VESEN OG MILLIBRÖLT VOR 2023 (MIÐVIKUDAGAR)

Vesen og millibrölt verður á þremur mismunandi virkum dögum eða á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum vorið 2023. Hér er fjallað um miðvikudagshópinn.

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað. Við munum kynnast mörgum stórkostlegum svæðum á suðvesturhorni landsins.

Við kynnum nýjan sveigjanleika í bókunum. Hægt er að taka einungis þátt á miðvikudagskvöldum og þá eru innifaldar þrettán göngur. Að auki er hægt að taka þátt í einni helgargöngu á mánuði eins og hefur verið eða ganga alla leið og taka þátt í helgargöngu hverja helgi fram á vor. Hægt er að taka einungis helgargöngurnar og sleppa virkum dögum. Athugið að þó að einhverjar leiðir gætu verið farnar fleiri en eina helgi.
Með þessu fylgir aðgangur að þolæfingum á mánudögum og fimmtudögum sjá nánar neðar í textanum.

DAGSKRÁ
Við erum með pott af mögulegum gönguleiðum og svo verður metið hverju sinni hvaða leiðir er best að taka miðað við veður og færð. Við byrjum með kvöldgöngur á tveggja vikna fresti en verðum vikulega eftir að birta er orðin meiri.
Hist verður þrettán miðvikudagskvöld og dagsetningar eru eftirtaldar: 25. jan, 8. feb, 22. feb, 8. mars, 22. mars, 29. mars, 5. apríl, 12. apríl, 19. apríl, 26. apríl, 3. maí, 10. maí og 17. maí.

KVÖLDGÖNGUR: Vatnshlíðarhorn, Fjallið eina og Sandfell, Keilir, Þverárkotsháls, Húsfell, Helgafell með Undirhlíðum, Arnarfell við Þingvallavatn, Flatafell á Grímannsfelli, Selfjall við Lækjarbotna, Blákollur, Reykjaborgarhringur frá Varmá, Reykjafell og Einbúi frá Reykjalundi, Hafrahlíð og umhverfis Hafravatn, Lokufjall og Hnefi og fellin á höfuðborgarsvæðinu.
Helgargöngurnar verða sveigjanlegri og svigrúm til að flakka á milli dagsetninga með fyrirvara um að það sé laust.

HELGARGÖNGUR (VELJA FIMM): Reynivallarháls með Gíslagötu 6km/350m, Vörðufell 9 km/430 m, Miðdegishnúkur í Sveifluhálsi 8,5km/400m, Búrfell í Grímsnesi 7 km/450 m, Stóri-Hrútur við Fagradalsfjall ca 9 km/400m, Hringur við Bláa lónið 8-9 km, Lambafell við Þrengsli 7 km/400 m, Þríhnúkar og Haukafjöll 6 km/350 m, Kirkjustígur yfir Reynivallarháls í Kjós ca 6 km/300m, Prestastígur 16 km/250 m, Lágaskarðsvegur frá Hveradölum í Ölfus 13 km/350m, Skógfellavegur 17 km/270 m (þess má geta að helgargöngur verða 20 helgar í röð og einhverjar þessara leiða verða oftar en einu sinni).

TEYMIÐ
Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni og Jóhönnu Fríðu Dalkvist, sem bæði hafa mikla reynslu af skipulagningu gangna í Veseni og vergangi. Auk þeirra gætu Birna María Þorbjörnsdóttur, Elísabet Snædís Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Guðný Ragnarsdóttir komið inn í göngur. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

ÞOLÞJÁLFUN INNIFALIN
Auk þess hafa þau sem eru í hópnum rétt til að mæta einu sinni í viku í fjölbreytta þolþjálfun og hægt er að velja um annað hvort mánudaga eða fimmtudaga kl. 17:45. Þolþjálfunin tekur klukkutíma í senn og felur m.a. í sér brekkuæfingar. Æft er utandyra á höfuðborgarsvæðin og tilkynnt í hverri viku hvar æfingar verða þá vikuna. Þetta verður kynnt nánar í lokaða hópnum.

VERÐ OG BÓKANIR

Það eru þrír möguleikar í bókunum.

  1. Allar miðvikudagsgöngur og allar helgarnar kr. 73.000
  2. Miðvikudagsgöngur og fimm helgargöngur (ca ein í mánuði) kr. 54.000
  3. Einungis miðvikudagsgöngur kr. 39.000

 

Að auki er sérstakur helgarhópur millibröltsins hér annars staðar á síðunni og þá eru einungis helgargöngur.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „millimið“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook: https://www.facebook.com/groups/849550489619470

Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið haustið 2022 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113