tjaldi og prímus með öðrum til að létta burð.

VERÐ OG BÓKANIR
Verð fyrir manninn er kr. 44.000 m/vsk
Innifalið: Innifalið er skipulag og fararstjórn.
Ekki innifalið: gisting eða tjaldsvæði við Skaftafell.
Hámarksfjöldi í ferðina er 20 manns og lágmark er 10 manns.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn sem notendur, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 10.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „nups“. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (13. júní).
Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 10.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (13. júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

Snæfellsjökulsþjóðgarður er uppfullur af sérstæðri náttúru og miklum söguminjum. Landið er mótað af eldvirkni, jökul- og sjávarrofi. Jarðfræði, dýralíf og gróðurfar er fjölbreytt og góðar líkur á að refir sjáist á ferð. Í þessari ferð verður gengið um ýmsar gamlar þjóðleiðir í þjóðgarðinum. Fyrsta daginn göngum við um Búðahraun. Á degi tvö verður gengið frá Bervík yfir á Malarrif og þriðja daginn verður gengið Neshraun og Öndverðarnes. Margt er að skoða á þessum leiðum og margar sögur að segja auk þess að náttúran á svæðinu er stórbrotin. Athugið að fólk kemur á eigin vegum á Snæfellsnes en sjálfsagt er að vera í sambandi fyrir ferð til að deila bílum. Hægt verður að fá gistingu á Staðarstað á hagstæðu verði og auk þessu eru mjög fínt tjaldsvæði á Ólafsvík og Hellissandi. Þá er margvísleg önnur gisting er í boði á svæðinu. Einnig þarf að hafa í huga að við ferjum bíla á milli upphafs- og lokastaða í göngunni á laugardeginum.

Um leiðsögn sjá Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir

DAGSKRÁ

Föstudagur 11. júlí – Jaðargata – Búðahraun

Við hittumst á bílastæðinu við Bjarnarfoss kl 11:00 og sameinumst í bíla áður en við keyrum að Axlarhól. Þaðan göngum við um Jaðargötu á slóðum Axlar-Bjarnar. Þegar við komum að Miðhúsi höldum við til baka í gegnum Búðahraun og kíkjum á Búðahelli og Búðaklett. Við skoðum svo aðeins Frambúðir og fjöruna á Búðum áður en við förum aftur inn á Jaðarsgötu og göngum til baka að Axlarhóli.

Gangan er um 14 km og hækkun um 150 m. Gangan tekur um 5 tíma.

Laugardagur 12. júlí – Bervík – Malarrif
Við hittumst við gestastofuna á Malarrifi kl 8:00. Þar þurfum við að skilja eftir nokkra bíla og keyrum svo yfir á bílastæði nærri Nýjubúð í Bervík. Við göngum svo eftir stígum sem liggja með ströndinni og á leiðinni skoðum við ummerki útgerðar í Dritvík, kíkjum í fjöruna á Djúpalónssandi og heilsum þar upp á tröllkonuna áður en við höldum áfram á Malarrif.

Gangan er um 18 km og uppsöfnuð hækkun um 200 m. Áætlað er að gangan taki 6-8 tíma

Sunnudagur 13. júlí – Öndverðarnes
Við hittumst við þjóðgarðamiðstöðina á Hellissandi kl. 9:00 og getum sameinast þar í bíla eins og vilji er til. Þaðan keyrum við svo að bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar um Öndverðarneshóla og göngum að hólunum, þaðan yfir að Saxhólsbjargi og fylgjum bjarginu að Skálasnaga og kíkjum þar á fuglalífið. Áfram göngum við svo á Öndverðanes þar sem brunnurinn Fálki er og höldum svo þaðan yfir í Skarðsvík áður en við endum gönguna á bílastæðinu. Við gerum ráð fyrir að klára gönguna um þrjúleytið og því nægur tími til að keyra heim.

Vegalengd göngunnar um Öndverðarnes er um 15 km, uppsöfnuð hækkun um 100 m og áætlum við að gangan taki um 5-6 tíma.

LÍKAMLEGT FORM

Þó að leiðirnar sem slíkar séu ekki krefjandi getur það reynt á að ganga þrjá langa daga í röð. Því er mikilvægt að byggja upp gönguform til þess að líða vel í ferðinni og best er að æfa sig í göngu. Upplagt er að ganga reglulega á Úlfarfellið eða sambærileg fjall síðustu 4-6 vikurnar fyrir ferð. Þá getur verið gott að vera með bakpokann sem þið áætlið að nota í ferðinni. Síðustu 2-3 daga fyrir ferð er svo gott að hvíla

VERÐ OG BÓKANIR

Verð kr. 28.000 m/vsk

Innifalið: fararstjórn.
Ekki innifalið: gisting, bílfar, matur eða annað.

Bókanir fara fram í Abler bókunarkerfinu (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn sem notendur og veljið ferðina, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „snæjúl“ á einarskula@hotmail.com. Munið að fullgreiða fyrir 1. júní.
Þegar skráningu er lokið er hægt að sækja um aðild að lokaða hópnum fyrir ferðina.

 

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 5.400 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför (1. júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef hætt er við ferð þá fæst full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Yfirbragð heiðarbýlanna á Jökuldalsheiði er sambland harneskjulegra aðstæðna, þrautseigju fólksins sem bjó þar og kannski rómantískrar sýn okkar hinna sem bjuggum ekki á staðnum.
Í batnandi tíðafari um miðja 19. öld og í kjölfar fólksfjölgunar og takmarkaðs landrýmis þá fór svo að fjöldi fólks byggði sér býli inn til heiða. Á Jökuldalsheiði urðu þessi býli tiltölulega mörg á svæði sem er þó í 5-600 m hæð yfir sjávarmáli. Kólnandi veðurfar á seinni hluta 19. aldar og gosið í Öskju 1875 neyddi fólk á brott og margir fóru vestur um haf. Einhver býli byggðust aftur upp en búsetu lauk fyrir miðja 20. öld.


Margir þekkja bækur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Huldu, Gunnars Gunnarssonar, Jóns Trausta, Halldórs Laxness og jafnvel Guðrúnar frá Lundi sem fjalla með einum eða öðrum hættu um lífsbaráttuna í litlum kotbýlum við erfiðar aðstæður. Það setur bækurnar í nýtt samhengi að koma á staðinu sjálfa og skynja náttúruna og umhverfið. Lyktin af gróðrinum, golan á vangann og fjöllin í fjarska gera þetta enn innihaldsríkara.
Við ætlum að skoða okkur um á þessum slóðum í lok júlí og heimsækja nokkur bæjarstæði og velta fyrir okkur afdrifum fólksins. Við verðum með bækistöð í hinu endurbyggða Sænautaseli, göngum gamlar götur, höldum kvöldvöku og njótum þess að vera í heiðarloftinu á besta tíma ársins.
Fararstjóri í ferðinni verður Einar Skúlason.

Gestreiðarstaðir á Jökuldalsheiði

DAGSKRÁ

Sunnudagurinn 27. júlí – nokkur heiðarbýli
Þau sem komast þennan dag geta komið með í göngutúra að tóftum nokkurra heiðarbýla. Við sjáum til eftir veðri hvað við heimsækjum mörg. Hittumst kl. 15 að Sænautaseli, sameinumst í bíla og förum á rúntinn. Göngurnar eru fremur stuttar, á bilinu 500 m til 3 km.
Um kvöldið verður súpufundur í veitingaskálanum að Sænautaseli þar sem við kynnumst og spáum í ferðadaga framundan. Athugið að mögulega verður dagskrá næstu tveggja daga víxlað ef veðurspá gefur ástæðu til, en kvöldvakan verður þó engu að síður á mánudagskvöldinu.

 

Gular leiðir eru á sunnudegi, rauða leiðin á mánudegi og græna á þriðjudegi. Mánudags- og þriðjudagsgöngum gæti verið víxlað ef veðurspáin gefur tilefni til þess.

 

Mánudagurinn 28. júlí – Gamla þjóðleiðin frá Hákonarstöðum
Eftir morgunmatinn sameinumst við í bíla í Sænautaseli og keyrum niður í Jökuldal. Þar kíkjum við á Stuðlagilið fræga og göngum svo frá Hákonarstöðum og upp á Jökuldalsheiðina. Við tökum eðlileg stopp á leiðinni eins og fólk forðum. Við stöldrum við hjá hinni hlöðnu Víðirhólarétt, tóftunum að Víðirhólum (í eyði 1905) og hjá tóftum Veturhúsa (í eyði 1941) og endum á að ganga að Sænautaseli (í eyði 1943). Það er frekar greiðfært að ganga þessa dagleið og má þakka það öskufallinu úr Öskjugosinu 1875. Það er ekki grýtt nema á stuttum köflum og eitthvað er um mýrlendi sem þarf að krækja framhjá og læki sem þarf að stikla. Það þarf að vaða einu sinni til tvisvar en það er auðvelt. Eftir göngu þarf að skutla bílstjórum til að sækja bílana niður í Jökuldal.
Um kvöldið er kvöldvaka í veitingaskálanum að Sænautaseli. Páll Pálsson frá Aðalbóli ætlar að vera með okkur á kvöldvökunni. Hann er hafsjór af fróðleik um mannlífið á Jökuldalsheiði fyrrum og kann urmul sagna af ábúendum.
Vegalengd göngu ca 20 km og uppsöfnuð hækkun um 450 m

 

Þriðjudagur 29. júlí – fleiri heiðarbýli og Skessugarður
Eftir morgunmat keyrum við að Heiðarseli (í eyði 1946) og kíkjum á tóftirnar (samtals ganga 2 km). Svo keyrum við að Netseli og göngum að tóftunum (samtals 2 km). Göngum svo að tóftum Grunnavatns (í eyði 1923) og þaðan alla leið að Sænautaseli ca 6,5 km leið og tökum síðbúið hádegishlé og sækjum bíla þangað sem við skildum þá eftir. Eftir hlé keyrum við að Grjótgarðshálsi og skoðum Skessugarð og göngum svo þaðan til baka ca 5 km leið að Sænautaseli meðfram Sænautafelli. Þau sem vilja geta toppað fellið í leiðinni.
Samtals vegalengd göngu þennan dag er því um 15,5 km.

ÚTBÚNAÐUR
Varðandi útbúnað þá þarf að vera með góðan dagspoka á bakinu sem hefur góðar mjaðmaólar til að bera þyngdina. Í farteskinu þarf að vera nesti fyrir daginn, gott er að hafa hitabrúsa með heitum drykk. Nánar er farið yfir útbúnað á undirbúningsfundi maí.

GISTING
Nokkrir möguleikar eru í gistingu. Í grunninn er gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með tjöld eða ferðavagna og gisti á tjaldsvæðinu við Sænautasel. Þar er hefðbundin grunnþjónusta við fólk á tjaldsvæðum. Einnig er hægt að bóka uppbúna gistingu á baðstofuloftinu í torfbænum á Sænautaseli á Airbnb ef það er laust. Þar er pláss fyrir fjóra til fimm í gistingu.
Tilboð er til göngugesta frá Hótel Stuðlagili, Skjöldólfsstöðum. Fimm hótelherbergi laus á tilboðsverði kr. 59.000 fyrir tvær nætur 27-29. júlí með morgunverði. Greiðist við bókun og endurgreiðanlegt til 1. júlí 2025. Bókist á info@hotelstudlagil.com. Upplýsingar um tilboðið í síma: 8613677 (Arngrímur Viðar). Akstur frá Sænautaseli tekur rúmar 20 mín.

MATUR
Við verðum með sameiginlegan kvöldmat og kvöldvöku á mánudagskvöldinu og þá verður lambalæri í boði með hefðbundnu meðlæti. Á sunnudagskvöldinu verður kjötsúpa. Á mánudag og þriðjudag verður morgunverðarhlaðborð og í boði að gera tvær samlokur úr hlaðborðinu í nesti. Athugið að ef þið borðið ekki kjöt verður hægt að fá aðra máltíð í staðinn.

Morgunverður í Sænautaseli

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 36.000 m/vsk.

Innifalin er fararstjórn, kvöldverður tvö kvöld og kvöldvaka og morgunmatur ásamt nesti í tvo daga.

Verð kr. 30.000 m/vsk á mann án morgunverðar og nestis (en með kvöldverð tvö kvöld og kvöldvöku á mánudagskvöldi).

Verð kr. 22.000 m/vsk ef sleppt er öllum máltíðum, morgunmat og nesti.

Ekki innifalið: Gisting eða tjaldsvæði, athugið að ekki er gert ráð fyrir rútu heldur munum við nýta okkar eigin bíla til þess að komast á milli göngustaða.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn sem notendur í kerfið, veljið að lokum greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 6.600 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „heiði“. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (um miðjan júní).

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira fyrir þátttakendur.

Víðirhólarétt

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 6.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (miðjan júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Viðbót: Athugið að uppbókað er í skála, þið getið þó athugað með skála í gegnum Ferðafélag Íslands og keypt ferðina án skála (10. mars kl. 08:30) 

Við ætlum að fara hina klassísku leið um Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur um verslunarmannahelgina. Þessi þriggja daga trússaða ferð er hönnuð til þess að fara ekki út fyrir frídaga og er upplögð fyrir þau sem vilja hafa valkost við útihátíðir. Sérstök athygli er vakin á afslætti fyrir 18 ára og yngri.
Leiðin er ótrúlega fjölbreytt og er farið um hraun, hásléttur, jarðhitasvæði, mikla litadýrð, snjóbreiður, svarta sanda og skóglendi. Útsýnið er margbreytilegt og sést til jökla og margra fallegra fjalla. Enginn fer þessa leið án þess að vera snortinn af fegurðinni.

DAGSKRÁ

Laugardagur 2. ágúst: Reykjavík – Landmannalaugar – Álftavatn
Brottför frá Reykjavík er kl. 7 og komið er upp í Landmannalaugar um kl. 10:30 og stoppað í hálftíma þar til að undirbúa brottför. Svo er gengið af stað og farið um Laugahraun, hjá Stórahver og staldrað við hjá skálanum í Hrafntinnuskeri. Þaðan er farið um hrygginn milli Kaldaklofsfjalla og Jökulgils og niður Jökultungur. Grashagakvíslina þarf að vaða eða stikla og þaðan er þægileg leið að Álftavatni þar sem trússkerran bíður eftir okkur. Gönguvegalengd þennan dag er um 24 km.

Sunnudagur 3. ágúst: Álftavatn – Emstrur
Trússi komið fyrir í trússkerrunni og lagt af stað snemma. Frá Álftavatni er gengið í Hvanngil og þarf að vaða Bratthálskvíslina sem er lítið mál. Farið er á göngubrú yfir Kaldaklofskvísl en svo þarf að vaða Bláfjallakvísl. Nú er komið að gróðursnauðu svæði að brúnni yfir Innri-Emstruá og þaðan er gengið á söndum nánast alla leiðina að skálanum í Botnum í Emstrum þar sem trússkerran bíður. Gönguvegalengd þennan dag er um 15 km.

Mánudagur 4. ágúst: Emstrur – Húsadalur í Þórsmörk – Reykjavík
Trússi komið fyrir í trússkerrunni og lagt af stað. Frá Botnum er gengið fyrir Syðri-Emstruárgljúfur sem nær langleiðina að Entujökli. Brattur krákustígur er niður að göngubrúnni á Syðri-Emstruá og er fallegt að fara yfir göngubrúna í gljúfrinu. Eftir ármótin á Markarfljóti og Syðri-Emstruá hefst ganga suður Almenninga. Slyppugil og Bjórgil verða á vegi okkar og svo er göngubrú yfir Ljósá. Handan við hæðarhrygginn Kápu er Þröngá og hana þarf að vaða og eftir það er gengið í skóglendi niður í Húsadal. Þar er veitingastaður og ýmis önnur þjónusta. Við verðum sótt þangað seinnipartinn og komum í bæinn síðla kvölds. Gönguvegalengd þennan dag er um 15 km.

NESTI OG ÚTBÚNAÐUR
Athugið að ofgera ekki vistum í trúss og sameinast um kælibox. Mælt er með því að undirbúa nesti áður en ferðin hefst og hafa það sem mest tilbúið. Það sparar tíma í ferðinni og gefur meira færi á að njóta. Haldinn verður undirbúningsfundur í maí til að fara yfir dagskrá, útbúnað, nesti og mat og fleira gagnlegt. Við skoðum það hvort grundvöllur er fyrir sameiginlegum kvöldmat.

ÆFINGAR
Gert er ráð fyrir að fólk sé í nægilega góðri æfingu til að ganga alla þrjá dagana. Æfingaprógramm getur t.d. falið í sér að taka eitt Úlfarsfell og eitt Helgafell í Hafnarfirði í hverri viku í apríl og maí og fara einu sinni í viku upp að Steini og taka tvöfalt Úlfarsfell í hverri viku í júní og júlí. Gott er að miða við að komast upp að Steini á innan við 70 mínútum í júní án þess að vera uppgefinn eða finna fyrir eftirköstum þess um kvöldið eða daginn eftir. Munið að æfa ávallt með bakpoka. Þau sem eru í góðri æfingu njóta ferðarinnar mun betur fyrir bragðið.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í skála er kr. 114.000 m/vsk
Verð án skála kr. 79.000 m/vsk.

Innifalið er far í rútu frá Reykjavík til Landmannalauga og aftur til Reykjavíkur frá Þórsmörk, trúss og fararstjórn/leiðsögn, hafragrautur og kaffi á morgnana.
Ekki eru innifalin tjaldsvæða- eða aðstöðugjöld, kvöldmatur eða nesti.
Athugið að 15% afsláttur er fyrir 18 ára og yngri og fyrir elli- eða örorkulífeyrisþega.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á bóka núna eða afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn sem notendur, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 19.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „laugavegur“ – hafið samband ef um skálagistingu er að ræða. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (um miðjan júní).
Hámarksfjöldi í ferðina er 35 manns og lágmark er 20 manns.

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 19.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (miðjan júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir