Sumarbröltið er röð þægilegra láglendisgönguferða í maí og júní sem eru eins konar framhald af sama vorprógrammi í Vesen og brölt. Það miðast meðal annars við að koma fólki í form fyrir sumargöngur en einnig til að njóta á björtum dögum og kvöldum. Gengið er einu til tvisvar í viku á höfuðborgarsvæðinu og skynsamri akstursfjarlægð og er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað. Hist er kl. 18 í kvöldgöngum en yfirleitt um níuleytið í dagsgöngum.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara og birtast allar upplýsingar um gönguna, um veðurspá og útbúnað, útskýrt hvernig á að komast á staðinn og settur staður á höfuðborgarsvæðinu til að hittast og sameinast í bíla.
DAGSKRÁ
Mán 12.5.2025 Kvöld: Smalaholt 6 km/200 m
Mán 19.5.2025 Kvöld: Úlfarsfell eftir veginum 5 km/200 m
Sun 25.5.2025 Dagsganga: Knarrarósviti – Eyrarbakki 12 km/50 m
Mán 26.5.2025 Kvöld: Urriðakotsvatn og Stekkjahraun 6 km/100 m
Mán 2.6.2025 Kvöld: Skógrækt við Krýsuvíkurveg 7 km/100 m
Lau 9.6.2025 Dagsganga: Klukkustígur á Þingvöllum 12 km/100 m
Mán 16.6.2025 Kvöld: Umhverfis Mosfell 6 km/200 m
Lau 21.6.2025 Dagsganga: Háifoss að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal 10 km/250 m
Mán 23.6.2025 Kvöld: Guðnahellir á Mosfellsheiði 7 km/100 m
Lau 28.6.2025 Dags: Marardalur 10 km/400 m
Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.
UMSJÓN
Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir stýra prógramminu og leiða göngurnar.
VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tíu göngur, sex kvöldgöngur og fjórar dagsgöngur. Hægt er að taka allt prógrammið (og þá er afsláttur fyrir þau sem voru í vorprógrammi eða eru á lífeyri) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur (verð kr. 5000 í staka kvöldgöngu og 7000 í staka dagsgöngu).
1. Allur pakkinn 33.000 kr.
2. Allur pakkinn með afslætti 28.050 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 20.500 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 18.500 kr.
5. Bland í poka (tvær dagsgöngur og þrjár kvöldgöngur að eigin vali) 21.500 kr.
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumarbrolt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.
Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/336690449402109
Afsláttarkjör
Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir aðeins ef keyptur er allur pakkinn.
SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjá
lft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.