Nú er hægt að versla Vesenisgjafabréf og gefa vesenisgjöf.
Gjafabréf hjá Veseni og vergangi er hægt að nýta upp í alla hreyfihópa eða ferðir.
Hreyfihópar
Hreyfihópar eru á haust og vormisseri og einnig eru sumarstubbar í maí og júní auk þjóðleiðahópsins sem er allt árið.
Ferðir
Fjölbreyttar ferðir eru í boði á vorin og sumrin bæði dagsferðir og lengri. Dæmi um dagsferðir eru á Grænahrygg, Kattartjarnaleið, Snæfellsjökul og fleiri staði.
Nokkurra daga ferðir verða nokkrar sumarið 2026. Tvær ferðir á Hornstrandir, tvær í Lónsöræfi, helgarferð í Þórsmörk, helgarferð á norðanvert Snæfellsnes, fjögurra daga ferð um Dalastíginn og endað í Þórsmörk og helgarferð í Þakgil.
Ferðir ársins fara að sjást í lok desember og í janúar vegna ársins framundan.
