Category: Umgengni og umhverfi

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Við ætlum að fara hina klassísku leið um Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur um verslunarmannahelgina. Þessi þriggja daga trússaða ferð er hönnuð til þess að fara ekki út fyrir frídaga og er upplögð fyrir þau sem vilja hafa valkost við útihátíðir. Sérstök athygli er vakin á afslætti fyrir 18 ára og yngri.
Leiðin er ótrúlega fjölbreytt og er farið um hraun, hásléttur, jarðhitasvæði, mikla litadýrð, snjóbreiður, svarta sanda og skóglendi. Útsýnið er margbreytilegt og sést til jökla og margra fallegra fjalla. Enginn fer þessa leið án þess að vera snortinn af fegurðinni.

DAGSKRÁ

Laugardagur 2. ágúst: Reykjavík – Landmannalaugar – Álftavatn
Brottför frá Reykjavík er kl. 7 og komið er upp í Landmannalaugar um kl. 10:30 og stoppað í hálftíma þar til að undirbúa brottför. Svo er gengið af stað og farið um Laugahraun, hjá Stórahver og staldrað við hjá skálanum í Hrafntinnuskeri. Þaðan er farið um hrygginn milli Kaldaklofsfjalla og Jökulgils og niður Jökultungur. Grashagakvíslina þarf að vaða eða stikla og þaðan er þægileg leið að Álftavatni þar sem trússkerran bíður eftir okkur. Gönguvegalengd þennan dag er um 24 km.

Sunnudagur 3. ágúst: Álftavatn – Emstrur
Trússi komið fyrir í trússkerrunni og lagt af stað snemma. Frá Álftavatni er gengið í Hvanngil og þarf að vaða Bratthálskvíslina sem er lítið mál. Farið er á göngubrú yfir Kaldaklofskvísl en svo þarf að vaða Bláfjallakvísl. Nú er komið að gróðursnauðu svæði að brúnni yfir Innri-Emstruá og þaðan er gengið á söndum nánast alla leiðina að skálanum í Botnum í Emstrum þar sem trússkerran bíður. Gönguvegalengd þennan dag er um 15 km.

Mánudagur 4. ágúst: Emstrur – Húsadalur í Þórsmörk – Reykjavík
Trússi komið fyrir í trússkerrunni og lagt af stað. Frá Botnum er gengið fyrir Syðri-Emstruárgljúfur sem nær langleiðina að Entujökli. Brattur krákustígur er niður að göngubrúnni á Syðri-Emstruá og er fallegt að fara yfir göngubrúna í gljúfrinu. Eftir ármótin á Markarfljóti og Syðri-Emstruá hefst ganga suður Almenninga. Slyppugil og Bjórgil verða á vegi okkar og svo er göngubrú yfir Ljósá. Handan við hæðarhrygginn Kápu er Þröngá og hana þarf að vaða og eftir það er gengið í skóglendi niður í Húsadal. Þar er veitingastaður og ýmis önnur þjónusta. Við verðum sótt þangað seinnipartinn og komum í bæinn síðla kvölds. Gönguvegalengd þennan dag er um 15 km.

NESTI OG ÚTBÚNAÐUR
Athugið að ofgera ekki vistum í trúss og sameinast um kælibox. Mælt er með því að undirbúa nesti áður en ferðin hefst og hafa það sem mest tilbúið. Það sparar tíma í ferðinni og gefur meira færi á að njóta. Haldinn verður undirbúningsfundur í maí til að fara yfir dagskrá, útbúnað, nesti og mat og fleira gagnlegt. Við skoðum það hvort grundvöllur er fyrir sameiginlegum kvöldmat.

ÆFINGAR
Gert er ráð fyrir að fólk sé í nægilega góðri æfingu til að ganga alla þrjá dagana. Æfingaprógramm getur t.d. falið í sér að taka eitt Úlfarsfell og eitt Helgafell í Hafnarfirði í hverri viku í apríl og maí og fara einu sinni í viku upp að Steini og taka tvöfalt Úlfarsfell í hverri viku í júní og júlí. Gott er að miða við að komast upp að Steini á innan við 70 mínútum í júní án þess að vera uppgefinn eða finna fyrir eftirköstum þess um kvöldið eða daginn eftir. Munið að æfa ávallt með bakpoka. Þau sem eru í góðri æfingu njóta ferðarinnar mun betur fyrir bragðið.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í skála er kr. 114.000 m/vsk
Verð án skála kr. 79.000 m/vsk.

Innifalið er far í rútu frá Reykjavík til Landmannalauga og aftur til Reykjavíkur frá Þórsmörk, trúss og fararstjórn/leiðsögn, hafragrautur og kaffi á morgnana.
Ekki eru innifalin tjaldsvæða- eða aðstöðugjöld, kvöldmatur eða nesti.
Athugið að 15% afsláttur er fyrir 18 ára og yngri og fyrir elli- eða örorkulífeyrisþega.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á bóka núna eða afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn sem notendur, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 19.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „laugavegur“ – hafið samband ef um skálagistingu er að ræða. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (um miðjan júní).
Hámarksfjöldi í ferðina er 35 manns og lágmark er 20 manns.

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 19.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (miðjan júní). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Í byrjun júní ætlum við í ferð vestur á firði til þess að skoða margar af helstu náttúruperlum Vestfjarða og ganga ótrúlega fallegar leiðir. Við göngum inn með Vatnsdalsvatni í friðlandinu í Vatnsfirði, fara gömlu leiðina yfir Fossheiði frá Arnarfirði að Barðaströnd, og ganga meðfram öllu Látrabjargi, Keflavíkurbjargi og yfir á Rauðasand. Á þessum tíma er fuglalífið í hámarki, gróðurinn er búinn að taka lit að mestu og farið að styttast í sumarsólstöður. Þetta verður stórkostleg ferð.
Hægt verður að velja á milli þess að vera í hótelgistingu, í svefnpokaplássi eða í tjaldi. Við förum í rútu frá Reykjavík og hún nýtist vel í gönguferðunum sem eru flestar frá einum stað til annars. Við leggjum af stað á uppstigningardag og því þarf aðeins að taka frí einn virkan dag.
Þarna er tækifæri til að hefja sumarið í fallegu umhverfi og í góðra vina hóp.

DAGSKRÁIN

29. maí Keyrt frá Reykjavík og gengið í Vatnsfirði
Við keyrum af stað frá Reykjavík kl. 9. Nokkur stutt stopp verða á leiðinni en lengsta stoppið verður í friðlandinu í Vatnsfirði. Þá munum við ganga inn með Vatnsdalsvatni, upp með Lambagili og svo niður með Þingmannaá. Vegalengd er ca 9 km og 300 m hækkun.
Svo höldum við áfram inn í Breiðavík og komum okkur fyrir. Það er tilvalið að taka kvöldgöngu niður á strönd.

 

30. maí Geldingaskorardalur – Bjargtangar (Látrabjarg endilangt)
Við hefjum daginn snemma í morgunverðarhlaðborði og fáum svo far með rútunni að upphafsstað göngu við Geldingaskorardal og göngum í vesturátt meðfram Látrabjargi. Sagan verður sögð af frækilegu björgunarafreki sem var unnið í desember 1947 þegar togarinn Dhoon strandaði undir bjarginu. Við getum átt von á því að komast í eins til tveggja metra fjarlægð frá lunda, sjá töluvert af álku enda er þetta stærsta álkubyggð í heimi og munum sjá mikinn fjölda annarra fuglategunda. Það er sniðugt að taka með sér kíki þennan dag því að við munum staldra oft við á leiðinni og fylgjast með fuglinum. Rútan mun bíða okkar við vitann á Bjargtöngum. Gangan þennan dag er ca 10 km og uppsöfnuð hækkun um 250 m.
Þau sem vilja fara út á Látrahálsi í bakaleiðinni. Við göngum gömlu leiðina niður í fjöru, kíkjum á tóftir sjóbúðanna þar og göngum svo í fjörunni að gististaðnum okkar í Breiðavík. Gönguvegalengd er rúmir 5 km. Um kvöldið verðum við með kvöldvöku.

 

31. maí Fossfjörður – Barðaströnd um Sandsheiði
Endurtökum morgunverðarstemningu frá deginum áður og fáum svo far með rútunni í Fossfjörð. Eftir að hafa kíkt á fossinn þá leggjum við á Fossheiðina og göngum vel varðaða leið yfir á Barðaströnd um Sandsheiði þar sem við hittum rútuna aftur og stefnum á því að enda í Krosslaug á Laugarnesi við Birkimel áður en við keyrum aftur í Breiðavík. Vegalengd göngu er 15-16 km og 500 m hækkun.

 

1. júní Látraheiði – Keflavík – Rauðasandur og keyrt suður
Við hefjum daginn eins og fyrri daginn í morgunverðarhlaðborði, fáum hitabrúsa okkar fyllta af kaffi eða heitu vatni og smyrjum einfalt nesti. Þau sem eru í tjöldum þurfa að taka þau saman og við hlöðum svo öllum okkar farangri um borð í rútuna. Svo fáum við far að sama stað og við hófum göngu daginn áður en göngum nú eftir Látraheiði í hina áttina til Keflavíkur og Rauðasands. Í Keflavík eru skýrar minjar um búsetu og einnig slysavarnarskýli og við skoðum það vel. Svo förum við yfir Kerlingarháls og niður á Rauðasand. Þar munum við ekki flýta okkur og jafnvel fara úr sokkum og skóm og vaða í flæðarmálinu. Við hittum svo fyrir rútuna aftur og keyrum suður til Reykjavíkur með kvöldmatarstoppi. Komum svo síðla kvölds til Reykjavíkur.
Vegalengd þennan dag er ca 16 km og uppsöfnuð hækkun ca 350 m.

FARARSTJÓRN
Einar Skúlason og Hákon Ásgeirsson verða fararstjórar. Hákon var landvörður til nokkurra ára á svæðinu og Einar hefur margra ára reynslu í fararstjórn á þessu svæði og víðar um landið.

 

UNDIRBÚNINGUR
Það þarf að æfa fyrir fjögurra daga ferð. Best er að setja upp æfingaplan og nota vegalengd og hækkun til að þjálfa vöðva og þol. Á höfuðborgarsvæðinu henta Esjan, Úlfarsfell og Helgafell ágætlega til æfinga. Gott er að miða við fimm ferðir upp að Steini á síðustu fimm vikum fyrir ferð eða 12 ferðir upp á Úlfarsfell. Munið að hvíla síðustu tvo dagana fyrir ferð.

 

ÚTBÚNAÐUR
Eins og oft áður skipta skórnir mestu máli, að það sé grófur sóli og vatnsvörn og gott að hafa sokka til skiptana. Klæðist ull eða gerviefnum og skiljið bómull eftir heima. Það er hægt að vera í léttum göngubuxum og einangrandi að ofan og svo með góða skel, bæði buxur og jakka. Húfa og vettlingar eiga að vera til staðar. Fínt að hafa stafi ef þið eigið slíka og gott að hafa plástra í pokanum.
Haldinn verður undirbúningsfundur í apríl þar sem betur verður fjallað um ferðaáætlun, útbúnað og fleira.

VERÐ OG BÓKANIR

  • Gisting í uppbúnu tveggja manna herbergi með sér baðherbergi kostar kr. 124.000.
  • Gisting í uppbúnu tveggja til fjögurra manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi kr. 108.000
  • Svefnpokapláss í tveggja manna herbergi kostar kr. 96.000
  • Tjaldgisting kostar kr. 83.000

 

Innifalið: Rúta frá Reykjavík og til baka, gisting/svefnpokapláss/tjaldsvæði í þrjár nætur, morgunverður og leiðsögn.

 

Ekki innifalið: Matur sem er ekki talinn upp og drykkir, aðgangseyrir í sundlaugina við Birkimel eða annað sem er ekki talið upp sem innifalið.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku. Ef þið lendið í vandræðum í innskráningu þá eru leiðbeiningar hér.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 18.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda þarf tölvupóst á einarskula@hotmail.com og taka fram hvernig gisting valin. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (17. apríl).
Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.
https://www.facebook.com/groups/958436056209280

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 18.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (17. apríl). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Við förum í ævintýraferð um friðlandið á Hornströndum 30.júní til 4. júlí með allt á bakinu. Gistum í tjöldum og sjáum refinn, fuglinn og upplifum friðsældina. Rifjum upp sögur af venjulegu og óvenjulegu fólki sem bjó á stöðunum og veltum fyrir okkur endalokum byggðarinnar um miðja síðustu öld.
Við ætlum að ganga um svæðið milli Látravíkur og Reykjarfjarðar og fara um Smiðjuvík, Barðsvík, Bolungarvík, Furufjörð og Þaralátursfjörð. Þetta er fjölbreytt leið enda er gengið í fjörum, ofan sjávarbjarga, í hlíðum, í gróðurlendi og mýrlendi og um heiðar og skörð. Hafið er þó yfirleitt alltaf í augsýn. Þessi ferð er með allt á bakinu og gert er ráð fyrir að þátttakendur sameinist um tjöld, prímusa og annað sem kann að létta byrðar. Dagleiðir eru ekki langar og því er hægt að fara á þægilegum hraða og taka kvöldgöngur ef fólk vill reyna meira á sig. Haldinn verður fundur í maí til að fara yfir undirbúning og búnað.

DAGSKRÁ

Sunnudagurinn 29. júní
Gott er að vera mætt síðdegis í Norðurfjörð til þess að hægt sé að skoða sig um og fara í Krossneslaugina dásamlegu. Gist er á eigin vegum og stefnt á að hittast um kvöldið í spjall um ferðina framundan.

Mánudagurinn 30. júní
Vaknað er í bítið enda verður farið snemma af stað með bátnum frá Norðurfirði. Það er hægt að setja aukamat og föt í litla vatnsvarða tösku og því verður komið fyrir í Reykjarfirði. Tilvalið er að sameinast um duffel tösku eða sjópoka. Báturinn leggur að við Látravík skömmu fyrir hádegi og gengið af stað frá Hornbjargsvita um hádegi. Farið er yfir Öxarfjall, um Hrolleifsvík og á Bjarnanes þar sem búið var fram í byrjun 20. aldar. Leiðin liggur svo í Drífandisdalinn og þarf að vaða Drífandisána og við stöldrum við góða stund og skoðum hinn stórkostlega Drífandisfoss sem steypist ofan af bjargbrúninni í sjóinn. Þaðan er gengið niður í Smiðjuvík þar sem við tjöldum á tjaldsvæðinu. Vegalengd þennan dag er ca 10 km og uppsöfnuð hækkun ca 500 m.

Þriðjudagur 1. júlí
Eftir morgunverkin er gengið af stað upp hlíðar Barðsins og yfir í Barðsvík og aftur er farið upp hlíðar Skarðsfjalls og um Göngumannaskörð niður í Bolungarvík. Þar þarf að vaða Bolungarvíkurós og haldið áfram meðfram sjónum um Bolungarvíkurófæruna í Furufjörð og við högum göngu þar eftir sjávarföllum. Í Furufirði verður tjaldað. Þar eru hús enda var búið þar til ársins 1950. Vegalengd þennan dag er um og yfir 14 km og uppsöfnuð hækkun um 600 m.

Miðvikudagur 2. júlí
Eftir morgunverkin höldum við af stað og vöðum Furufjarðarósinn og göngum svo brattann upp í Svartaskarð og þaðan niður í Þaralátursfjörð. Búið var í Þaralátursfirði til ársins 1946. Við vöðum Þaralátursósinn og svo þarf aðeins að fara yfir hálsinn sem skilur að Þaralátursfjörð og Reykjarfjörð og fyrr en varir erum við komin á áfangastað. Þar verður gott að leggjast til sunds í heitri lauginni eftir þriggja daga göngu. Þarna eigum við líka að finna töskurnar frá því fyrsta daginn og þar með nesti fyrir restina af ferðinni. Vegalengd er ca 15 km þennan dag og uppsöfnuð hækkun 570 m.

Fimmtudagur 3. júlí
Við tökum daginn snemma og tökum stefnuna á Geirólfsnúp þennan dag þar sem við toppum á þessum endapunkti Hornstranda í austri. Útsýni er frábært ofan af núpnum þegar skyggni er gott. Vegalengdin þennan dag er áætluð rúmir 15 km og uppsöfnuð hækkun um 600 m.

Föstudagur 4. júlí
Við vöknum snemma og tökum rólegheitagöngu um nágrennið. Svo kemur báturinn upp úr hádeginu eða um miðjan dag. Það má því búast við að hægt verði að keyra suður eftir bátsferðina.

ÚTBÚNAÐUR
Haldinn verður rafrænn undirbúningsfundur í maí þar sem betur verður fjallað um ferðaáætlun, ítarlega um útbúnað og nesti, undirbúning og fleira. Hér er þó samantekt um það nauðsynlegasta:
Þriggja árstíða tjald, svefnpoki og létt einangrunardýna. Bakpoki 50-80 L, göngustafir. Næringarríkt nesti og prímus. Góð skel, húfa, vettlingar, tvö einangrandi lög og innanundirfatnaður úr ull. Göngubuxur sem hægt er að renna skálmum af eða með göngupils. Vaðskór sem geta nýst sem tjaldskór á kvöldin.

VERÐ OG BÓKANIR
Verð fyrir manninn er kr. 84.000 m/vsk

Innifalið: Bátsfar fram og til baka, trúss í Reykjarfjörð, gisting tvær nætur í húsi í Reykjarfirði og fararstjórn.
Ekki innifalið: aðstöðugjald við Hornbjargsvita eða matur.

Hámarksfjöldi í ferðina er 20 manns og lágmark er 10 manns.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Auðvelt er að hlaða niður pdf kvittun úr kerfinu. Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíku. Ef þið lendið í vandræðum í innskráningu þá eru leiðbeiningar hér.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 17.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „reykjarfj“. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (28. maí).
Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 17.500 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt84000 en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (26. maí). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

 

Við ætlum í fjögurra daga trússaða ferð og kanna stórkostleg svæði við Borgarfjörð eystri þar sem ljós ríólít fjöllin eru áberandi innan um hefðbundin basaltfjallgarða. Við skoðum eitt stærsta sýnilega framhlaup jarðsögu Íslands, fræðumst um búsetu fyrrum á stöðum sem fóru í eyði á síðustu öld, skoðum staði sem tilheyra þjóðsögum um dverga, álfa, huldufólk og útburði og öndum að okkur sjávarlofti við strendur og fjallalofti efst í skörðunum. Trússað verður með viðlegubúnað og mat og gengið er með dagpoka. Val er um að gista í skála eða tjaldi. Leiðsögn annast Einar Skúlason.
Bræðsluhelgin er í kjölfarið og tilvalið að njóta viðburðanna og tónleikanna eftir góða göngu.

DAGSKRÁ

Sunnudagur 20. júlí
Gott er að koma til Borgarfjarðar í síðasta lagi á mánudagskvöldinu. Hægt er að panta sér gistingu eða vera á tjaldsvæðinu. Gaman er að rölta um þorpið eða skutlast yfir að Hafnarhólma og skoða lunda og aðra fugla.

Mánudagur 21. júlí Borgarfjörður – Breiðavík
Hittumst á bílastæði tjaldsvæðisins Borgarfirði kl. 8:30, setjum trúss í trússkerruna og skutlum bílum á bílastæðið þar sem gangan endar á föstudeginum. Sameinumst svo í bíla og keyrum að bílastæðinu við Hafnarhólma og göngum af stað þaðan upp í Brúnavíkurskarðið og þaðan niður í Brúnavík. Þar skoðum við tóftir og fallega fjöruna. Við göngum svo upp úr Brúnavík, um efstu drög Hvalvíkur og Kjólsvíkur og í Breiðavík þar sem við gistum í skálanum og á tjaldsvæðinu. Vegalengd ca 14 km og uppsöfnuð hækkun ca 800 m. Göngutími ca 6-7 tímar.

Þriðjudagur 22. júlí Breiðavík – Húsavík
Hafragrautur verður í boði, kaffi og svo trússið í kerru um morguninn. Við höldum upp Víknaheiði þar sem landslag einkennist af ljósgrýtisskriðum og frísklegum lággróðri. Þaðan göngum við upp með Hvítserki og niður Vetrarbrekkur í Húsavík. Það er mögulegt að taka göngutúr um kvöldið niður í Húsavíkina og skoða kirkjuna og fjöruna. Vegalengd er ca 14,5 km og hækkun samtals um 500 m. Gangan tekur um 6-7 tíma.

Miðvikudagur 23. júlí Húsavík – Loðmundarfjörður
Gengið er upp Nesháls og niður í gróðursælan Loðmundarfjörð þar sem fjallið Gunnhildur blasir við handan fjarðarins auk margra annarra svipmikilla fjalla og tinda. Gistum svo í skálanum að Klypsstað.
Vegalengd ca 14 km og um 400 m uppsöfnuð hækkun. Göngutími er ca 6 tímar.

Fimmtudagur 24. júlí Loðmundarfjörður – Borgarfjörður
Göngum framhjá Stakkahlíð og upp skriðurnar í einu stærsta framhlaupi landsins eftir að síðustu ísöld lauk. Leiðin liggur um Kækjuskörð og svo niður Kækjudal þar sem við stöldrum við hjá Kirkjusteini og Stórasteini og förum yfir þjóðlegan fróðleik þeim tengdum. Svo komum við niður að bílastæðinu þar sem bílarnir okkar bíða.
Leiðin er ca 15 km og um 700 m uppsöfnuð hækkun. Göngutími er ca 6-7 tímar með stoppum.

NESTI OG ÚTBÚNAÐUR
Haldinn verður undirbúningsfundur í maí þar sem farið verður nánar í ferðaáætlunina, útbúnað, mat, undirbúning og fleira. Athugið að ofgera ekki vistum í trúss og muna að það er boðið upp á hafragraut á morgnana og við stefnum á sameiginlegan mat á kvöldin. Hægt er að fara í sturtu í öllum þremur skálunum en það þarf að greiða sérstaklega fyrir það.

ÆFINGAR
Mikilvægt er að æfa sig vel fyrir svona ferð þar sem gengið er á hverjum degi nokkra daga í röð. Æfingar geta falið það í sér til dæmis að taka vikulegar göngur með dagpoka á bakinu upp að Steini í Esju og tvær ferðir á Úlfarsfell – ef þið gerið sex svona sett þá munið þið njóta þess að fara í svona ferð. Besti undirbúningurinn fyrir gönguferð er að æfa sambærilegar göngur.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í þessa ferð er kr. 81.700

Verð ef gist er í tjaldi er kr. 59.500 (innifalið tjaldsvæði og aðstöðugjald í skála).
Öll verð eru með vsk.

Innifalið: Trúss, hafragrautur og kaffi þrjá morgna, gisting í skála eða tjaldstæði í þrjár nætur og fararstjórn/leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Athugið að það er ekki í boði að bóka ferð með því að greiða einungis staðfestingargjald. Það er hins vegar hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í sportabler. Ef þið lendið í vandræðum í skráningu þá eru leiðbeiningar hér.
Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 9.700 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja viknaslodir. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför (28. maí).

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

Skilmálar
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 9.700 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

Vorið kemur snemma á Mýrunum og við nýtum okkur það með því að skipuleggja þriggja daga trússaða göngu yfir sjálfar sumarsólstöðurnar um hinar fallegu vatnaslóðir milli Mýra og Dala. Friðsældin er dásamleg, gróðurinn nýbúinn að taka við sér, fuglalífið og birtan í hámarki. Fyrsta dagleiðin fer í að ganga frá Hlíðarvatni að Hítarvatni, annan daginn er gengið yfir að Langavatni og þriðja daginn klárum við gönguna með því að ganga yfir að Vikravatni og þaðan að Hreðavatni og Bifröst. Við verðum létt á okkur enda aðeins með dagpokann á bakinu og hægt er að velja um að gista í skála eða tjalda og farangur verður fluttur á milli næturstaða. Allar nánari upplýsingar hér að neðan.


DAGSKRÁ

20. júní – föstudagur
Við hittumst í Borgarnesi að morgni og losum trúss í kerru. Keyrum svo að Bifröst við Hreðavatn, skiljum bílana eftir og setjumst í rútu með dagpokana okkar og keyrum yfir að Hallkelsstaðahlíð við Hlíðarvatn. Við göngum af stað og vöðum Fossá, Djúpadalsá og Rögnaá og göngum áfram upp í Hellisdal. Ef veður er gott þá tökum við aukagöngu upp á Rögnamúla (ca 100 m hækkun) og skoðum útsýnið þaðan. Þaðan göngum við yfir í Klifsdal og í Hvítingshjöllum meðfram Klifsgili niður að Hítará og að skálanum. Þar bíður trússið eftir okkur og við gistum í skálanum.
Vegalengd göngu ca 12 km og hækkun ca 500 m.

21. júní – laugardagur
Við tökum daginn snemma, hafragrautur verður í boði og kaffi og eftir frágang göngum við inn með Hólminum og þaðan um Þórarinsdal og upp í Gvendarskarð. Þá niður Hafradalinn og í Langavatnsdal. Vöðum svo Langavatnsdalsána og göngum meðfram vatninu að skálanum Torfhvalastöðum þar sem við gistum.
Vegalengd göngu ca 21 km og hækkun ca 600 m.

22. júní – sunnudagur
Við tökum daginn snemma, hafragrautur verður í boði og kaffi og eftir frágang förum við eftir veginum yfir Beilá og svo upp á Beilárheiði. Staldrað er við hjá hinu fallega Vikravatni og svo gengið meðfram Vikrafelli og raunar hægt að fara upp ef vilji er til. Nú opnast útsýni yfir Norðurárdalinn og Borgarfjörðinn og við lækkum okkur niður að Kiðá og þaðan eftir veginum að Hreðavatni og Bifröst. Gaman væri að borða saman í lok göngu. Trússið bíður okkar svo í Borgarnesi.
Vegalengd göngu ca 15,5 km og hækkun ca 500 m.

 

Skálagisting er fyrir 20 manns og gert er ráð fyrir að 10 manns geti bæst við sem verði í tjöldum. Því geta 30 manns að hámarki tekið þátt í ferðinni. Lágmarksfjöldi er 15 manns.

UMSJÓN
Einar Skúlason annast leiðsögn í þessari ferð. Hann stofnaði Vesen og vergang árið 2011 og Wapp – Walking app árið 2015.

LÍKAMLEGT FORM
Þessi gönguleið flokkast sem meðalþung og er því fyrir flesta í sæmilegu formi og börn í efri bekkjum grunnskóla. Góður undirbúningur er að fara upp að Steini eða sambærilegt tvisvar í viku síðustu þrjár vikur fyrir brottför. Hægt er að miða við að komast upp að Steini á rúmum klukkutíma í sumarfæri án þess að verða úrvinda. Muna að hvíla síðustu tvo dagana fyrir ferð. Útbúnaðarlisti verður settur inn á viðburðinn/Fb hópinn með fyrirvara og við verðum með rafrænan undirbúningsfund í apríl/maí.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð með skálagistingu kr. 54.000 m/vsk

Verð miðað við tjaldgistingu kr. 42.000 m/vsk

Innifalið: gisting á dýnu í skála eða tjaldað í grennd við skála, rúta frá Hreðavatni að Hlíðarvatni, trúss, hafragrautur og kaffi á morgnana, fararstjórn. Þess má geta að skálabúar þurfa að hjálpast að við frágang og fleira í tengslum við skálagistingu.
Ekki innifalið: nesti eða kvöldmatur og athugið að fólk þarf að koma sér sjálft upp í Borgarfjörð (við getum sameinast í bíla í lokaða Fb hópnum).

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í Sportabler. Ef þið lendið í vandræðum í innskráningu þá eru leiðbeiningar hér.

Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur þá er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 10.000 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „Vatngist“ eða „Vatntjald“ (eftir því hvort þið viljið vera í skála eða tjaldi). Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför.

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 10.000 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).
Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (10. maí). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Þetta er fjögurra daga ferðalag þar sem við förum um stórkostlegt landslag við ystu strandir, jarðtengjum okkur, skoðum og hlustum á náttúruna og fáum ferskt sjávarloft í vitin allan daginn. Við fylgjumst með rebba og ótrúlegu fuglalífi, sjáum öldurnar skella á klettaströndum og setjum okkur í spor þeirra sem bjuggu á þessum slóðum með því að rifja upp sögur af þeim um leið og við göngum. Við göngum dagleið fyrsta daginn í Hornbjargsvita og höldum á nesti til fjögurra daga, svefnpoka og þess háttar en kvöldmatur og morgunmatur er sameiginlegur og bíður okkar í vitanum. Haldinn verður undirbúningsfundur í apríl/maí þar sem farið verður vel yfir dagskrá, undirbúning, búnað og fleira.

DAGSKRÁ

Mánudagur 7. júlí             Bolungarvík – Lónafjörður – Hornbjargsviti

Siglt að morgni frá Bolungarvík í Miðkjós í Lónafirði. Þaðan sem gengin verður yfir Snókaheiði að Hornbjargsvita í Látravík. Munum halda á svefnpoka, fatnaði og nesti til fjögurra daga fyrsta daginn og hafa bækistöð í vitanum í þrjár nætur en léttum pokann fyrir dagsgöngur tveggja daga. Athugið að í boði verður sameiginlegur kvöldmatur og morgunmatur sem verður í skálanum. Þátttakendur í ferðinni skipta með sér verkum í eldamennsku og frágangi.

Vegalengd þennan fyrsta dag er ca 13 km og ca 700m hækkun.

 

Þriðjudagur 8. júlí             Hornbjargsviti – Hornbjarg – Hornvík

Gengið á Hornbjarg og ef vel viðrar er stefnt að því að ganga með endilangri bjargbrúninni. Ef aðstæður eru góðar er boðið upp á aukagöngu á Kálfatind en þaðan er stórfenglegt útsýni í björtu veðri. Það er einnig magnað útsýni af Miðfelli sem er hluti af hringnum okkar. Eftir Hornbjarg er er gengið framhjá Hornbæjunum og til baka í Hornbjargsvita um Almenningaskarð. Þessi dagleið er um 20 km löng og heildar hækkun ríflega 1000m.

Við víxlum degi 2 og 3 ef það er hagstætt út frá veðurspá.

 

Miðvikudagur 9. júlí        Hornbjargsviti og nágrenni

Hér er margt að sjá og við eigum eftir að útfæra hvert verður farið miðað við veður. Í nágrenni vitans eru t.d. magnaðar bergmyndanir, eins og Blakkibás, Trogið og Fjalirnar, sem eru 60m háir berggangar sem rísa tígulega upp úr fjörunni. Mögulega tökum við góða göngu yfir í Hornvík og skoðum hana vel og hinn möguleikinn er að ganga um Axarfjall yfir í Hrolleifsvík og út á Bjarnarnes og um leið má ganga að fossinum Drífanda, sem fellur í sjó fram af 50m hárri bjargbrún. Það er því ekki ljóst með vegalengd og hækkun þennan dag.

 

Fimmtudagur 10. júlí       Hornbjargsviti – Veiðileysufjörður

Við göngum frá Hornbjargsvita um Kýrskarð og niður í Hornvík og vöðum Hafnarósinn, sem er sendinn og þægilegur undir fót. Þaðan förum við upp í Hafnarskarð og áfram niður í botn Veiðileysufjarðar þar sem báturinn sækir okkur og skilar til baka á hafnarbakkann í Bolungarvík. Vegalengd þennan dag er 16 km og um 700m hækkun.


LÍKAMLEGT FORM

Hver og einn þarf að koma með svefnpoka og nesti fyrir alla dagana og fyrstu dagleiðina þarf að bera þetta á bakinu í skálann. Trúss er ekki í boði. Þetta er því nokkuð krefjandi ferð og mikilvægt að þátttakendur æfi vel vikurnar á undan. Varðandi æfingar er gott að taka tvær ferðir á viku upp að Steini síðustu sex vikur fyrir göngu eða sambærilegt. Notið bakpokann sem þið farið með á Hornstrandir og hafið a.m.k. 5 kg pokanum (flöskur með vatni til að þyngja pokann og þá er hægtað hella vatninu ef eitthvað kemur upp á).

Umsjón

Einar Skúlason annast leiðsögn í þessari ferð. Hann stofnaði Vesen og vergang árið 2011 og Wapp – Walking app árið 2015 og hefur leitt fjölmargar Hornstrandagöngur og gönguferðir um allt land.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð 116.000 m/vsk

Innifalið: sigling, gisting í skála, kvöldmatur þrjú kvöld og hafragrautur og kaffi á morgnana og fararstjórn/leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í bókunarkerfinu. Ef þið lendið í vandræðum í skráningarferlinu þá eru leiðbeiningar hér.

Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 18.000 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „hornbjarg“. Muna að fullgreiða í síðasta lagi sex vikum fyrir brottför (26. maí).

Þegar búið er að bóka ferð þá er hægt að sækja um aðgang að lokuðum hóp á Facebook. Þar verða ýmsar praktískar upplýsingar fyrir ferð og fleira.

Í fyrri ferðum hefur verið hægt að lækka verð fyrir aðildarfélaga Ferðafélags Íslands. Það er því miður ekki lengur leyft og því eru allir á sama verði.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 18.000 og er innifalið í heildarverði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með (ferðin þarf að hafa verið greidd að fullu áður).

Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför (26. maí). Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.

Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 3 dögum fyrir brottför og fram að ferð: Engin endurgreiðsla.

Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef þarf að fella niður ferð er full endurgreiðsla.

Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir