Viltu koma með í láglendisgöngur og um aflíðandi brekkur þar sem er stoppað oft til að spekúlera í umhverfinu, sögunni og almennt í náttúrunni?
Vesen og brölt vor er sería af göngum frá janúar og fram í maí sem miðast meðal annars við að hjálpa fólki að komast í betra form, en um leið að njóta fallegrar náttúru í vetrartíðinni og inn í vorið þegar grænir sprotar fara að sjást og sumarið er handan við hornið. Við fjölgum helgargöngum og verða nú tvær helgargöngur í mánuði.
Á dagskrá eru sautján fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu sem skiptast í níu mánudagsgöngur og átta sunnudagsgöngur (ein af þeim á annan í páskum). Auk hreyfingarinnar þá er miðlað fjölbreyttum fróðleik um náttúru, sögu, örnefni og útbúnað. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en fá boð um tíma og stað fyrir hverja göngu til að sameinast í bíla til að minnka mengun og auka samskipti.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur fari í sambærilegar göngur, eða stundi aðra hreyfingu, að minnsta kosti tvisvar í viku að auki, til að ná eðlilegum framförum. Innifalin er ein þolæfing á viku eins og kemur fram neðar í textanum. Alls eru þetta því yfir þrjátíu viðburðir.
Hist er síðdegis og gengið af stað um kl. 18 á mánudögum og á milli kl. 9 og 10 á sunnudagsmorgnum. Ef veður er slæmt á sunnudegi þá er laugardagur til vara.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sækið um aðgang að lokaða hópnum á Facebook á þessum tengli þegar búið er að ganga frá skráningu: https://www.facebook.com/groups/2964565310503960
Athugið að þrír möguleikar eru í boði; hægt er að taka allan pakkann, einungis helgargöngur eða aðeins virka daga.
Þátttakendur munu geta tekið með sér gesti í stakar göngur gegn gjaldi og verður það sérstaklega kynnt í lokaða hópnum.
DAGSKRÁ
Janúar: 22. (sunnud) og 30. (mánud).
Febrúar: 5. (sunnud), 13. (mánud),20. (mánud.) og 26. (sunnud).
Mars: 6. (mánud), 12. (sunnud), 20. (mánud), 26. (sunnud.)
Apríl: 3. (mánud), 10. (2.páskum – helgarganga), 17. (mánud), 24. (mánud) og 30. (sunnud)
Maí: 8. (mánud), 14 (sunnud.).
Búið er að taka saman nokkrar göngur sem koma til greina og verður metið út frá veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ef ástæða er til verða enn aðrar göngur teknar á dagskrá og falla þá einhverjar út á móti. Hver ganga er kynnt í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara:
Mánudagsgöngur: Umhverfis Hafravatn, Undirhlíðahringur, Korpuhringur, Hvalfjarðareyri, Búrfellsgjá, Vífilsstaðahlíð, umhverfis Urriðaholt og vatnið, Hvaleyrarvatn og Stórhöfði, Rauðavatn og nágrenni, Silungapollur og nágrenni og fleira.
Sunnudagsgöngur: Sandgerði – Garðskagi, Umhverfis Þorbjarnarfell, Knarrarósviti – Eyrarbakki, Strandarkirkja – Herdísarvík, Skógræktin við Grunnafjörð, Vatnaskógur við Eyrarvatn í Svínadal, Hellisheiðarvegur hluti, Hraunið við Fagradalsfjall, Ketilsstígur og umhverfis Arnarvatn á Sveifluhálsi.
ÞOLÞJÁLFUN INNIFALIN
Auk þess hafa þau sem eru í hópnum rétt til að mæta vikulega í fjölbreytta þolþjálfun á höfuðborgarsvæðinu og hægt er að velja um annað hvort mánudaga eða fimmtudaga kl. 17:45. Þolþjálfunin tekur klukkutíma í senn og felur m.a. í sér brekkuæfingar. Þetta verður kynnt nánar í lokaða hópnum.
UMSJÓN
Leiðbeinendur eru Einar Skúlason, Guðný Ragnarsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Þau hafa öll komið mikið að göngum í brölthópunum í leiðsögn.
VERÐ OG BÓKANIR
Þrír möguleikar eru í bókun:
- Verð fyrir manninn í allan pakkann er kr. 56.000.
- Verð fyrir manninn í einungis helgargöngurnar er kr. 37.000
- Verð einungis í mánudagsgöngurnar er kr. 31.000.
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „bröltvor“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Hámarksfjöldi er 50 og lágmarksfjöldi 20. Réttur er til að fella námskeiðið niður og endurgreiða ef ekki næst tilskilinn fjöldi.
Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2964565310503960
Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið haustið 2022 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.
SKILMÁLAR
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum þó að þær fari á aðrar dagsetningar eða vikudaga.