Tag: Mongolia

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Í vor verður boðið upp á Langbröltið, sem eru krefjandi og langar göngur, en þó án þess að fara í allra mesta brattann (nema stutta kafla). Þannig er farið meira á lengdina þó að búast megi við góðri hækkun í bland við ágætis vegalengdir. Nú ætlum við í sex helgargöngur fram á vor (þar af er ein opin kynningarganga). Svo eru tólf fjölbreyttar kvöldgöngur um skemmtilega staði í grennd við höfuðborgarsvæðið. Þetta eru því fjölmargar göngur og þátttakendur komast í frábært form.

 

ALMENNT
Gert er ráð fyrir að þátttakendur treysti sér í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð, og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnaði til samræmis. Keðjubroddar (Esjubroddar) eiga að duga í allar göngur en ekki er útilokað að það þurfi jöklabúnað (brodda og öxi) þó að ekki sé stefnt á það. Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla. Yfirleitt er ein ísaxarbremsuæfing í jan/feb til að gefa þátttakendum tækifæri á að kynnast tækninni og æfa sig enda gagnlegt að kunna slíkt. Sjá tengil á lokaða hópinn neðar í textanum.
Leiðsögn annast Einar Skúlason og Kristín Silja Guðlaugsdóttir auk annarra fararstjóra Vesens og vergangs.

DAGSKRÁ

Gengið er á fimmtudagskvöldum kl. 18 og farið í dagsgöngur um helgar, yfirleitt ekki seinna en kl. 8 af stað úr bænum. Stefnt er á dagsgöngur á þeim dögum sem merktir eru í dagskránni, en aðrir dagar eru til vara (athugið að dagsgöngur lenda líka á fimmtudags-frídegi og föstudeginum langa). Hver ganga er tilkynnt í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og verða leiðir valdar með hliðsjón af veðurspá og færð (þannig hámörkum við möguleika á góðu veðri og aðstæðum í hverri göngu).
Fyrstu vikur ársins er hvatt til Esjuæfingar á þriðjudögum til að auka þol og koma sér í gott gönguform – þjálfari mætir ekki alltaf.

 

HELGARGÖNGUR
Stefnt er á eftirfarandi helgargöngur svo framarlega sem það passar við veður og færð. Að öðrum kosti verða aðrar sambærilegar leiðir fyrir valinu.

• Kynningarganga: einhver Esjuleið
• Kvígindisfell 10 km/650 m
• Akrafjallshringur 14 km/900 m
• Svörtutindar í Hafnarfjallsgarðinum 12 km/900 m
• Fimmvörðuháls um vetur 23 km/1000 m
• Bjólfell, Tindilfell og Gráfell 15/1000

 

Athugið að vegalengd og hækkun segja ekki alla söguna, önnur skilyrði koma einnig til. Athugið að í göngum frá A-B getur uppsöfnuð hækkun breyst ef göngu er snúið við vegna vindáttar eða annars.

 

KVÖLDGÖNGUR

Göngurnar eru valdar með það í huga að þær taki um það bil tvo til þrjá tíma – yfirleitt nær tveimur tímum. Reynt er að fara ekki sömu leiðina tvisvar á misseri. Dæmi um svæði sem eru til skoðunar:
• Nokkrar leiðir á Esju og nágrenni (allt frá Skálafelli og út á Lág-Esju, sunnan og norðan megin)
• Lengri leiðir á fellin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
• Bláfjallahryggur og nágrenni
• Hengill og nágrenni
• Reykjanesskagi

 

Dagsetningarnar

Lau 03-Jan-26 Kynningarganga langbrölt
Fim 22-Jan-26 Langbrölt
Lau 24-Jan-26 Langbrölt helgarganga
Fim 29-Jan-26 Langbrölt
Fim 05-Feb-26 Langbrölt
Fim 12-Feb-26 Langbrölt
Fim 19-Feb-26 Langbrölt
Lau 28-Feb-26 Langbrölt helgarganga
Fim 05-Mar-26 Langbrölt
Fim 12-Mar-26 Langbrölt
Fim 19-Mar-26 Langbrölt
Lau 21-Mar-26 Langbrölt helgarganga
Fim 26-Mar-26 Langbrölt
Fös 03-Apr-26 Langbrölt helgarganga (föstudagurinn langi)
Fim 09-Apr-26 Langbrölt
Fim 16-Apr-26 Langbrölt
Fim 23-Apr-26 Langbrölt helgarganga (sumardagurinn fyrsti)
Fim 07-May-26 Langbrölt

 

VERÐ OG BÓKANIR

 

Verð fyrir manninn í allt prógrammið          kr. 70.000.

Verð fyrir manninn í einungis kvöldgöngurnar      kr. 46.000

Verð fyrir manninn í einungis dagsgöngurnar     kr. 34.000

Bland í poka (tvær dagsgöngur og sex kvöldgöngur)      kr. 42.000

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „lang“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50 (miðað við fjölda í fullu prógrammi).

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum.

Afsláttarkjör fyrir þau sem kaupa allt prógrammið: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.

Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs og færðar en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

 

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Við byrjum í janúar og færri göngur eru framan af en svo fjölgar göngum með hækkandi sól. Áður en við vitum af er farið að sjást í græna sprota og það er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að sjá fyrstu vetrarblómin í byrjun apríl.
Alls verða sextán göngur frá janúar og fram í maí fyrir utan upphitun og Esjugöngur. Mikill sveigjanleiki er í boði í áskrift, en hlutfallslega hagstæðast er að taka allan pakkann. Gert er ráð fyrir að þátttakendur gangi einnig á eigin vegum til að ná eðlilegum framförum.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til tveggja daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ
Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

Lau 10-Jan-26 Upphitun millibrölt
Þri 20-Jan-26 Millibrölt – Þri
Þri 27-Jan-26 Millibrölt – Þri
Lau 31-Jan-26 Millibrölt – Þri dagsganga
Þri 10-Feb-26 Millibrölt – Þri
Þri 17-Feb-26 Millibrölt – Þri
Þri 03-Mar-26 Millibrölt – Þri
Lau 07-Mar-26 Millibrölt – Þri dagsganga
Þri 17-Mar-26 Millibrölt – Þri
Þri 24-Mar-26 Millibrölt – Þri
Lau 28-Mar-26 Millibrölt – Þri dagsganga
Þri 31-Mar-26 Millibrölt – Þri
Þri 07-Apr-26 Millibrölt – Þri
Þri 14-Apr-26 Millibrölt – Þri
Þri 21-Apr-26 Millibrölt – Þri
Þri 28-Apr-26 Millibrölt – Þri
Lau 02-May-26 Millibrölt – Þri dagsganga
Þri 05-May-26 Millibrölt – Þri

 

KVÖLDGÖNGUR: Fell og fjöll og leiðir á suðvesturhorninu og fer eftir veðri og færð. Gjarnan 2-400 m hækkun, jafnvel minna og jafnvel meira ef það er sumarfæri og oft eru þetta 3-8 km. Við förum bara einu sinni hverja leið þannig að fjölbreytni er mikil.

HELGARGÖNGUR

• Varmalækjarmúli í Borgarfirði 8 km/370 m
• Þrándarstaðafjall og Folaldafoss í Hvalfirði 9 km/460 m
• Þorbjörn, Hagafell og fleira við Grindavík 7 km/350 m
• Rauðsgil og Búrfell í Reykholtsdal í Borgarfirði 10/380

 

ESJUÆFINGAR á þriðjudögum fyrstu vikur ársins fram í lok febrúar (kl. 17:30 við Esjustofu) – í áttina að Steini, fólk fer eins langt og það treystir sér til og snýr þá við. Við höldum ekki endilega hópinn.
• 6. jan (þriðjud), 13. jan (þriðjud), 15. jan (fimmtud), 3. feb, 24. feb

TEYMIÐ
Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Rakel G. Magnúsdóttur, Gunnari Gunnarssyni, Kristínu Silju Guðlaugsdóttur og Elísabetu Snædísi Jónsdóttur. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

Allar þriðjudagsgöngur og allar dagsgöngur (sextán göngur) kr. 65.000
Einungis helgargöngurnar (fjórar göngur) kr. 27.000
Einungis þriðjudagsgöngur (tólf göngur) kr. 46.500
Bland í poka (tvær dagsgöngur og sex kvöldgöngur að eigin vali) kr. 39.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „milliþri“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/870504525067256

Afsláttarkjör fyrir þau sem kaupa allt prógrammið:
Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið haust 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

 

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Við byrjum í janúar og þetta fer rólega af stað en svo fjölgar göngum með hækkandi sól og áður en við vitum af er farið að sjást í græna sprota og það er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að sjá fyrstu vetrarblómin í apríl.

Alls verða sextán göngur frá janúar og fram í maí fyrir utan upphitun og Esjugöngur. Mikill sveigjanleiki er í boði í áskrift, en hlutfallslega hagstæðast er að taka allan pakkann. Gert er ráð fyrir að þátttakendur gangi einnig á eigin vegum til að ná eðlilegum framförum.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til tveggja daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

Á Sveifluhálsi

DAGSKRÁ
Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

Lau 10-Jan-26 Upphitun millibrölt
Mið 21-Jan-26 Millibrölt – Mið
Mið 04-Feb-26 Millibrölt – Mið
Sun 08-Feb-26 Millibrölt – Mið dagsganga
Mið 18-Feb-26 Millibrölt – Mið
Mið 25-Feb-26 Millibrölt – Mið
Sun 01-Mar-26 Millibrölt – Mið dagsganga
Mið 11-Mar-26 Millibrölt – mið
Mið 18-Mar-26 Millibrölt – Mið
Mið 25-Mar-26 Millibrölt – Mið
Sun 29-Mar-26 Millibrölt – Mið dagsganga
Mið 01-Apr-26 Millibrölt – Mið
Mið 08-Apr-26 Millibrölt – Mið
Mið 15-Apr-26 Millibrölt – Mið
Mið 22-Apr-26 Millibrölt – Mið
Mið 29-Apr-26 Millibrölt – Mið
Sun 03-May-26 Millibrölt – Mið dagsganga
Mið 06-May-26 Millibrölt – Mið

KVÖLDGÖNGUR: Fell og fjöll og leiðir á suðvesturhorninu og fer eftir veðri og færð. Gjarnan 2-400 m hækkun, jafnvel minna og jafnvel meira ef það er sumarfæri og oft eru þetta 3-8 km. Við förum bara einu sinni hverja leið þannig að fjölbreytni er mikil.

HELGARGÖNGUR
• Varmalækjarmúli í Borgarfirði 8 km/370 m
• Þrándarstaðafjall og Folaldafoss í Hvalfirði 9 km/460 m
• Þorbjörn, Hagafell og fleira við Grindavík 7 km/350 m
• Rauðsgil og Búrfell í Reykholtsdal í Borgarfirði 10/380

ESJUÆFINGAR á þriðjudögum fyrstu vikur ársins fram í lok febrúar (kl. 17:30 við Esjustofu) – í áttina að Steini, fólk fer eins langt og það treystir sér til og snýr þá við. Við höldum ekki endilega hópinn.
• 6. jan (þriðjud), 13. jan (þriðjud), 15. jan (fimmtud), 3. feb, 24. feb

 

TEYMIÐ
Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Rakel G. Magnúsdóttur, Gunnari Gunnarssyni, Kristínu Silju Guðlaugsdóttur og Elísabetu Snædísi Jónsdóttur. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

Nesti á Keili

VERÐ OG BÓKANIR

 

  • Allar miðvikudagsgöngur og allar dagsgöngur (sextán göngur) kr. 65.000
  • Einungis helgargöngurnar (fjórar göngur) kr. 27.000
  • Einungis miðvikudagsgöngur (tólf göngur) kr. 46.500
  • Bland í poka (tvær dagsgöngur og sex kvöldgöngur að eigin vali) kr. 39.000

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „millimið“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/870504525067256

Afsláttarkjör fyrir þau sem kaupa allt prógrammið:
Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Viltu koma með í láglendisgöngur og um aflíðandi brekkur þar sem er stoppað oft til að spekúlera í umhverfinu, sögunni og almennt í náttúrunni?

Vesen og brölt vor er sería af göngum frá janúar og fram í maí sem miðast meðal annars við að hjálpa fólki að komast í betra form, en um leið að njóta fallegrar náttúru í vetrartíðinni og inn í vorið þegar grænir sprotar fara að sjást og sumarið er handan við hornið.

Á dagskrá eru sextán fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu sem skiptast í tólf mánudagsgöngur og fjórar dagsgöngur (ein af þeim á annan í páskum). Auk hreyfingarinnar þá er miðlað fjölbreyttum fróðleik um náttúru, sögu, örnefni og útbúnað. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en fá boð um tíma og stað fyrir hverja göngu til að sameinast í bíla til að minnka mengun og auka samskipti.

Hist er síðdegis og gengið af stað um kl. 18 á mánudögum og kl. 9 eða upp úr því á sunnudagsmorgnum. Ef spáin er slæm fyrir sunnudag þá er laugardagur til vara.
Við erum með lokaðan Facebook hóp fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sækið um aðgang að lokaða hópnum á Facebook á þessum tengli þegar búið er að ganga frá skráningu.

Athugið að fjórir möguleikar eru í boði; hægt er að taka allan pakkann, einungis helgargöngur, aðeins virka daga eða bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali).

Við Álafoss

DAGSKRÁ

Sun 04-Jan-26 Opin kynningarganga brölt
Mán 19-Jan-26 Brölt
Sun 01-Feb-26 Brölt helgarganga
Mán 09-Feb-26 Brölt
Mán 16-Feb-26 Brölt
Sun 22-Feb-26 Brölt helgarganga
Mán 02-Mar-26 Brölt
Mán 09-Mar-26 Brölt
Mán 16-Mar-26 Brölt
Mán 23-Mar-26 Brölt
Mán 30-Mar-26 Brölt
Mán 06-Apr-26 Brölt helgarganga (annar í páskum)
Mán 13-Apr-26 Brölt
Mán 20-Apr-26 Brölt
Sun 26-Apr-26 Brölt helgarganga
Mán 27-Apr-26 Brölt
Mán 04-May-26 Brölt

Búið er að taka saman nokkrar göngur sem koma til greina og verður metið út frá veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ef ástæða er til verða enn aðrar göngur teknar á dagskrá og falla þá einhverjar út á móti. Hver ganga er kynnt í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þá er útskýrt nákvæmlega hvar á að mæta og fjallað um gönguleiðina, aðstæður og veðurspána:

Mánudagsgöngur: Þær geta verið á bilinu 4-8 km og fer vegalengd og hækkun eftir aðstæðum, algengasta vegalengdin er um 5 km. Við göngum víða eða til dæmis í upplandi Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar og í nágrenni. Einnig geta verið göngur meðfram sjávarsíðunni og við græn svæði í byggð á höfuðborgarsvæðinu. Við metum aðstæður út frá veðri og færð og tilkynnum hverja göngu í lokaða Facebook hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara.

Stefnt er á eftirfarandi dagsgöngur um helgar:
• Hella og Hvolsvöllur tvær sögugöngur
• Öndverðarnes 8km
• Hagi – Fitjar í Skorradal 9 km
• Meðfram Þjórsá að Urriðafossi 8 km

UMSJÓN
Leiðbeinendur eru Einar Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Rakel G. Magnúsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Þau hafa öll komið mikið að göngum í brölthópunum í leiðsögn.


VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn í allan pakkann er kr. 62.500.

Verð fyrir manninn í einungis helgargöngurnar er kr. 26.000

Verð einungis í mánudagsgöngurnar er kr. 46.000.

Verð fyrir bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali) kr. 37.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „brölt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum (við nýtum áfram sama lokaða hóp og síðasta árið): https://www.facebook.com/groups/114294955076179

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

Við Stíflisdalsvatn

SKILMÁLAR

Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Í þessum hópi munum við ganga um tólf gamlar leiðir frá einum stað til annars um það bil mánaðarlega. Á öllum leiðunum er frá ýmsu markverðu að segja og við munum því ferðast um söguna ekki síður en um landslagið.
Búið er að taka saman þessar fjölbreyttu tólf leiðir sem við stefnum á að ganga. Þær eru allar á sunnan- og vestanverðu landinu og í lok september stefnum við vestur í Stykkishólm á Snæfellsnesi og ætlum að ganga á laugardegi og sunnudegi um gamlar leiðir í grenndinni.
Þau sem kaupa aðgang munu ganga í þjóðleiðahópinn á Facebook. Þar er fyrir nokkur hópur fólks og verður fólki gefinn kostur á að kaupa sig inn í stakar göngur ef það vill ekki binda sig allt árið, en að sjálfsögðu ganga þau fyrir sem eru áskrifendur.

Í þjóðleiðahópnum á Facebook verða útbúnir viðburðir fyrir göngurnar með ca tveggja daga fyrirvara með nánari upplýsingum um fyrirkomulag, veður og útbúnað. Þá verður einnig miðlað fræðslu í hópnum og umræða getur verið í tengslum við þjóðleiðir og póstleiðir almennt. Þess vegna er þetta skráð sem námskeið enda munu þátttakendur eiga kost á því að læra þó nokkuð um þjóðleiðirnar og göngur almennt. Tekið skal fram að almennt er miðað við að fjöldi í göngu fari ekki yfir 50 manns.

Það markar í hraunhelluna á Herdísarvíkurgötu

DAGSKRÁ
Hér að neðan má sjá áætlaða dagskrá og við munum reyna að standa við að fara þessar leiðir á árinu, en við hikum ekki við að víxla leiðum milli dagsetninga út frá veðri og færð. Allar áætlaðar leiðir voru hestfærar eftir því sem best er vitað og því er engin þeirra mjög brött, en drjúg hækkun engu að síður í nokkrum.

17-jan-26 Sandfellsleið með Seljadal í Kjós (hluti Svínaskarðsleiðar) 10 km/250m
21-feb-26 Yfir Reynisfjall, Hellur og Reynisfjara í Mýrdal 8,5/300m
14-mar-26 Brattabrekka (gamla þjóðleiðin í Dali) 9 km/350m
11-apr-26 Seljadalur og Seljadalsbrúnir (hluti gamla Þingvallavegar) 16,5/250 m
16-maí-26 Kambsskarð á Snæfellsnesi 10 km/500m
06-jún-26 Hálsavegur (Skorradalur – Flókadalur) 13 km/550 m
15-ág-26 Grillirahryggjaleið og Eiríksvatn 17,5/580m
26-sept-26 Þjóðleiðahelgi í Stykkishólmi: Gamla leiðin um Tröllaháls milli Hraunsfjarðar og Kolgrafarfjarðar ca 10 km/250 m
27-sept-26 Þjóðleiðahelgi í Stykkishólmi: Berserkjagata og fleira skemmtilegt
17-okt-26 Selsvallastígur og Sogin að Djúpavatni 14 km/450 m
14-nóv-26 Klóarvegur á milli Hveragerðis og Grafnings 14 km/450 m
27-des-26 Grafningsháls 9 km/240 m

Ef þarf að fresta göngu vegna veðurs þá er yfirleitt sunnudagurinn til vara. Gefin er upp áætluð vegalengd og uppsöfnuð hækkun. Ef þarf að panta rútu þá er sá kostnaður til viðbótar við skráningarkostnað. Við reynum annars að leysa bílamál með skutli og að sameinast í bíla þegar það er hægt, en ef fyrirsjáanlegt er að það taki of langan tíma þá pöntum við rútu.

UMSJÓN
Leiðbeinandi er Einar Skúlason. Hann stofnaði gönguhópinn Vesen og vergang og Wapp – Walking app leiðsöguapp. Hann hefur skrifað töluvert um gönguleiðir og er sérstakur áhugamaður um þjóðleiðir. Einar mun njóta aðstoðar frá Kristínu Silju og möguleika fleiri fararstjórum í Veseni og vergangi.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Kostar kr. 65.000 fyrir manninn fyrir allt árið.

Upplýsingar um afsláttarkjör eru neðar.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er það mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „Þjóðleið“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Munið að sækja um aðgang að þjóðleiðahópnum á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1802465456801358

Afsláttarkjör:
15% afsláttur er veittur fyrir þau sem voru í síðasta þjóðleiðahóp, voru á vesenisnámskeiði haust 2025 eða eru í vor 2026. Sami afsláttur er fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

Hægt að taka með sér gest og hann borgar kr. 7000 fyrir gönguna og 20.000 fyrir þjóðleiðahelgina í Stykkishólmi. Ítrekað er að rútukostnaður bætist við í þeim tilvikum sem rúta er pöntuð.

Við Hvalskarðsá í Botnsdal eftir að hafa farið yfir Hrísháls

SKILMÁLAR
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna eða veðurs/færðar en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum þó að þær fari á aðrar dagsetningar eða vikudaga.

Farið um selstíga ofan Straums

 

Ef þú ert að leita að áskorun þá er meira bröltið fyrir þig. Við leitum uppi skemmtileg og krefjandi fjöll til að toppa og njótum þess að taka á því saman og sigrast á fjölbreyttum hindrunum. Við verðum með nokkrar dagsgöngur í haust og erum svo í samstarfi við langbröltið varðandi kvöldgöngurnar.
Búast má við því að þátttakendur geti farið í  krefjandi aðstæður út frá veðri og færð og gert er ráð fyrir að þeir séu í nokkuð góðu líkamlegu formi og tilbúnir til að verja tíma til að komast í enn betra gönguform. Hver og einn þarf að hafa aðgang að búnaði til samræmis við erfiðleikastig ferðanna. Það á við t.d. um gönguöxi (ísöxi) og fjallabrodda (jöklabrodda). Við eigum nokkur sett sem við getum leigt þátttakendum.
Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á upphafsstað göngu en við stingum alltaf upp á bílastæðum í útjaðri höfuðborgarsvæðis til að hittast og sameinast í bíla.
Hópurinn er rekinn í samstarfi við langbröltið og hægt að komast í fimmtudagsgöngur með langbröltinu ef sá kostur er valinn í áskrift. Sjá dagskrána hér að neðan með langbröltsgöngurnar í sviga.
DAGSKRÁ
Athugið að helgargöngur eru settar á laugardag og þá er sunnudagur til vara.
   Fimmtud  14-Aug-25  opin upphitunarganga kvöldganga langbrölts
   Fimmtud  21-Aug-25  Kvöldganga langbrölts
   Fimmtud  28-Aug-25  Kvöldganga langbrölts
   Fimmtud  04-Sep-25  Kvöldganga langbrölts
1  Laugard 6. sept DAGSGANGA MEIRA BRÖLTS
 (breyting: átti að vera 30. ágúst)
   Fimmtud  11-Sep-25  Kvöldganga langbrölts
   (Laugard  13-Sep-25  Dagsganga langbrölts)
   Fimmtud  18-Sep-25  Kvöldganga langbrölts
2  Laugard  20. sept  DAGSGANGA MEIRA BRÖLTS
   Fimmtud  25-Sep-25  Kvöldganga langbrölts
   (Laugard  04-Oct-25  Dagsganga langbrölts)
   Fimmtud  09-Oct-25  Kvöldganga langbrölts
3  Laugard 11. okt DAGSGANGA MEIRA BRÖLTS
   Fimmtud  16-Oct-25  Kvöldganga langbrölts
   (Laugard  25-Oct-25  Dagsganga langbrölts)
   Fimmtud  30-Oct-25  Kvöldganga langbrölts
   Fimmtud  06-Nov-25  Kvöldganga langbrölts
4  Laugard 8. nóv  DAGSGANGA MEIRA BRÖLTS
   Fimmtud  13-Nov-25  Kvöldganga langbrölts
   (Laugard  22-Nov-25  Dagsganga langbrölts)
   Fimmtud  27-Nov-25  Kvöldganga langbrölts
   (Laugard  06-Dec-25  Dagsganga langbrölts)
DAGSGÖNGURNAR
Við erum með pott af mögulegum göngum fyrir dagsgöngurnar. Auðvitað er alltaf nokkur óvissa með veður og færð. Gera má ráð fyrir að göngum með að minnsta kosti 15 km vegalengd og yfir 1000 m uppsafnaða hækkun.
Högnhöfði og Brúarárskörð  –  Jarlhettur  –  Hrútfell á Kili  –  Laufafell og nágrenni  –  Tröllakirkja í Kolbeinsstaðarfjalli  –  Stóra-Björnsfell við Þórisjökul  –  Ævintýri norðan Eyjafjallajökuls  –  Ein af Skarðsheiðarleiðum

KVÖLDGÖNGUR

Fimmtudagsgöngurnar hjá langbrölti eru fjölbreyttar og takmarkast af veðri og færð. Við nýtum okkur Esjuna, Akrafjallið, fellin á höfuðborgarsvæðinu, Bláfjallahrygg og nágrenni og aðra fjallshryggi á Reykjanesskaga.  Það getur verið að við þurfum að fara sömu leiðir tvisvar enda eru þessar kvöldgöngur í og með æfingagöngur fyrir helgargöngurnar og takmörk fyrir því hvað hægt er að finna margar leiðir með meira en 4-500 m hækkun. Að auki er mælst til þess að þátttakendur hittist síðdegis á þriðjudögum og fari upp að Steini. Ekki er gert ráð fyrir að fararstjórar mæti sérstaklega í þær göngur.
UMSJÓN
Jón Trausti Bjarnason og Bjarki Valur Bjarnason hafa umsjón með göngunum og stundum koma aðrir fararstjórar Vesens og vergangs við sögu. Þeir Jón Trausti og Bjarki hafa langa reynslu af fararstjórn í fjölbreyttum ferðum um landið.
VERÐ OG BÓKANIR
  • Dagsgöngur meira brölts kr. 27.000
  • Dagsgöngur og fimmtudagar að auki með langbrölti kr. 65.000
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „meira“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 10 en hámarksfjöldi 35
Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum (sem er rekinn með langbröltinu).
Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið  er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vor/sumar 2025 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.
SKILMÁLAR
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu veðurs eða annarra aðstæðna en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir