MILLIBRÖLT HRAÐAR VOR 2023

Hugsað fyrir þau sem hafa verið í millibrölti og sambærilegu og/eða eru í formi til að takast á við röska útfærslu af því getustigi. Til viðmiðunar þurfa þátttakendur að geta gengið á Úlfarsfellið, frá Skógræktinni og upp á topp við mastrið á minna en 40-45 mínútum og líða vel með það. Þetta er ekki hægur/rólegur hópur en heldur enginn spretthópur.

Þetta verðar 16 göngur, 8 miðvikudagskvöld, 8 sunnudagsgöngur (sumar styttri, svipað og kvöldgöngur, aðrar lengri)

  • Meðal erfiðar göngur á fell/fjöll
  • Lengri göngur með lítilli hækkun
  • Möguleiki að fara í hjólaferð ef áhugi er fyrir því (þeir sem ekki hjóla fara þá í göngu á meðan)
  • Setjum upp ratleik eða einhver svoleiðis verkefni af og til inn á milli fyrir þátttakendur að spreyta sig á milli gönguferðanna í dagskránni

DAGSKRÁ

Dagsetningar:

Janúar: 15. (sun) 29. (sun)

Febrúar: 12. (sun), 22. (mið), 26. (sun)

Mars: 5. (sun), 15. (mið), 29. (mið)

Apríl: 5. (mið), 12. (mið), 16. (sun), 26. (mið), 30. (sun)

Maí: 3. (mið), 7. (sun), 10. (mið)

 

Dagskrá verður sniðin að veðri og færð. Til að byrja með verðum við meira um helgar, færri göngur í hverjum mánuði og þegar líður á vorið þéttum við dagskrána. Þegar færri göngur eru þá verður ratleikur af og til fyrir þátttakendur að spreyta sig á. Við munum miðla fróðleik um útivist, útbúnað og ýmislegt fleira.  Þátttakendur munu geta tekið með sér gesti í stakar göngur gegn gjaldi og verður það sérstaklega kynnt í lokaða hópnum.

 

Dæmi um það sem er í pottinum sem við munum vinna með:

Kvöldgöngur:

  • Mosfellsku fellin og stikaðar leiðir á því svæði
  • Undirhlíðar og hringur um Helgafell
  • Húsfell
  • Þorbjörninn
  • Esjan – aðrar leiðir en upp að Steini
  • Arnarfell við Þingvallavatn
  • Miðfell í Þingvallasveit
  • Hengilssvæðið – ýmsar leiðir
  • Meðalfell í Kjós

 

Helgargöngur:

  • Akrafjall – hringleið
  • Snóksfjall við Skarðsheiði
  • Búrfell í Grímsnesi
  • Skorradalur
  • Hraunsnefsöxl
  • Þingvallasvæðið: gamlar leiðir í þjóðgarðinum
  • Þríhyrningur í Fljótshlíð
  • Reykjanesið: Hettustígur og/eða Skógfellavegur
  • Skálatindur í Kjós
  • Svínaskarðsleið
  • Vörðu-Skeggi

 

UMSJÓN

Umsjón hafa Birna María Þorbjörnsdóttir og Rúnar Sigurjónsson. Birna hefur undanfarin ár leitt göngur í millibröltshópum, hún og Rúnar höfðu umsjón með nokkrum millibröltshópum 2019-2021, blandaða bröltinu 2022, og saman hafa þau verið fararstjórar í gönguferðum innanlands og erlendis. Þau hafa bæði lokið þjálfun björgunarsveita og Birna er með WFR réttindi (Wilderness First Responder/Vettvangshjálp í óbyggðum). Með þeim í teyminu verður Guðný Ragnarsdóttir. Hún og Birna hafa unnið saman með hópa hjá Veseninu.

 

ÞOLÞJÁLFUN INNIFALIN

Auk þess hafa þau sem eru í hópnum rétt til að mæta einu sinni í viku í fjölbreytta þolþjálfun og hægt er að velja um annað hvort mánudaga eða fimmtudaga kl. 17:45. Þolþjálfunin tekur klukkutíma í senn, er ávallt á höfuðborgarsvæðinu og felur m.a. í sér brekkuæfingar. Þetta verður kynnt nánar í lokaða hópnum.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Allar göngurnar   kr. 59.000.

Aðeins helgargöngurnar   kr. 39.000

Aðeins miðvikudagsgöngurnar   kr. 29.000

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

 

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu.  Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „hraðar“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.

Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

 

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook: https://www.facebook.com/groups/6365637490126791

 

Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið  er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið haustið 2022 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113