Tag: alla leið

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Í vor verður boðið upp á Langbröltið, sem eru krefjandi og langar göngur, en þó án þess að fara í allra mesta brattann (nema stutta kafla). Þannig er farið meira á lengdina þó að búast megi við góðri hækkun í bland við ágætis vegalengdir. Nú ætlum við í sex helgargöngur fram á vor þar sem fjórar eru frá einum stað yfir á annan! Svo eru tólf fjölbreyttar kvöldgöngur um skemmtilega staði í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Þetta eru því fjölmargar göngur og þátttakendur komast í frábært form!

 

ALMENNT

Gert er ráð fyrir að þátttakendur treysti sér í  krefjandi aðstæður út frá veðri og færð, og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnaði til samræmis. Keðjubroddar (Esjubroddar) eiga að duga í allar göngur en ekki er útilokað að það þurfi jöklabúnað (brodda og öxi) þó að ekki sé stefnt á það. Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla.  Yfirleitt er ein ísaxarbremsuæfing í  jan/feb til að gefa þátttakendum tækifæri á að kynnast tækninni og æfa sig. Sjá tengil á lokaða hópinn neðar í textanum.

DAGSKRÁ

Gengið er á fimmtudagskvöldum kl. 18 og farið í dagsgöngur um helgar, yfirleitt ekki seinna en kl. 8 af stað úr bænum. Stefnt er á dagsgöngur á þeim dögum sem merktir eru í dagskránni, en aðrir dagar eru til vara (athugið að dagsgöngur lenda líka á fimmtudags-frídögum og föstudaginn langa). Hver ganga er tilkynnt í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og verða leiðir valdar með hliðsjón af veðurspá og færð (þannig hámörkum við möguleika á góðu veðri og aðstæðum í hverri göngu).

Fyrstu vikur ársins verður boðið upp á Esjuæfingar á þriðjudögum til að auka þol og koma sér í gott gönguform.

 

HELGARGÖNGUR

Stefnt er á eftirfarandi helgargöngur svo framarlega sem það passar við veður og færð. Að öðrum kosti verða aðrar sambærilegar leiðir fyrir valinu.

  • Upphitunarganga langbrölts og meira brölts 5. jan – opin öllum
  • Yfir Skálafell og Skálafellsháls í Kjós (A-B) 11 km/600 m
  • Stardalur, Svínaskarð, Trana, Trönumúli í Kjós (A-B) 12 km/750 m
  • Búrfell, Kjölur, Dagmálafjall í Kjós (A-B) 18 km/850 m
  • Teigsfjall, Sáta og Hraunsnefsöxl í Borgarfirði (A-B) 19 km/500 m
  • Helgrindur úr Staðarsveit 13,5 km/1000 m

 

Athugið að vegalengd og hækkun segja ekki alla söguna, önnur skilyrði koma einnig til. Athugið að í göngum frá A-B getur uppsöfnuð hækkun breyst ef göngu er snúið við vegna vindáttar eða annars.

 

KVÖLDGÖNGUR

Göngurnar eru valdar með það í huga að þær taki um það bil tvo til þrjá tíma – yfirleitt nær tveimur tímum. Reynt er að fara ekki sömu leiðina tvisvar á misseri. Dæmi um svæði sem eru til skoðunar:

  • Nokkrar leiðir á Esju og nágrenni (allt frá Skálafelli og út á Lág-Esju, sunnan og norðan megin)
  • Lengri leiðir á fellin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
  • Bláfjallahryggur og nágrenni
  • Hengill og nágrenni
  • Reykjanesskagi

 

Dagsetningarnar

Þri          02-Jan-25            Þriðjudags Esja 

0             Sun         05-Jan-25            Upphitun langbrölt          Opin kynningarganga

               Þri          07-Jan-25            Þriðjudags Esja 

               Þri          14-Jan-25            Þriðjudags Esja  (vikulega fram í mars)

1             Lau         18-Jan-25            Langbrölt helgarganga   

2             Fim         23-Jan-25            Langbrölt            

3             Fim         06-Feb-25            Langbrölt            

4             Fim         13-Feb-25            Langbrölt            

5             Fim         20-Feb-25            Langbrölt            

6             Lau         01-Mar-25           Langbrölt helgarganga   

7             Fim         06-Mar-25           Langbrölt            

8             Fim         13-Mar-25           Langbrölt            

9             Fim         20-Mar-25           Langbrölt            

10           Fim         27-Mar-25           Langbrölt            

11           Lau         29-Mar-25           Langbrölt helgarganga   

12           Fim         03-Apr-25            Langbrölt            

13           Fim         10-Apr-25            Langbrölt            

14           Fös         18-Apr-25            Langbrölt helgarganga    (föstudagurinn langi)

15           Fim         24-Apr-25            Langbrölt            (sumardagurinn fyrsti)

16           Fim         01-May-25          Langbrölt helgarganga   

17           Fim         08-May-25          Langbrölt           

Esjuæfingar á þriðjudögum fyrstu vikur ársins fram í mars (kl. 18 við Esjustofu) – þjálfari mætir til að byrja með.

Horft yfir Skorradalsvatn,

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn í allt prógrammið er kr. 66.000.

Verð fyrir manninn í einungis kvöldgöngurnar er kr. 42.000

Verð fyrir manninn í einungis dagsgöngurnar er kr. 35.000

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

 

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „lang“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

 

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2286448501702684

 

Afsláttarkjör fyrir þau sem kaupa allt prógrammið: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.

Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs og færðar en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Á Vífilsfelli

Ef þú ert að leita að áskorun þá er meira bröltið fyrir þig. Prógrammið miðast við að undirbúa fólk fyrir göngur á hærri og erfiðari fjöll og fyrir algengustu skipulögðu jöklagöngurnar. Göngurnar miða því við að auka styrk og úthald.
Búast má við því að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð og gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í nokkuð góðu líkamlegu formi og tilbúnir til að verja tíma til að komast í enn betra gönguform. Hver og einn þarf að hafa aðgang að búnaði til samræmis við erfiðleikastig ferðanna. Það á við t.d. um gönguöxi (ísöxi) og fjallabrodda (jöklabrodda). Við eigum nokkur sett sem við getum leigt þátttakendum.

Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður. Þá verður æfð notkun á gönguöxi og fjallabroddum. Varðandi göngur er gert ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla.
Í hverjum mánuði er ein dagsganga og tvær fimmtudagsgöngur eða alls tólf göngur. Hópurinn er rekinn í samstarfi við langbröltið og hægt að komast í fimmtudagsgöngur með langbröltinu að auki ef sá kostur er valinn í áskrift, þá eru göngurnar alls nítján. Sjá dagskrána hér að neðan með langbröltsgöngurnar í sviga.

DAGSKRÁ

Athugið að helgargöngur eru settar á laugardag og þá er sunnudagur til vara. Langbröltsgöngurnar eru settar í sviga.

1.  (29. ágúst fimmtudagur Langbrölt)
2.  5. september fimmtudagur Meira brölt
3.  (12. september fimmtudagur Langbrölt)
4.  19. september fimmtudagur Meira brölt
5.  21. september laugardagur Stóra Jarlhetta og fleira í nágrenninnu
6.  (26. september fimmtudagur Langbrölt)
7.  3. október fimmtudagur Meira brölt
8.  5. október laugardagur Hlöðufell eða Högnhöfði
9.  (10. október fimmtudagur Langbrölt)
10.  17. október fimmtudagur Meira brölt
11.  (14. október fimmtudagur Langbrölt)
12.  31. október fimmtudagur Meira brölt
13.  2. nóvember laugardagur Hrútaborg á Mýrum
14.  7. nóvember fimmtudagur Meira brölt
15.  (14. nóvember fimmtudagur Langbrölt)
16.  21. nóvember fimmtudagur Meira brölt
17.  (28. nóvember fimmtudagur Langbrölt)
18.  30. nóvember laugardagur Skarðsheiðarhringur
19.  5. desember fimmtudagur Meira brölt

KVÖLDGÖNGUR
Fimmtudagsgöngurnar eru fjölbreyttar og takmarkast af veðri og færð. Við nýtum okkur Esjuna, Akrafjallið, fellin á höfuðborgarsvæðinu, Bláfjallahrygg og nágrenni og aðra fjallshryggi á Reykjanesskaga. Það getur verið að við þurfum að fara sömu leiðir tvisvar enda eru þessar kvöldgöngur í og með æfingagöngur fyrir helgargöngurnar og takmörk fyrir því hvað hægt er að finna margar leiðir með meira en 4-500 m hækkun. Að auki er mælst til þess að þátttakendur hittist síðdegis á þriðjudögum og fari upp að Steini. Ekki er gert ráð fyrir að fararstjórar mæti sérstaklega í þær göngur.

DAGSGÖNGURNAR
Dagskrá getur raskast út frá veðri og færð og röð gangnanna. Gera má ráð fyrir göngum með allt að 1200 m uppsafnaðri hækkun og vegalengd um 15 km. Þetta er samt alltaf metið út frá veðri, færð og aðstæðum að öðru leyti. Stefnt er á eftirtaldar dagsgöngur og yfirleitt er tekið eitthvað meira með í nágrenninu:
21. sept – Stóra Jarlhetta og fleira í nágrenninnu.
5.okt – Hlöðufell eða Högnhöfði
2.nóv. – Hrútaborg á Mýrum
30.nóv – Skarðsheiðarhringur

UMSJÓN

Jón Trausti Bjarnason og Bjarki Valur Bjarnason hafa umsjón með göngunum og stundum koma aðrir fararstjórar Vesens og vergangs við sögu eins og Einar Skúlason og fleiri. Þeir Jón Trausti og Bjarki hafa langa reynslu af fararstjórn í fjölbreyttum ferðum um landið.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Allur pakkinn: fimmtudagsgöngur og helgargöngur kr. 53.000
Allur pakkinn og fimmtudagar að auki með langbrölti kr. 69.000
Aðeins helgargöngurnar kr. 29.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „meira“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 15 en hámarksfjöldi 35 (athugið ef ekki næst í lágmarksfjölda, þá verða þessar átta fimmtudagsgöngur reknar með langbrölti en helgargöngur halda sér).

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum (sem er rekinn með langbröltinu):

Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vor/sumar 2023 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu veðurs eða annarra aðstæðna en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Viltu koma með í láglendisgöngur og um aflíðandi brekkur þar sem er stoppað oft til að spekúlera í umhverfinu, sögunni og almennt í náttúrunni?

Vesen og brölt vor er sería af göngum frá ágúst og fram í lok nóvember sem miðast meðal annars við að hjálpa fólki að komast í betra form, en um leið að njóta fallegrar náttúru í lok sumars, inn í haustlitina og fyrstu vikur vetrar.

Á dagskrá eru sautján fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu sem skiptast í þrettán mánudagsgöngur og fjórar dagsgöngur. Kvöldgöngurnar eru skipulagðar þannig að meirihluti þeirra er framan af til þess að nýta birtuna betur á meðan hennar nýtur við. Auk hreyfingarinnar þá er miðlað fjölbreyttum fróðleik um náttúru, sögu, örnefni og útbúnað. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en fá boð um tíma og stað fyrir hverja göngu til að sameinast í bíla til að minnka mengun og auka samskipti.

Hist er síðdegis og gengið af stað um kl. 18 á mánudögum og á milli kl. 9 og 10 á sunnudagsmorgnum. Ef veður er slæmt á sunnudegi þá er laugardagur til vara.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sækið um aðgang að lokaða hópnum á Facebook á þessum tengli þegar búið er að ganga frá skráningu: https://www.facebook.com/groups/114294955076179

Athugið að þrír möguleikar eru í boði; hægt er að taka allan pakkann, einungis helgargöngur eða aðeins virka daga.


DAGSKRÁ

Ágúst
Mánudagsgöngur: 19. ágúst og 26. ágúst.

September
Mánudagsgöngur: 2. sept; 9. sept; 16. sept; 23. sept; 30. sept.
Dagsgöngur: sunnud 8. sept og sunnud 22. sept.

Október
Mánudagsgöngur: 7. okt; 14. okt; 21. okt; 28. okt.
Dagsganga sunnud 20. okt.

Nóvember
Mánudagsgöngur: 11. nóv; 25. nóv.
Dagsganga: sunnud 17. nóv.

Búið er að taka saman nokkrar göngur sem koma til greina og verður metið út frá veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ef ástæða er til verða enn aðrar göngur teknar á dagskrá og falla þá einhverjar út á móti. Hver ganga er kynnt í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þá er útskýrt nákvæmlega hvar á að mæta og fjallað um gönguleiðina, aðstæður og veðurspána:

Mánudagsgöngur: Þær geta verið á bilinu 4-8 km og fer vegalengd og hækkun eftir aðstæðum, algengasta vegalengdin er um 5 km. Við göngum víða eða til dæmis í upplandi Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar og í nágrenni. Einnig geta verið göngur meðfram sjávarsíðunni og við græn svæði í byggð á höfuðborgarsvæðinu. Við metum aðstæður út frá veðri og færð og tilkynnum hverja göngu í lokaða Facebook hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara.

Stefnt er á eftirfarandi dagsgöngur um helgar:
• Haustlitaferð í Þjórsárdal, heimsækjum Stöng, Gjána og Sandártungu og göngum samtals á bilinu 5-8 km
• Vatnaskógur og nágrenni Eyrarvatns í Hvalfirði 5-7 km
• Ásavegur í Flóahreppi 6,5 km/50 m
• Melabakkar í Melasveit, þræðum þessa fallegu sandfjöru 6-7 km

UMSJÓN
Leiðbeinendur eru Einar Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Rakel G. Magnúsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Þau hafa öll komið mikið að göngum í brölthópunum í leiðsögn.


VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn í allan pakkann er kr. 57.500.

Verð fyrir manninn í einungis helgargöngurnar er kr. 24.000

Verð einungis í mánudagsgöngurnar er kr. 45.000.

Bókanir fara fram á Sportabler (þið smellið á tengilinn hér að neðan, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „brölt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/114294955076179

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2023 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

ATHUGIÐ: ferðin er felld niður vegna ónógrar þátttöku (03/08/24).

Frá stofnun Vesens og vergangs höfum við farið árlega ferð um Kattartjarnaleiðina og þetta er því líklega í fjórtánda skiptið sem Vesenisferð er auglýst um þessa fallegu leið og gaman að segja frá því að hún var í fyrsta sinn kölluð Kattartjarnaleið á vettvangi Vesens og vergangs.

Þessi ganga verður á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst. Við byrjum að ganga um ellefuleytið og komum aftur í bæinn um kvöldmatarleytið. Ákveðið verður út frá veðri hvora áttina við göngum, enda skiptir það litlu þar sem rútan skutlar og sækir hópinn. Eftirfarandi lýsing gerir ráð fyrir að við göngum af stað Þingvallamegin (Grafningsmegin).

Gengið er upp með Ölfusvatnsánni og hún vaðin (þægilegt er að vera vaðskó meðferðis, t.d. gamla strigaskó eða crocs). Ölfusvatnsárgljúfrin innihalda fjölbreyttar bergmyndanir, útskot og klettastalla sem gaman er að virða fyrir sér á leiðinni. Svo förum við um fallegt Tindgilið austan megin við Hrómundartind, tökum á okkur krók til að sjá Kattartjarnir og förum svo meðfram Álftatjörn og neðan við Dalaskarðshnúk með útsýni yfir Reykjadal og um Dalaskarð upp á Dalafell til að athuga enn betur með útsýnið. Þaðan yfir Dalafellið og niður Grændalsmegin og göngum undir Eggjum og um falleg hverasvæði þangað til við komum að Grændalsánni rétt ofan við Þrengsli og þaðan niður á Reykjadalsbílastæðið.

Að sjálfsögðu verður sagt frá ýmsu athyglisverðu á leiðinni og af nógu að taka.

Vegalengd göngu er ca 16 km og uppsöfnuð hækkun á leiðinni er 4-500 m. Göngutími með stoppum er ca 6 tímar.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í æfingu til að takast á við svona göngu. Gott er að miða við að geta farið upp að Steini í sumarfæri á ca klukkutíma.

BROTTFARARSTAÐUR

Brottför frá Hádegismóum kl. 10 (fólk leggur bílum á bak við prentsmiðju Morgunblaðsins).

Rútan skutlar okkur að upphafsstað og sækir okkur á áfangastað. Hægt er að geyma aukadót eins og t.d. skó, sokka eða önnur föt eða aukanesti í rútunni á meðan við göngum og því hægt að komast í það aftur þegar við komum að rútunni í lokin. Við getum gert ráð fyrir að koma síðla kvölds í bæinn eftir göngu.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í ferðina er kr. 11.500 m/vsk

Innifalið er rútuferðin fram og til baka frá Reykjavík og leiðsögn.

Bókanir fara fram á Sportabler  (þið skráið ykkur inn, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í Sportabler hjá Vesenisferðum.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „Kattar“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi 20 manns og hámarksfjöldi 35 manns.

Gengið með fífu á Kattartjarnaleið

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 3.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.

Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.

Hist er einu sinni í viku á miðvikudögum frá því í ágúst og öðru hvoru er sunnudagsganga og síðasta ganga er í byrjun aðventu. Flestar kvöldgöngur eru framan af til að nýta birtuna en dregur úr þeim þegar á líður. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á miðvikudögum og kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).

Alls verða 17 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn.  Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ

Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

MIÐVIKUDAGSGÖNGUR:   Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Eyrarfjall, Blákollur, Grímannsfell, Meðalfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Þverárkotsháls, Geitahlíð og Eldborg, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Sveifluháls, Helgafell, Mosfell, Búrfellsgjá, Arnarfell og Bæjarfell, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

SUNNUDAGSGÖNGUR: Við stefnum á eftirtaldar leiðir: Gamla leiðin um Bröttubrekku í Dölum 9 km/350 m. Hún er norðan megin við samnefndan þjóðveg enda var bílvegurinn lagður örlítið sunnar en gamla leiðin. Við stefnum einnig á að fara á hið þjóðfræga fjall Skjaldbreiður 8,5 km/500m sem er norður af Þingvöllum. Þá er á stefnuskránni að ganga eftir Reynivallarhálsi endilöngum 8,5-9 km/400 m eða að Reynivallarkirkju. Svo ætlum við einnig á toppinn Álút ofan við Hveragerði 9 km/450 m.

 

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar:

Ágúst

  1. ágúst (miðvikud), 25. ágúst (sunnud), 28. ágúst (miðvikud)

September

  1. sept (miðvikud), 11. sept (miðvikud) 18. sept (miðvikud), 25. sept (miðvikud) og 29. sept (sunnud)

Október

  1. okt (miðvikud), 9. okt (miðvikud), 16. okt (miðvikud) 23. okt (miðvikud) og 27. okt (sunnud)

Nóvember

  1. nóv (miðvikud), 10. nóv (sunnud), 20. nóv (miðvikud)

Desember

  1. des (sunnud)

 

TEYMIÐ

Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Elísabetu Snædísi, Rakel, Kristínu Silju og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 63.000.

Einungis kvöldgöngur verð kr. 44.000.

Einungis helgargöngur verð kr. 29.000.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna miðvikud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

 

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook (hópur er sameiginlegur með þriðjudagshópi).

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2024 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

 

 

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.

Hist er einu sinni í viku á þriðjudögum frá því í ágúst og öðru hvoru er laugardagsganga og síðasta ganga er í byrjun aðventu. Flestar kvöldgöngur eru framan af til að nýta birtuna en dregur úr þeim þegar á líður. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á þriðjudögum og kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).

Alls verða 17 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn.  Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ

Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

ÞRIÐJUDAGSGÖNGUR:   Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Eyrarfjall, Blákollur, Grímannsfell, Meðalfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Þverárkotsháls, Geitahlíð og Eldborg, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Sveifluháls, Helgafell, Mosfell, Búrfellsgjá, Arnarfell og Bæjarfell, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

LAUGARDAGSGÖNGUR: Við stefnum á eftirtaldar leiðir: Gamla leiðin um Bröttubrekku í Dölum 9 km/350 m. Hún er norðan megin við samnefndan þjóðveg enda var bílvegurinn lagður örlítið sunnar en gamla leiðin. Við stefnum einnig á að fara á hið þjóðfræga fjall Skjaldbreiður 8,5 km/500m sem er norður af Þingvöllum. Þá er á stefnuskránni að ganga eftir Reynivallarhálsi endilöngum 8,5-9 km/400 m eða að Reynivallarkirkju. Svo ætlum við einnig á toppinn Álút ofan við Hveragerði 9 km/450 m.

 

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar

Ágúst

  1. ágúst (þriðjud), 24. ágúst (laugard), 27. ágúst (þriðjud)

September

  1. sept (þriðjud), 10. sept (þriðjud), 17. sept (þriðjud) og 24. sept (þriðjud).

Október

  1. okt (þriðjud), 5. okt (laugard), 8. okt (þriðjud), 15. okt (þriðjud), 22. okt (þriðjud) og 29. okt (þriðjud)

Nóvember

  1. nóv (laugard), 12. nóv (þriðjud), 16. nóv (laugard), 30. nóv (laugard)

 

TEYMIÐ

Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Elísabetu Snædísi, Rakel, Kristínu Silju og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 63.000.

Einungis kvöldgöngur verð kr. 44.000.

Einungis helgargöngur verð kr. 29.000.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna þriðjud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

 

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook (hópur er sameiginlegur með miðvikudagshópi)

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2024 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

 

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir