Ef þú ert að leita að áskorun þá er meira bröltið fyrir þig. Prógrammið miðast við að undirbúa fólk fyrir göngur á hærri og erfiðari fjöll og fyrir algengustu skipulögðu jöklagöngurnar. Göngurnar miða því við að auka styrk og úthald.
Búast má við því að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð og gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í nokkuð góðu líkamlegu formi og tilbúnir til að verja tíma til að komast í enn betra gönguform. Hver og einn þarf að hafa aðgang að búnaði til samræmis við erfiðleikastig ferðanna. Það á við t.d. um gönguöxi (ísöxi) og fjallabrodda (jöklabrodda). Við eigum nokkur sett sem við getum leigt þátttakendum.
Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður. Þá verður æfð notkun á gönguöxi og fjallabroddum. Varðandi göngur er gert ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla.
Í hverjum mánuði er ein dagsganga og tvær fimmtudagsgöngur eða alls tólf göngur. Hópurinn er rekinn í samstarfi við langbröltið og hægt að komast í fimmtudagsgöngur með langbröltinu að auki ef sá kostur er valinn í áskrift, þá eru göngurnar alls nítján. Sjá dagskrána hér að neðan með langbröltsgöngurnar í sviga.
DAGSKRÁ
Athugið að helgargöngur eru settar á laugardag og þá er sunnudagur til vara. Langbröltsgöngurnar eru settar í sviga.
1. (29. ágúst fimmtudagur Langbrölt)
2. 5. september fimmtudagur Meira brölt
3. (12. september fimmtudagur Langbrölt)
4. 19. september fimmtudagur Meira brölt
5. 21. september laugardagur Stóra Jarlhetta og fleira í nágrenninnu
6. (26. september fimmtudagur Langbrölt)
7. 3. október fimmtudagur Meira brölt
8. 5. október laugardagur Hlöðufell eða Högnhöfði
9. (10. október fimmtudagur Langbrölt)
10. 17. október fimmtudagur Meira brölt
11. (14. október fimmtudagur Langbrölt)
12. 31. október fimmtudagur Meira brölt
13. 2. nóvember laugardagur Hrútaborg á Mýrum
14. 7. nóvember fimmtudagur Meira brölt
15. (14. nóvember fimmtudagur Langbrölt)
16. 21. nóvember fimmtudagur Meira brölt
17. (28. nóvember fimmtudagur Langbrölt)
18. 30. nóvember laugardagur Skarðsheiðarhringur
19. 5. desember fimmtudagur Meira brölt
KVÖLDGÖNGUR
Fimmtudagsgöngurnar eru fjölbreyttar og takmarkast af veðri og færð. Við nýtum okkur Esjuna, Akrafjallið, fellin á höfuðborgarsvæðinu, Bláfjallahrygg og nágrenni og aðra fjallshryggi á Reykjanesskaga. Það getur verið að við þurfum að fara sömu leiðir tvisvar enda eru þessar kvöldgöngur í og með æfingagöngur fyrir helgargöngurnar og takmörk fyrir því hvað hægt er að finna margar leiðir með meira en 4-500 m hækkun. Að auki er mælst til þess að þátttakendur hittist síðdegis á þriðjudögum og fari upp að Steini. Ekki er gert ráð fyrir að fararstjórar mæti sérstaklega í þær göngur.
DAGSGÖNGURNAR
Dagskrá getur raskast út frá veðri og færð og röð gangnanna. Gera má ráð fyrir göngum með allt að 1200 m uppsafnaðri hækkun og vegalengd um 15 km. Þetta er samt alltaf metið út frá veðri, færð og aðstæðum að öðru leyti. Stefnt er á eftirtaldar dagsgöngur og yfirleitt er tekið eitthvað meira með í nágrenninu:
21. sept – Stóra Jarlhetta og fleira í nágrenninnu.
5.okt – Hlöðufell eða Högnhöfði
2.nóv. – Hrútaborg á Mýrum
30.nóv – Skarðsheiðarhringur
UMSJÓN
Jón Trausti Bjarnason og Bjarki Valur Bjarnason hafa umsjón með göngunum og stundum koma aðrir fararstjórar Vesens og vergangs við sögu eins og Einar Skúlason og fleiri. Þeir Jón Trausti og Bjarki hafa langa reynslu af fararstjórn í fjölbreyttum ferðum um landið.
VERÐ OG BÓKANIR
Allur pakkinn: fimmtudagsgöngur og helgargöngur kr. 53.000
Allur pakkinn og fimmtudagar að auki með langbrölti kr. 69.000
Aðeins helgargöngurnar kr. 29.000
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „meira“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 15 en hámarksfjöldi 35 (athugið ef ekki næst í lágmarksfjölda, þá verða þessar átta fimmtudagsgöngur reknar með langbrölti en helgargöngur halda sér).
Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum (sem er rekinn með langbröltinu):
Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vor/sumar 2023 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.
SKILMÁLAR
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu veðurs eða annarra aðstæðna en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.