Við förum í ferðir allt árið, en flestar opnar ferðir eru á vorin, sumrin og haustin. Ferðir ársins 2026 birtast hér að neðan og verður byrjað að kynna þær í lok desember 2025.
DAGSFERÐIR:Í sumar ætlum við á Snæfellsjökul um sumarsólstöður, um Kattartjarnaleið og mögulega fleiri dagleiðir í Borgarfirði og að Grænahrygg í ágúst og byrjun september.
LENGRI FERÐIR: Við förum tvisvar á Hornstrandir og tvær um Lónsöræfi og eina um Dalastíg frá Rauðufossum í Þórsmörk. Einnig helgarferðir í Þórsmörk, í Þakgil og á norðanvert Snæfellsnes. Verið er að skoða fleiri ferðir innanlands.
FERÐIR ERLENDIS: Við förum á skíði í alpana í febrúar, til Grænlands í júní og til Sarajevo í september. Allar ferðirnar erlendis eru í góðri samvinnu við Mundo. Upplýsingar um utanlandsferðirnar eru á mundo.is