Vesen og millibrölt vor 2025 (þriðjudagar)

Vesen og millibrölt (þriðjudagar) er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Við byrjum í janúar og færri göngur eru framan af en svo fjölgar þeim með hækkandi sól. Áður en við vitum af er farið að sjást í græna sprota og það er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að sjá fyrstu vetrarblómin í apríl.

Alls verða sautján göngur frá janúar og fram í maí fyrir utan upphitun og Esjugöngur. Hægt er að taka einungis þátt á þriðjudagskvöldum og þá eru innifaldar þrettán göngur eða einungis um helgar og þá eru það fjórar göngur. Hlutfallslega hagstæðast er að taka allan pakkann.

DAGSKRÁ
Við erum með pott af mögulegum gönguleiðum og svo verður metið hverju sinni hvaða leiðir er best að taka miðað við veður og færð.
Janúar
• Upphitunarganga laugard 11. jan opin öllum
• Þri 21. jan, þri 28. jan
Febrúar
• Þri 11. feb, þri 18. Feb
• Lau 1. feb dagsganga
Mars
• Þri 4. mars, þri 18. mars, þri 25. mars
• Lau 8. mars dagsganga
Apríl
• Þri 1. apríl, þri 8. apríl, þri 15. apríl, þri 22. apríl, þri 29. apríl
• Lau 5. apríl dagsganga
• Lau 26. apríl dagsganga
Maí
• Þri 6. maí

KVÖLDGÖNGUR: Fell og fjöll og leiðir á suðvesturhorninu og fer eftir veðri og færð. Gjarnan 2-400 m hækkun, jafnvel minna og jafnvel meira ef það er sumarfæri og oft eru þetta 3-8 km. Við förum bara einu sinni hverja leið þannig að fjölbreytni er mikil.

HELGARGÖNGUR
• Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðin há (heiðartoppur) 8 km 330 m
• Elliðahamar á Snæfellsnesi 8 km/600 m
• Drápuhlíðarfjall í Helgafellssveit 6 km/570 m
• Laugarvatnsfjall 8 km/500 m

ESJUÆFINGAR á þriðjudögum fyrstu vikur ársins fram í miðjan mars (kl. 18 við Esjustofu) – ýmist farið hluta af vegalengd upp að Steini eða gengið í Skógræktinni, óformlegt skipulag og allir brölthópar geta tekið þátt
• 2. jan (fimmtud), 7. jan, 14. jan, 4. feb, 25. feb

TEYMIÐ
Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni og Gunnari Gunnarssyni og auk þeirra geta Elísabet Snædís Jónsdóttir, Rakel G. Magnúsdóttir, Kristín Silja Guðlaugsdóttir og Jóhanna Fríða Dalkvist komið inn í göngur. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð
Allar þriðjudagsgöngur og allar dagsgöngur kr. 61.000
Einungis helgargöngurnar kr. 25.000
Einungis þriðjudagsgöngur kr. 45.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „milliþri“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/870504525067256

Afsláttarkjör fyrir þau sem kaupa allt prógrammið:
Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113