Viðbót: því miður er uppselt í Langbröltið en hægt að skrá sig á biðlista inni á skráningarforritinu. Smellið á “bóka núna” og þá lendið þið inn á skráningarforritinu.
Í vor verður boðið upp á Langbröltið, sem eru krefjandi og langar göngur, en þó án þess að fara í allra mesta brattann (nema stutta kafla). Þannig er farið meira á lengdina, frekar en bröttustu leiðirnar, þó að búast megi við góðri hækkun í bland við ágætis vegalengdir. Nú ætlum við í fimm helgargöngur þar sem við hækkum okkur um 1000 metra í öllum nema einni, það er því fjör framundan!
Við bjóðum upp á Esjuæfingar á þriðjudagskvöldum í byrjun, í bland við fimmtudagskvöld ,en fimmtudagsgöngurnar þéttast þegar á líður, sjá betur í dagskránni.
Þetta eru því fjölmargar göngur, sem er nauðsynlegt til að komast í gott form og líða vel í dagsgöngunum um helgar og fara í frábæru formi inn í sumarið.
Búist er við að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð, og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnaði til samræmis. Keðjubroddar (Esjubroddar) eiga að duga í allar göngur en ekki er útilokað að það þurfi jöklabúnað þó að ekki sé stefnt á það. Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla.
Sjá tengil á lokaða hópinn neðar í textanum.
DAGSKRÁ
Gengið er á fimmtudagskvöldum kl. 18 og farið í dagsgöngur um helgar, yfirleitt ekki seinna en kl. 8 og stundum fyrr. Stefnt er á dagsgöngur á þeim dögum sem merktir eru í dagskránni, en aðrir dagar eru til vara (Athugið að dagsgöngur lenda líka á fimmtudags-frídögum og Föstudaginn langa). Hver ganga er tilkynnt í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og verða leiðir valdar með hliðsjón af veðurspá og færð.
Fyrstu vikur ársins verður boðið upp á Esjuæfingar á þriðjudögum til að auka þol og koma sér í gott gönguform.
HELGARGÖNGUR
• Upphitun langbrölts 14. jan – opin öllum
• Vörðuskeggi 15 km/800m uppsöfnuð hækkun
• Yfir Esju – upp frá Flekkudal og niður Lág-Esju 24 km/1000 m
• Súlnaberg í Botnssúlum að sunnan 16 km/1000 m
• Geirhnúkur ofan Hítarvatns 17 km/1000m
• Svartihnúkur og Hvítihnúkur í Staðarsveit á Snæfellsnesi 15 km/1000 m
KVÖLDGÖNGUR
• Nokkrar leiðir á Esju og nágrenni (allt frá Skálafelli og út á Lág-Esju, sunnan og norðan megin)
• Lengri leiðir á fellin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
• Bláfjallahryggur og nágrenni
• Hengill og nágrenni
• Við sjáum til með vestanverðan Reykjanesskaga út frá jarðhræringum
Dagsetningarnar
Janúar:
– Sun 14. (opin upphitunarganga)
– Dagsganga – lau 20.
– fim 25.
Febrúar:
– fim 8. ; fim 15. ; fim 22.
Mars:
– Dagsganga – lau 2.
– fim 7. ; fim 14. ; fim 21. ;
– Dagsganga – Föstud. langi 29.
Apríl:
– fim 4. ; fim 11. ; fim 18. ;
– Dagsganga – fim. 25. sumard. fyrsti
Maí:
– fim 2. ;
– Dagsganga – fim. 9. uppstigningardagur
Esjuæfingar á þriðjudögum fyrstu vikur ársins fram í miðjan mars (kl. 18 við Esjustofu)
2. jan, 9. jan, 16. jan, 30. jan, 13. feb, 27. feb, 12. mars
VERÐ OG BÓKANIR
Verð fyrir manninn í allt prógrammið er kr. 66.000.
Verð fyrir manninn í einungis kvöldgöngurnar er kr. 42.000
Verð fyrir manninn í einungis dagsgöngurnar er kr. 35.000
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „lang“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.
Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/321744570420176
Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2023 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).
SKILMÁLAR
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.