Millibrölt II sumar 2023

Vesen og millibrölt sumar 2023 er röð gönguferða sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þá sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Það hefst í seinni hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sex vikur. Við hittumst sex sunnudaga og fjórum sinnum á miðvikudegi.

 

Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Þar er einnig miðlað ýmis konar fræðslu, ábendingum um göngur eða tilboð á göngubúnaði og þátttakendur geta líka sjálfir skipulagt aukagöngur á síðunni eða annars konar viðburði.
Lokaði hópurinn verður sameiginlegur með millibrölti I og það verður því einhver sveigjanleiki á að taka göngu hjá hinum hópnum en engu að síður gert ráð fyrir því að taka að jafnaði þær göngur sem tilheyra hópnum þínum. Hámarksfjöldi í hverri göngu er 50 manns.

DAGSKRÁ

  1. Sun 21.maí Snókur við Skarðsheiði 6 km/550m
  2. Miðv 24.maí Stóra-Skógfell og Sýlingafell 8 km/300m
  3. Sun 28.maí Vikrafell í Borgarfirði 9 km/500m
  4. Sun 4. júní Ingólfsfjall 9 km/500m
  5. Miðv 7. júní Vífilsfell 6.6 km/430m
  6. Sun 11. júní Akrafjallshringur 14 km/750m
  7. Sun 18. júní Búrfell í Þingvallasveit 14 km/800m
  8. Miðv 21. júní Eldborg og Geitahlíð 5 km/350m
  9. Sun 25. júní Yfir Hengilinn 15 km/800m
  10. Miðv 28. júní Kerhólakambur í Esju 9 km/850m

 

UMSJÓN
Birna María, Elísabet Snædís, Guðný Ragnars og Jóhanna Fríða leiðbeina ásamt Einari Skúlasýni. Þau hafa öll leitt brölthópa í fjölbreyttar göngur.

 

VERÐ OG BÓKANIR

1. Var ekki á námskeiði vorið 2023 38.000 kr.
2. Elli- eða örorkulífeyrisþegi 31.000 kr.
3. Var á Vesenisnámskeiði vorið 2023 31.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar2“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/6361634433899456

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2023 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur). Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113