Tag: tröllakrókahnaus

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Nú er hægt að versla Vesenisgjafabréf og gefa vesen í jólagjöf.

Gjafabréf hjá Veseni og vergangi er hægt að nýta upp í alla hreyfihópa eða ferðir.

 

Hreyfihópar

Fimm hreyfihópar verða á vormisseri 2025, auk þjóðleiðahópsins sem verður allt árið. Tveir hreyfihópar verða frá byrjun maí og fram á sumar og svo nokkrir hópar á haustmisseri frá ágúst og fram á aðventu.

 

Ferðir

Fjölbreyttar ferðir eru í boði næsta vor og sumar bæði dagsferðir og lengri. Dagsferðir verða á Grænahrygg, Fimmvörðuháls, Snæfellsjökul og fleiri staði.
Nokkurra daga ferðir verða á Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi, Laugaveginn, Þórsmörk, Snæfellsnes, sunnanverða Vestfirði og Vatnaleið.

Ferðir ársins 2025 fara að sjást eftir miðjan desember.

 

Leggjabrjótur er gömul og fjölfarin þjóðleið á milli Þingvalla og Hvalfjarðar og við ætlum að fara þessa ferð laugardaginn 28. júní (sunnudagur er til vara vegna veðurs).
Leiðin er vörðuð og vel greiðfær þrátt fyrir nafnið, en um miðbik hennar er nokkur hundruð metra kafli sem er grýttur og er það hinn eiginlegi Leggjabrjótur. Ekki eru mörg dæmi um óhöpp hjá fólki á þessum grýtta kafla en nafnið kemur af því að hestar áttu það til að fótbrotna á þessum kafla ef ekki var farið varlega. Í góðu skyggni er fallegt útsýni yfir Þingvallasvæðið og sömuleiðis er frábært útsýni yfir Hvalfjörðinn. Þetta eru söguslóðir og sagt verður frá ýmsu markverðu og örnefnunum á leiðinni.

Vegalengd : um 17 km
Hækkun: 450 m (hæsti punktur á leið er 500 m)
Göngutími: ca 6 tímar

Brynjudalur og Hvalfjörður

FYRIRKOMULAGIÐ
Við tökum rútu við prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum kl. 8:30. Rútan skutlar okkur að upphafsstað og sækir okkur á áfangastað. Hægt er að geyma aukadót eins og t.d. skó, sokka eða önnur föt eða aukanesti í rútunni á meðan við göngum og því hægt að komast í það aftur þegar við komum að rútunni í lokin. Við komum aftur í bæinn síðdegis.

UNDIRBÚNINGUR OG ÚTBÚNAÐUR
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í æfingu til að takast á við svona göngu. Gott er að fara tvær ferðir upp að Steini síðustu tíu dagana fyrir ferð en hvíla einn til tvo daga fyrir sjálfa ferðina.
Verið klædd eftir veðri og takið með næringarríkt nesti. Það verður hægt að fylla á vatnsflöskur á leiðinni. Á fimmtudegi fyrir göngu verður sendur tölvupóstur á þátttakendur með upplýsingum um veðurhorfur og ráðleggingum varðandi búnað.

Öxará og Þingvallavatn

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í ferðina er kr. 14.000 m/vsk

Innifalin er rútuferðin fram og til baka og leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið skráið ykkur inn og greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Athugið að það er ekki í boði að bóka ferð með því að greiða einungis staðfestingargjald. Það er hins vegar hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í sportabler.
Ef þið lendið í vandræðum með sportabler þá er hægt að senda póst á einarskula@gmail.com til að fá bankaupplýsingar vegna millifærslu.

Fossarnir í Hvalskarðsá og Botnssúlur

 

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 4.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferð er felld niður kemur full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Grýtti kaflinn sem gaf leiðinni nafn sitt.

Frá stofnun Vesens og vergangs höfum við yfirleitt farið árlega ferð um Kattartjarnaleiðina og þetta er líklega þrettánda árið sem Vesenisferð er auglýst um þessa fallegu leið. Það er gaman að segja frá því að hún var í fyrsta sinn kölluð Kattartjarnaleið á vettvangi Vesens og vergangs.

Í Tindgili á Kattartjarnaleið

LÝSING Á LEIÐINNI
Gengið er upp með Ölfusvatnsánni og hún vaðin (þægilegt er að vera vaðskó meðferðis, t.d. gamla strigaskó eða crocs). Ölfusvatnsárgljúfrin innihalda fjölbreyttar bergmyndanir, útskot og klettastalla sem gaman er að virða fyrir sér á leiðinni. Svo förum við um fallegt Tindgilið austan megin við Hrómundartind, tökum á okkur krók til að sjá Kattartjarnir og förum svo meðfram Álftatjörn og neðan við Dalaskarðshnúk með útsýni yfir Reykjadal og um Dalaskarð upp á Dalafell til að athuga enn betur með útsýnið. Þaðan yfir Dalafellið og niður Grændalsmegin og göngum undir Eggjum og um falleg hverasvæði þangað til við komum að Grændalsánni rétt ofan við Þrengsli og þaðan niður á Reykjadalsbílastæðið. Að sjálfsögðu verður sagt frá ýmsu athyglisverðu á leiðinni og af nógu að taka.

 

VEGALENGD OG TÍMI
Vegalengd göngu er ca 16,5 km og uppsöfnuð hækkun á leiðinni er ca 500 m. Göngutími með stoppum er ca 6 tímar.

Þessi ganga verður laugardaginn 14. júní. Til vara er sunnudagurinn ef veður reynist slæmt á laugardeginum. Gert er ráð fyrir að ganga af stað Grafningsmegin. Ef vindur blæs að sunnan eða austan þá gæti göngu verið snúið við til að hafa vindinn í bakið.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í æfingu til að takast á við svona göngu. Gott er að miða við að geta farið upp að Steini í sumarfæri á klukkutíma.

BROTTFARARSTAÐUR
Brottför frá Hádegismóum kl. 8:30 (fólk leggur bílum á bak við prentsmiðju Morgunblaðsins).

Rútan skutlar okkur að upphafsstað og sækir okkur á áfangastað. Hægt er að geyma aukadót eins og t.d. skó, sokka eða önnur föt eða aukanesti í rútunni á meðan við göngum og því hægt að komast í það aftur þegar við komum að rútunni í lokin. Við getum gert ráð fyrir að koma síðdegis (um fimmleytið) í bæinn eftir göngu.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í ferðina er kr. 14.000 m/vsk

Innifalið er rútuferðin fram og til baka frá Reykjavík og leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í sportabler.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „Kattar“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi 20 manns og hámarksfjöldi 35 manns.

Þarna sjást Kattartjarnirnar báðar.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 3.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina/sætið til nýs farþega ef fargjald hefur verið að fullu greitt áður og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.

Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferðin er felld niður er hún endurgreidd.

Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

Við ætlum að ganga Fimmvörðuháls laugardaginn 12. júlí (sunnudagurinn 13. júlí er til vara ef veðurspá er slæm fyrir laugardaginn).

Mjög vinsælt er að ganga frá Skógum milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls yfir Fimmvörðuháls yfir í Goðaland og Þórsmörk. Nafnið er dregið af fimm vörðum er stóðu þar nokkuð þétt til að vísa leiðina í dimmviðri. Fyrrum ráku bændur undir Austurfjöllum ær sínar þarna um yfir í grösuga sumarhaga en því var hætt árið 1917. Að mestu leyti er þó gott að fara Fimmvörðuhálsinn og stálpuð börn fara gjarnan þessa gönguleið með foreldrum sínum. Vorið 2010 gaus á Fimmvörðuhálsi og mynduðust gígarnir Magni og Móði og rann hraun yfir gamla slóðann. Sá nýi liggur um hraunið og hægt er að fara upp á annan eða báða gígana. Stórkostlegt útsýni opnast þegar leiðin fer að lækka niður í Þórsmörk og lætur fáa ósnortna.

Við tökum rútu frá Reykjavík (Hádegismóum við prentsmiðju Morgunblaðsins) kl. 7 að morgni og göngum upp frá Skógum. Í Básum bíður rúta og við komum því aftur í bæinn um kvöldið. Reynslan sýnir að við komum á bilinu kl. 22 til miðnættis í bæinn.


UNDIRBÚNINGUR

Gangan frá Skógum og yfir Fimmvörðuháls að Básum er ca 23 km, uppsöfnuð hækkun ca 1100 m og göngutími 9-12 tímar (fer eftir aðstæðum). Það segir sig sjálft að fólk þarf að vera líkamlega tilbúið í svona áreynslu, sem samsvarar því að ganga tvisvar í röð upp að Steini í Esjunni og bæta nokkurri vegalengd við það í snjó. Þannig að æfingar eru nauðsynlegar fyrir ferðina og best að æfa sig í göngu. Upplagt er að fara fimm sinnum upp að Steini eða sambærilegt síðustu þrjár til fjórar vikurnar fyrir ferð. Munið að hvíla síðustu tvo dagana fyrir ferð.

 

NESTI OG ÚTBÚNAÐUR

Takið með ykkur gott nesti og fínt að hafa viðbótarbita í rútunni til að eiga eftir göngu (að auki má geyma aukaskó og föt í rútunni til að eiga eftir göngu). Einnig þarf að vera vel útbúin, í góðum skóm sem þola að ganga í blautum snjó, vera með skel í bakpokanum sem þolir vind og vætu, vera með einangrandi millilag og með góða húfu og vettlinga. Takið með aukapeysu eða létta úlpu til að klæðast í nestinu. Göngustafir geta gagnast enda draga þeir úr álagi á hné og mjaðmir.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í ferðina er kr. 25.000 m/vsk.

Innifalið: Rúta frá Reykjavík og til baka og leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „5vörðu12“ á einarskula@hotmail.com.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 7.200 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferð er felld niður er full endurgreiðsla til farþega.

Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Einn af fjölmörgum fossum í Skógá er Skálabrekkufoss sem sést þarna í sinni glæsilegu umgjörð.

Sumarsólstöður verða aðfararnótt 21. júní og í tilefni af því verður farið í næturgöngu á Snæfellsjökul á þessum bjartasta tíma ársins. Það er óviðjafnanlegt að upplifa sólskinið á jöklinum um miðja nótt í góðum hóp. Við förum á föstudagskvöldinu 20. júní en til vara verður kvöldið eftir ef veður hamlar för á föstudegi.

Vegalengd er ca 10 km og hækkun um 1000 m. Gert er ráð fyrir að gangan taki um sjö tíma og klárist um fjögurleytið um nóttina.
Jón Bjarnason verður fararstjóri. Hann er virkur í Flugbjörgunarsveitinni og hefur farið með Vesen og meira brölt í fjölbreyttar jökla- og háfjallaferðir og auk þess farið víða á jöklaslóðir á eigin vegum, í forsvari fyrir hópa eða með björgunarsveitarmeðlimum.

Á Jökulhálsi neðan við Snæfellsjökul

ÚTBÚNAÐUR

Öll þurfa að mæta með jöklabúnað: gönguöxi, jöklabroddar, belti og læsta karabínu (hægt að fá leigt á kr. 5000 sjá að neðan). Að öðru leyti er það fatnaður í samræmi við aðstæður, húfa, vettlingar, legghlífar, sólgleraugu fyrir birtustig á jöklinum, gott nesti og nasl og heitt að drekka á brúsa og viðbótardrykkir (lágmark 2 l af vökva alls).
Athugið að ef ykkur vantar jöklabúnaðinn þá getum við útvegað sett og komið með þau á staðinn fyrir göngu.

 

FYRIRKOMULAG

Fólk fer á eigin vegum frá Reykjavík. Athugið að það er amk tveggja tíma keyrsla frá Reykjavík og því þarf að leggja af stað í síðasta lagi kl. 18 ef ætlunin er að stoppa á leiðinni. Ef fólk vill vera í samfloti þá er lagt til að fólk hittist á bílastæðinu við Húsgagnahöllina og sameinist í bíla og leggi af stað kl. 17:30.
Þau sem vilja hittast á Arnarstapa við tjaldsvæðið og fara af stað þaðan kl. 20:30. Keyrt verður upp á Jökulháls (fært öllum bílum) og lagt á bílastæði þar. Einnig er hægt að mæta beint þangað. Farið verður af stað í sjálfa gönguna kl. 21. Athugið að þið verðið að keyra upp á Jökulháls sunnan megin (sömu megin og Arnarstapi), ekki er víst að það verði fært norðan megin (frá Ólafsvík).
Lágmarksfjöldi er 8 manns og hámarksfjöldi 18 manns. Hugsanlega verður hægt að bæta við línu ef eftirspurn verður mikil.

 

UNDIRBÚNINGUR

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í formi fyrir göngu af þessu tagi og hafi gengið reglulega eða stundað aðra líkamsrækt. Tilvalinn undirbúningur er að ganga fjórum til fimm sinnum upp að Steini síðustu þrjár vikurnar fyrir göngu. Gott er að hvíla í tvo daga fyrir sjálfa gönguna.

Á leið upp á Snæfellsjökul í línu

VERÐ OG BÓKANIR

Verð er kr. 19.000

Ef þið viljið fá lánaðan jöklabúnað þá er verðið samtals kr. 24.000

Innifalin er leiðsögn. Fólk ber sjálft ábyrgð á að koma sér á upphafsstað.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og hvort þið viljið jöklabúnað að auki, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Athugið að það er ekki í boði að bóka ferð með því að greiða einungis staðfestingargjald. Það er hins vegar hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum.

Ef þið lendið í vandræðum með sportabler þá er hægt að greiða í ferðina með því að millifæra fyrir manninn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og senda staðfestingu á einarskula@hotmail.com (munið að gera þarf upp ferð í síðasta lagi 10. maí og að við verðum að fá netfangið til þess að geta sent ykkur upplýsingar fyrir ferð).

SKILMÁLAR

Í gildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 5.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:

Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferð er felld niður kemur full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Við verðum með fjórar ferðir að Grænahrygg sumarið 2025. Í öllum ferðunum ætlum við að skoða Grænahrygg og halda svo áfram göngu inn í Jökulgil og um Uppgönguhrygg og enda gönguna í Landmannalaugum. Ferðirnar eru áætlaðar laugardagana 9. ágúst, 16. ágúst, 30. ágúst og 6. september. Alla þessa daga er sunnudagur til vara ef veður reynist ekki nægilega gott á laugardeginum.

Við tökum rútu frá Reykjavík í bítið og keyrum austur að Fjallabaki og göngum af stað frá Kýlingum. Þaðan er farið um Halldórsgil og Sveinsgil að Grænahrygg. Áfram er haldið meðfram hinum litríku Þrengslum og yfir í Hattver og um Uppgönguhrygg þar sem enn bætir í litadýrðina. Þaðan er farið í hlíðum Skalla og á Reykjakoll þar sem sést í Brandsgilin og yfir Landmannalaugasvæðið. Við lækkum okkur svo niður og göngum á jafnsléttu í lokin inn í Laugar.

BROTTFARARSTAÐUR
Við tökum rútu frá bílastæðinu við prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum og hún leggur af stað kl. 7 að morgni.
Hægt er að koma upp í rútuna við Olís á Selfossi, en þið verðið að láta vita í einarskula hjá hotmail.com.
Athugið að við verðum með rútuna allan daginn, þannig að það er tilvalið að geyma með tösku þar á meðan við göngum. Í þessari aukatösku geta t.d. verið föt og skór, aukanesti og drykkir.

 

VEGALENGD OG TÍMI
Vegalengd: ca 20 km
Heildarhækkun: ca 1100 m
Göngutími með stoppum: ca 10 tímar

UNDIRBÚNINGUR

Það þarf að æfa fyrir göngu sem þessa enda er töluverð hækkun á leiðinni auk vegalengdarinnar og þá þarf jafnframt að vaða. Besta leiðin til að æfa er að stunda göngur á fjöll með góðri hækkun. Esjan er upplögð í æfingar og til dæmis hægt að fara á Móskarðshnúka, Smáþúfur, Kerhólakamb eða einfaldlega upp að Steini. Gott er að miða við að minnsta kosti 500 m hækkun í hvert skipti og fara tvisvar í viku síðustu fimm vikur fyrir ferð. Þá er formið orðið gott og forsendur til að njóta ferðarinnar í botn. Gott er að nota búnaðinn í æfingunum sem þið ætlið að nota í ferðinni og muna að hvíla síðustu tvo til þrjá dagana fyrir ferð.

 

ÚTBÚNAÐUR OG NESTI

Við göngum á slóðum á hryggjum og í grýttu og yfir ár. Þetta er fjölbreytt færi og því er betra að vera í gönguskóm en í léttum hlaupaskóm. En best er að vera í skóm sem ykkur líður vel í en gætið þess þó að botninn á skónum sé grófur. Vaðskór eru nauðsynlegir  (t.d. teva, crocs, gamla strigaskó eða annað sem hentar).

Miða þarf fatnað við veðurspá.  Almennt séð er miðað við að taka skelina með (vind- og vatnsþéttar buxur og jakka), vettlinga/hanska og húfu. Gott að vera í ull að ofan en ef þið eruð í göngubuxum þá eru ullarbuxur óþarfar (nema að þið ætlið að ganga í skeljabuxunum og viljið vera í ull þar fyrir innan og sleppa göngubuxum). Takið með göngustafi, góðan dagspoka, aukaúlpu t.d. dún eða primaloft til að klæðast í nesti og aukasokka til að hafa möguleika á að skipta í miðri göngu. Það eru lækir á leiðinni, en gott að hafa hitabrúsa með kakó/te/kaffi, nesti sem er ykkur að skapi og dugar alla gönguna og nasl til að stinga upp í sig á leiðinni (hnetur, rúsínur, súkkulaði).
Takið með plástra og verkjalyf. Gætið þess að pakka í plastpoka eða vatnsþétta poka ofan í bakpokann ef það skyldi rigna.
Þetta er löng ganga og því tökum við að sjálfsögðu nesti tvisvar til þrisvar, stoppum öðru hvoru og gætum þess að fara á skynsamlegum hraða.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Verð í ferðina er kr. 29.500 m/vsk

Innifalið: Rúta frá Reykjavík og til baka og leiðsögn.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna með viðeigandi merkingu á borð við: „Græni9ág“ . Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

 

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 9.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja fullgreidda ferð til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef ferð er felld niður kemur fullt endurgjald til farþega.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir

More Stories from Archive