Vesen og brölt vor 2026

Viltu koma með í láglendisgöngur og um aflíðandi brekkur þar sem er stoppað oft til að spekúlera í umhverfinu, sögunni og almennt í náttúrunni?

Vesen og brölt vor er sería af göngum frá janúar og fram í maí sem miðast meðal annars við að hjálpa fólki að komast í betra form, en um leið að njóta fallegrar náttúru í vetrartíðinni og inn í vorið þegar grænir sprotar fara að sjást og sumarið er handan við hornið.

Á dagskrá eru sextán fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu sem skiptast í tólf mánudagsgöngur og fjórar dagsgöngur (ein af þeim á annan í páskum). Auk hreyfingarinnar þá er miðlað fjölbreyttum fróðleik um náttúru, sögu, örnefni og útbúnað. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en fá boð um tíma og stað fyrir hverja göngu til að sameinast í bíla til að minnka mengun og auka samskipti.

Hist er síðdegis og gengið af stað um kl. 18 á mánudögum og kl. 9 eða upp úr því á sunnudagsmorgnum. Ef spáin er slæm fyrir sunnudag þá er laugardagur til vara.
Við erum með lokaðan Facebook hóp fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sækið um aðgang að lokaða hópnum á Facebook á þessum tengli þegar búið er að ganga frá skráningu.

Athugið að fjórir möguleikar eru í boði; hægt er að taka allan pakkann, einungis helgargöngur, aðeins virka daga eða bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali).


DAGSKRÁ

Sun 04-Jan-26 Opin kynningarganga brölt
Mán 19-Jan-26 Brölt
Sun 01-Feb-26 Brölt helgarganga
Mán 09-Feb-26 Brölt
Mán 16-Feb-26 Brölt
Sun 22-Feb-26 Brölt helgarganga
Mán 02-Mar-26 Brölt
Mán 09-Mar-26 Brölt
Mán 16-Mar-26 Brölt
Mán 23-Mar-26 Brölt
Mán 30-Mar-26 Brölt
Mán 06-Apr-26 Brölt helgarganga (annar í páskum)
Mán 13-Apr-26 Brölt
Mán 20-Apr-26 Brölt
Sun 26-Apr-26 Brölt helgarganga
Mán 27-Apr-26 Brölt
Mán 04-May-26 Brölt

Búið er að taka saman nokkrar göngur sem koma til greina og verður metið út frá veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ef ástæða er til verða enn aðrar göngur teknar á dagskrá og falla þá einhverjar út á móti. Hver ganga er kynnt í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þá er útskýrt nákvæmlega hvar á að mæta og fjallað um gönguleiðina, aðstæður og veðurspána:

Mánudagsgöngur: Þær geta verið á bilinu 4-8 km og fer vegalengd og hækkun eftir aðstæðum, algengasta vegalengdin er um 5 km. Við göngum víða eða til dæmis í upplandi Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar og í nágrenni. Einnig geta verið göngur meðfram sjávarsíðunni og við græn svæði í byggð á höfuðborgarsvæðinu. Við metum aðstæður út frá veðri og færð og tilkynnum hverja göngu í lokaða Facebook hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara.

Stefnt er á eftirfarandi dagsgöngur um helgar:
• Hella og Hvolsvöllur tvær sögugöngur
• Öndverðarnes 8km
• Hagi – Fitjar í Skorradal 9 km
• Meðfram Þjórsá að Urriðafossi 8 km

UMSJÓN
Leiðbeinendur eru Einar Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Rakel G. Magnúsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Þau hafa öll komið mikið að göngum í brölthópunum í leiðsögn.


VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn í allan pakkann er kr. 62.500.

Verð fyrir manninn í einungis helgargöngurnar er kr. 26.000

Verð einungis í mánudagsgöngurnar er kr. 46.000.

Verð fyrir bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali) kr. 37.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „brölt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum (við nýtum áfram sama lokaða hóp og síðasta árið): https://www.facebook.com/groups/114294955076179

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

Við Stíflisdalsvatn

SKILMÁLAR

Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113