Tag: Vörðuskeggi

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.

Hist er einu sinni í viku á miðvikudögum frá því í ágúst og öðru hvoru er sunnudagsganga og síðasta ganga er í byrjun aðventu. Flestar kvöldgöngur eru framan af til að nýta birtuna en dregur úr þeim þegar á líður. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á miðvikudögum og kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).

Alls verða 17 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn.  Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ

Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

MIÐVIKUDAGSGÖNGUR:   Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Eyrarfjall, Blákollur, Grímannsfell, Meðalfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Þverárkotsháls, Geitahlíð og Eldborg, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Sveifluháls, Helgafell, Mosfell, Búrfellsgjá, Arnarfell og Bæjarfell, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

SUNNUDAGSGÖNGUR: Við stefnum á eftirtaldar leiðir: Gamla leiðin um Bröttubrekku í Dölum 9 km/350 m. Hún er norðan megin við samnefndan þjóðveg enda var bílvegurinn lagður örlítið sunnar en gamla leiðin. Við stefnum einnig á að fara á hið þjóðfræga fjall Skjaldbreiður 8,5 km/500m sem er norður af Þingvöllum. Þá er á stefnuskránni að ganga eftir Reynivallarhálsi endilöngum 8,5-9 km/400 m eða að Reynivallarkirkju. Svo ætlum við einnig á toppinn Álút ofan við Hveragerði 9 km/450 m.

 

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar:

Ágúst

  1. ágúst (miðvikud), 25. ágúst (sunnud), 28. ágúst (miðvikud)

September

  1. sept (miðvikud), 11. sept (miðvikud) 18. sept (miðvikud), 25. sept (miðvikud) og 29. sept (sunnud)

Október

  1. okt (miðvikud), 9. okt (miðvikud), 16. okt (miðvikud) 23. okt (miðvikud) og 27. okt (sunnud)

Nóvember

  1. nóv (miðvikud), 10. nóv (sunnud), 20. nóv (miðvikud)

Desember

  1. des (sunnud)

 

TEYMIÐ

Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Elísabetu Snædísi, Rakel, Kristínu Silju og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 63.000.

Einungis kvöldgöngur verð kr. 44.000.

Einungis helgargöngur verð kr. 29.000.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna miðvikud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

 

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook (hópur er sameiginlegur með þriðjudagshópi).

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2024 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

 

 

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þá sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.

Hist er einu sinni í viku á þriðjudögum frá því í ágúst og öðru hvoru er laugardagsganga og síðasta ganga er í byrjun aðventu. Flestar kvöldgöngur eru framan af til að nýta birtuna en dregur úr þeim þegar á líður. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á þriðjudögum og kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).

Alls verða 17 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn.  Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ

Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

ÞRIÐJUDAGSGÖNGUR:   Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Eyrarfjall, Blákollur, Grímannsfell, Meðalfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Þverárkotsháls, Geitahlíð og Eldborg, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Sveifluháls, Helgafell, Mosfell, Búrfellsgjá, Arnarfell og Bæjarfell, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

LAUGARDAGSGÖNGUR: Við stefnum á eftirtaldar leiðir: Gamla leiðin um Bröttubrekku í Dölum 9 km/350 m. Hún er norðan megin við samnefndan þjóðveg enda var bílvegurinn lagður örlítið sunnar en gamla leiðin. Við stefnum einnig á að fara á hið þjóðfræga fjall Skjaldbreiður 8,5 km/500m sem er norður af Þingvöllum. Þá er á stefnuskránni að ganga eftir Reynivallarhálsi endilöngum 8,5-9 km/400 m eða að Reynivallarkirkju. Svo ætlum við einnig á toppinn Álút ofan við Hveragerði 9 km/450 m.

 

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar

Ágúst

  1. ágúst (þriðjud), 24. ágúst (laugard), 27. ágúst (þriðjud)

September

  1. sept (þriðjud), 10. sept (þriðjud), 17. sept (þriðjud) og 24. sept (þriðjud).

Október

  1. okt (þriðjud), 5. okt (laugard), 8. okt (þriðjud), 15. okt (þriðjud), 22. okt (þriðjud) og 29. okt (þriðjud)

Nóvember

  1. nóv (laugard), 12. nóv (þriðjud), 16. nóv (laugard), 30. nóv (laugard)

 

TEYMIÐ

Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Elísabetu Snædísi, Rakel, Kristínu Silju og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn er kr. 63.000.

Einungis kvöldgöngur verð kr. 44.000.

Einungis helgargöngur verð kr. 29.000.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna þriðjud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

 

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook (hópur er sameiginlegur með miðvikudagshópi)

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2024 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

 

Í haust verður boðið upp á Langbröltið, sem eru krefjandi og langar göngur, en þó án þess að fara í allra mesta brattann (nema stutta kafla). Þannig er farið meira á lengdina, frekar en bröttustu leiðirnar, þó að búast megi við góðri hækkun í bland við ágætis vegalengdir. Nú ætlum við í fjórar helgargöngur þar sem við hækkum okkur um 1000 metra í öllum nema einni, það er því fjör framundan!

Við hittumst á fimmtudagskvöldum og tökum fjórar helgargöngur, tvær í september og eina í október og síðustu í nóvember. Alls eru 19 göngur á dagskrá í haust fyrir utan eina opna upphitunargöngu. Auk þess hvetjum við til vikulegra Esjuæfinga og stingum upp á þriðjudagskvöldum eins og má sjá hér neðar. Þetta eru því fjölmargar göngur, sem er nauðsynlegt til að komast í gott form og líða vel í dagsgöngunum um helgar og komast í frábært form.

Búist er við að þátttakendur geti farið í  krefjandi aðstæður út frá veðri og færð, og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnaði til samræmis. Keðjubroddar (Esjubroddar) eiga að duga í allar göngur en ekki er útilokað að það þurfi jöklabúnað þó að ekki sé stefnt á það. Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla.  Sjá tengil á lokaða hópinn neðar í textanum.

Leiðsögn annast Einar Skúlason og Jóhanna Fríða Dalkvist auk annarra fararstjóra Vesens og vergangs.

DAGSKRÁ
Gengið er á fimmtudagskvöldum kl. 18 og farið í dagsgöngur um helgar, yfirleitt ekki seinna en kl. 8 og stundum fyrr. Stefnt er á dagsgöngur á þeim dögum sem merktir eru í dagskránni, en aðrir dagar eru til vara. Hver ganga er tilkynnt í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og verða leiðir valdar með hliðsjón af veðurspá og færð.

HELGARGÖNGUR
Geirhnúkur úr Hítardal 15 km / 830 m
Skarðshyrna og Heiðarhorn í sumarfæri 14 km / 1090 m
Gunnlaugsskarð og fleira í Esju 15-17 km / 1000 m
Hafratindur í Dölum (frá Sælingsdal og niður í Fagradal) 18 km/880 m eða Eyjafjallaganga (Hamragarðaheiði) og Fagrafell 15 km/900 m

KVÖLDGÖNGUR
Nokkrar leiðir á Esju og nágrenni (allt frá Skálafelli og út á Lág-Esju, sunnan og norðan megin)
Lengri leiðir á fellin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Bláfjallahryggur og nágrenni
Hengill og nágrenni
Nágrenni Kleifarvatns

 

DAGSETNINGARNAR

Ágúst

Fimmtudagsgöngur: 15. ágúst (opin upphitunarganga); 22. ágúst og 29. ágúst.

September

Fimmtudagsgöngur: 5. sept; 12. sept; 19. sept; 26. sept.

Dagsgöngur laugard 7. sept og laugard 28. sept

Október

Fimmtudagsgöngur: 3. okt; 10. okt; 17. okt;  24. okt.

Dagsganga laugard 26. okt.

Nóvember

Fimmtudagsgöngur: 7. nóv; 14. nóv; 28. nóv..

Dagsganga laugard 23. nóv.

Desember

Fimmtudagsganga: 5. des.

Esjuæfingar í ágúst og september á þriðjudögum kl. 17:30. Þjálfari mætir 6. og 13. ágúst og eftir það er hópurinn sjálfur (óregluleg mæting þjálfara). Hist við Esjustofu.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn í allt prógrammið er kr. 69.000.

Verð fyrir manninn í einungis kvöldgöngurnar er kr. 45.000

Verð fyrir manninn í einungis dagsgöngurnar er kr. 28.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „lang“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/321744570420176

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í haust 2023 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

SKILMÁLAR
Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Vesen og brölt sumar 2024 er röð gönguferða í maí og júní sem eru eins konar framhald af sama vorprógrammi í Vesen og brölt. Það miðast meðal annars við að koma fólki í form fyrir sumargöngur en einnig til að njóta á björtum dögum og kvöldum. Á dagskrá eru fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur og útivist á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. Gengið er einu sinni til tvisvar í viku og auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað. Hist er síðdegis eða um kl. 18 í kvöldgöngum en á milli kl. 9 og 10 í dagsgöngum.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá neðar.

DAGSKRÁ

13. maí mánud Stórhöfði og nágrenni 5.5 km/150 m
20. maí mánud Hjalladalur 7.5 km/200 m
25. maí laugard Svarfhólsháls 8 km/150 m
27. maí mánud Skáldaleið (Gljúfrasteinn – Helgufoss) 6 km/100 m
1. júní laugard Nesjavellir – fræðsluleið 9 km/300 m
3. júní mánud Hellisheiði 6 km/100 m
10. júní mánud Sporhelludalur 5 km/150 m
17. júní dagsganga Með Brynjudalsá 7 km/300 m
22. júní laugard Stóra Sauðafell 8 km/330 m
24. júní mánud Blikdalsgil 6 km/250 m
29. júní laugard Hraunkotin öll á Þingvöllum 13-16 km/150 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.

UMSJÓN
Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir leiða göngurnar.

VERÐ OG BÓKANIR

Fjórir skráningarmöguleikar

1. Allur pakkinn (var ekki á námskeiði vorið 2024)    41.000 kr.
2. Allur pakkinn (var á námskeiði vor 2024 eða elli-/örorkulífeyrisþegi (15% afsl))   34.850 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur    24.000 kr.
4. Aðeins dagsgöngur     25.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar1“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/336690449402109

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir ekki ef aðeins eru keyptar kvöld- eða dagsgöngur. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

 

Vesen og millibrölt sumar 2024 er röð gönguferða sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þau sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega gott fyrir þau sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fjölbreytt og fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Þar er einnig miðlað ýmis konar fræðslu, ábendingum um göngur eða tilboð á göngubúnaði og þátttakendur geta líka sjálfir skipulagt aukagöngur á síðunni eða annars konar viðburði. Sjá tengil inn á lokaða hópinn í kafla um verð og bókanir. Síðustu ár hafa verið tveir millibrölts sumarhópar en aðeins verður einn að þessu sinni.

DAGSKRÁ
Laugard 11-maí-24   Dagsganga: Snókur í Melasveit 6,5 km/550 m
Þriðjud 14-maí-24   Arnarfell við Þingvallavatn 6 km/300 m
Laugard 18-maí-24   Dagsganga: Vörðufell á Skeiðum 8-10 km/450 m
Þriðjud 21-maí-24   Hjálmur í Grímannsfelli 6 km/350m
Laugard 25-maí-24   Dagsganga: Þórólfsfell í Fljótshlíð 11,5 km/550 m
Þriðjud 28-maí-24   Meðalfell í Kjós endilangt 6 km/340 m
Þriðjud 04-júní-24   Skálafell við Hellisheiði 7,5 km/260 m
Laugard 08-júní-24   Dagsganga: Vestmannaeyjatoppar
Þriðjud 11-júní-24   Vífilsfell 6,5 km/450 m
Laugard 15-júní-24   Dagsganga: Gláma, Brekkukambur og Þúfufjall 13,5 km/800 m
Sunnud 23-júní-24   Dagsganga: Glymur og Hvalfell í Hvalfirði 13 km/900 m
Þriðjud 25-júní-24   Vörðuskeggi 8 km/650 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn. Vestmannaeyjaferðin er dagsferð og farið með Herjólfi að morgni og til baka með síðustu ferð, gönguleiðin sjálf verður ákveðin í vikunni fyrir ferð.

UMSJÓN
Einar Skúlason leiðir göngurnar með aðstoð annarra úr hópi fararstjóra Vesens og vergangs.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tólf göngur, sex kvöldgöngur og sex dagsgöngur. Hægt er að taka allt prógrammið (og þá er afsláttur fyrir þau sem voru í vorprógrammi eða eru á lífeyri) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar. Það hefst í fyrri hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sjö vikur. Við hittumst sex laugardaga og sex þriðjudaga. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur.

1. Var ekki á námskeiði vorið 2024 46.000 kr.
2. Var á námskeiði vor 2024 eða elli-/örorkulífeyrisþegi (15% afsl) 39.000 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 24.000 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 30.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar1“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2694476527394856

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir ekki ef aðeins eru keyptar kvöld- eða dagsgöngur. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

 

Athugið að ferðin átti áður að fara fram í júli en var aflýst vegna veðurviðvörunar. Nýju dagsetningarnar eru 16.-18. ágúst.

Snæfellsjökulsþjóðgarður er uppfullur af sérstæðri náttúru og miklum söguminjum. Landið er mótað af eldvirkni, jökul- og sjávarrofi. Jarðfræði, dýralíf og gróðurfar er fjölbreytt og góðar líkur á að refir sjáist á ferð. Í þessari ferð verður gengið um ýmsar gamlar þjóðleiðir í þjóðgarðinum. Fyrsta daginn göngum við um Öndverðarnes. Á degi tvö verður gengið frá Bervík yfir á Malarrif og þriðja daginn verður gengið um frá Búðum um Jaðargötu og svo í gegnum Búðahraun til baka. Margt er að skoða á þessum leiðum og margar sögur að segja auk þess að náttúran á svæðinu er stórbrotin. Athugið að fólk kemur á eigin vegum á Snæfellsnes en sjálfsagt er að vera í sambandi fyrir ferð til að deila bílum. Einnig þarf að hafa í huga að við ferjum bíla á milli upphafs- og lokastaða í göngunni á laugardeginum. Um leiðsögn sjá Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir.

Það er fjölbreytt úrval af gistingu á Snæfellsnesi en ráðlagt er að vera vestarlega á nesinu. Tjaldsvæði eru m.a. í Ólafsvík, á Hellissandi og Arnarstapa.

DAGSKRÁ

Föstudagur 16. ágúst – Jaðargata – Búðahraun
Við hittumst á bílastæðinu við Bjarnarfoss kl 12:00 og sameinumst í bíla áður en við keyrum að Axlarhól. Þaðan göngum við um Jaðargötu á slóðum Axlar-Bjarnar. Þegar við komum að Miðhúsi höldum við til baka í gegnum Búðahraun og kíkjum á Búðahelli og Búðaklett. Við skoðum svo aðeins Frambúðir og fjöruna á Búðum áður en við förum aftur inn á Jaðarsgötu og göngum til baka að Axlarhóli.

Gangan er um 14 km og hækkun um 150 m. Gangan tekur um 5 tíma.

Laugardagur 17. ágúst – Bervík – Malarrif
Við hittumst við gestastofuna á Malarrifi kl 8:00. Þar þurfum við að skilja eftir nokkra bíla og keyrum svo yfir á bílastæði nærri Nýjubúð í Bervík. Við göngum svo eftir stígum sem liggja með ströndinni og á leiðinni skoðum við ummerki útgerðar í Dritvík, kíkjum í fjöruna á Djúpalónssandi og heilsum þar upp á tröllkonuna áður en við höldum áfram á Malarrif.

Gangan er um 18 km og uppsöfnuð hækkun um 200 m. Áætlað er að gangan taki 6-8 tíma

Sunnudagur 18. ágúst – Öndverðarnes
Við hittumst við þjóðgarðamiðstöðina á Hellissandi kl. 9:00 og getum sameinast þar í bíla eins og vilji er til. Þaðan keyrum við svo að bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar um Öndverðarneshóla og göngum að hólunum, þaðan yfir að Saxhólsbjargi og fylgjum bjarginu að Skálasnaga og kíkjum þar á fuglalífið. Áfram göngum við svo á Öndverðanes þar sem brunnurinn Fálki er og höldum svo þaðan yfir í Skarðsvík áður en við endum gönguna á bílastæðinu. Við gerum ráð fyrir að klára gönguna um þrjúleytið og því nægur tími til að keyra heim.

Vegalengd göngunnar um Öndverðarnes er um 15 km, uppsöfnuð hækkun um 100 m og áætlum við að gangan taki um 5-6 tíma.

LÍKAMLEGT FORM
Þó að leiðirnar sem slíkar séu ekki krefjandi getur það reynt á að ganga þrjá langa daga í röð. Því getur verið gott að byggja upp gönguform til þess að líða vel í ferðinni. Gott er því að æfa fyrir ferðina og best er að æfa sig í göngu. Upplagt er að ganga reglulega á Úlfarfellið eða sambærileg fjall síðustu 4-6 vikurnar fyrir ferð. Þá getur verið gott að vera með bakpokann sem þið áætlið að nota í ferðinni. Síðustu 2-3 daga fyrir ferð er svo gott að hvíla

VERÐ OG BÓKANIR

Verð kr. 27.000 m/vsk

Innifalið: fararstjórn.
Ekki innifalið: gisting, bílfar, matur eða annað.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „snæág“ á einarskula@hotmail.com.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 5.100 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför (10. júlí) Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef hætt er við ferð þá fæst full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir