VESEN OG MEIRA BRÖLT HAUST 2023

Göngurnar í Meira bröltinu hefjast aftur í september og standa fram í nóvember. Ákveðið hefur verið að breyta því á þann hátt að nú verða tvær göngur í mánuði og gengið á miðvikudagskvöldi og um helgi í sömu vikunni. Í haust verða því alls átta göngur eða fjórar kvöldgöngur og fjórar helgargöngur.
Eins og áður eru þetta krefjandi göngur og yfirleitt farið í nokkurn bratta í bland við langar vegalengdir.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með fyrirvara og miðað við veður og færð og einnig miðlað ýmis konar fræðslu um gönguútbúnað við mismunandi aðstæður. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar), höfuðljós, jöklabrodda, gönguöxi og göngubelti með lokaðri karabínu fyrir þetta prógramm og verður fjallað nánar um það á Fb síðunni. Við eigum nokkur sett af jöklabúnaðinum og getum lánað.

 

DAGSKRÁ

Í hverri gönguviku er miðvikudagsganga í Esjunni. Ákveðið er með stuttum fyrirvara hvaða leið í Esju verður fyrir valinu og hist er síðdegis og gengið fram á kvöld. Göngurnar geta verið norðan- eða sunnanmegin, austan- eða vestanmegin.

Helgargöngurnar
Reynt verður að fara á laugardegi en ef betur hentar að fara degi seinna út frá veðri eða færð þá verður sunnudagur fyrir valinu. Göngur gætu víxlast á milli helga.
9 – 10 sept. Innsta Jarlhetta og hetturnar í kringum hana 16- 17 km/ ca 1100-1200 m hækkun
14 – 15 okt. Stóri Reyðarbarmur og Kálfstindar 16 km/ ca 1100 m hækkun
4 – 5 nóv. Skessuhorn 15 km/ ca 1000 m hækkun
2 – 3 des. Fagraskógarfjall við Hítardal 12-14 km/6-700 m hækkun

Hámarksfjöldi í hópinn er 50 manns en lágmark 25 manns.

Verð fyrir manninn í prógrammið er kr. 53.000.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt).

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor/sumar 2023 eða elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

UMSJÓN
Jón Trausti Bjarnason og Bjarki Bjarnason hafa umsjón með hópnum. Þeir hafa leitt meira bröltið síðustu misseri.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar og fara eftir leiðbeiningum varðandi útbúnað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars. Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða annarra ástæðna á borð við veður eins og fyrr sagði en alltaf stefnt á að klára allar göngurnar þó að þær fari á aðrar dagsetningar eða vikudaga.

 

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113