Tag: Gullbringa

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Við ætlum að ganga Fimmvörðuháls laugardaginn 15. júlí 2023 (sunnudagurinn 16. júlí er til vara ef veðurspá er slæm fyrir laugardaginn).
Mjög vinsælt er að ganga frá Skógum milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls yfir Fimmvörðuháls yfir í Goðaland og Þórsmörk. Nafnið er dregið af fimm vörðum er stóðu þar nokkuð þétt til að vísa leiðina í dimmviðri. Fyrrum ráku bændur undir Austurfjöllum ær sínar þarna um yfir í grösuga sumarhaga en því var hætt árið 1917. Að mestu leyti er þó gott að fara Fimmvörðuhálsinn og stálpuð börn fara gjarnan þessa gönguleið með foreldrum sínum. Vorið 2010 gaus á Fimmvörðuhálsi og mynduðust gígarnir Magni og Móði og rann hraun yfir gamla slóðann. Sá nýi liggur um hraunið og hægt er að fara upp á annan eða báða gígana. Stórkostlegt útsýni opnast þegar leiðin fer að lækka niður í Þórsmörk og lætur fáa ósnortna.

Við tökum rútu frá Reykjavík kl. 7 að morgni og göngum upp frá Skógum. Í Básum bíður rúta og við komum því aftur í bæinn um kvöldið. Reynslan sýnir að við komum á bilinu kl. 22 og miðnættis í bæinn.
Jóhanna Fríða Dalkvist sér um leiðsögn í ferðinni.
Hámarksfjöldi í ferðina er 35 manns (lágmarksfjöldi er 18 manns).

Einn af fjölmörgum fossum í Skógá er Skálabrekkufoss sem sést þarna í sinni glæsilegu umgjörð.

LÍKAMLEGT FORM
Gangan frá Skógum og yfir Fimmvörðuháls að Básum er ca 23 km, uppsöfnuð hækkun ca 1100 m og göngutími 9-12 tímar (fer eftir aðstæðum). Það segir sig sjálft að fólk þarf að vera líkamlega tilbúið í svona áreynslu, sem samsvarar því að ganga tvisvar í röð upp að Steini í Esjunni og bæta nokkurri vegalengd við það í snjó. Þannig að æfingar eru nauðsynlegar fyrir ferðina og best að æfa sig í göngu. Upplagt er að fara fimm sinnum upp að Steini eða sambærilegt síðustu þrjár vikurnar fyrir ferð.

NESTI OG ÚTBÚNAÐUR
Takið með ykkur gott nesti og fínt að hafa viðbótarbita í rútunni til að eiga eftir göngu (að auki má geyma aukaskó og föt í rútunni til að eiga eftir göngu). Einnig þarf að vera vel útbúin, í góðum skóm sem þola að ganga í blautum snjó, vera með skel í bakpokanum sem þolir vind og vætu, vera með einangrandi millilag og með góða húfu og vettlinga. Takið með aukapeysu eða létta úlpu til að klæðast í nestinu. Göngustafir geta gagnast enda draga þeir úr álagi á hné og mjaðmir.

VERÐ OG BÓKANIR
Verð kr. 23.500 m/vsk
Innifalið er fararstjórn og rúta frá Reykjavík á upphafsstað og til baka frá endastað göngu.
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „5vörðuII“ á einarskula@hotmail.com.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 7.500 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Vesen og vergangur/Vesensferðir ehf eru með þessa ferð.

Þarna sjást gígarnir Magni og Móði á Fimmvörðuhálsi.

Vesen og millibrölt sumar 2023 er röð gönguferða sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þá sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Það hefst í seinni hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sex vikur. Við hittumst sex sunnudaga og fjórum sinnum á miðvikudegi.

 

Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Þar er einnig miðlað ýmis konar fræðslu, ábendingum um göngur eða tilboð á göngubúnaði og þátttakendur geta líka sjálfir skipulagt aukagöngur á síðunni eða annars konar viðburði.
Lokaði hópurinn verður sameiginlegur með millibrölti I og það verður því einhver sveigjanleiki á að taka göngu hjá hinum hópnum en engu að síður gert ráð fyrir því að taka að jafnaði þær göngur sem tilheyra hópnum þínum. Hámarksfjöldi í hverri göngu er 50 manns.

DAGSKRÁ

 1. Sun 21.maí Snókur við Skarðsheiði 6 km/550m
 2. Miðv 24.maí Stóra-Skógfell og Sýlingafell 8 km/300m
 3. Sun 28.maí Vikrafell í Borgarfirði 9 km/500m
 4. Sun 4. júní Ingólfsfjall 9 km/500m
 5. Miðv 7. júní Vífilsfell 6.6 km/430m
 6. Sun 11. júní Akrafjallshringur 14 km/750m
 7. Sun 18. júní Búrfell í Þingvallasveit 14 km/800m
 8. Miðv 21. júní Eldborg og Geitahlíð 5 km/350m
 9. Sun 25. júní Yfir Hengilinn 15 km/800m
 10. Miðv 28. júní Kerhólakambur í Esju 9 km/850m

 

UMSJÓN
Birna María, Elísabet Snædís, Guðný Ragnars og Jóhanna Fríða leiðbeina ásamt Einari Skúlasýni. Þau hafa öll leitt brölthópa í fjölbreyttar göngur.

 

VERÐ OG BÓKANIR

1. Var ekki á námskeiði vorið 2023 38.000 kr.
2. Elli- eða örorkulífeyrisþegi 31.000 kr.
3. Var á Vesenisnámskeiði vorið 2023 31.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar2“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/6361634433899456

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2023 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur). Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.

Vesen og millibrölt sumar 2023 er röð gönguferða sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þá sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Það hefst í seinni hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sex vikur. Við hittumst sex laugardaga og fjórum sinnum á þriðjudegi.

Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Þar er einnig miðlað ýmis konar fræðslu, ábendingum um göngur eða tilboð á göngubúnaði og þátttakendur geta líka sjálfir skipulagt aukagöngur á síðunni eða annars konar viðburði.
Lokaði hópurinn verður sameiginlegur með millibrölti II og það verður því einhver sveigjanleiki á að taka göngu hjá hinum hópnum en engu að síður gert ráð fyrir því að taka að jafnaði þær göngur sem tilheyra hópnum þínum. Hámarksfjöldi í hverri göngu er 50 manns.

 

DAGSKRÁ

 1. Lau 20. maí Skálafell við Hellisheiði 7,5 km/260m
 2. Þri 23. maí Vatnshlíðarhorn og Fagridalur við Kleifarvatn 7 km/300m
 3. Lau 27. maí Hraunsnefsöxl í Borgarfirði 8 km/480m
 4. Lau 3. júní Búrfell í Grímsnesi 8 km/490m
 5. Þri 6. júní Geitafell við Þrengsli 8 km/300m
 6. Lau 10. júní Blákollur og Rauðuhnúkafjöll 11 km/700m
 7. Lau 17. júní Ármannsfell 10,5 km/700m
 8. Þri 20. júní Gullbringuhringur 8 km/450m
 9. Lau 24. júní Trölladyngja, Grænadyngja og Sogin 11 km/500m
 10. Þri 27. júní Móskarðshnúkar 8 km/650m

UMSJÓN
Birna María, Elísabet Snædís, Guðný Ragnars og Jóhanna Fríða leiðbeina ásamt Einari Skúlasýni. Þau hafa öll leitt brölthópa í fjölbreyttar göngur.

VERÐ OG BÓKANIR

1. Var ekki á námskeiði vorið 2023 38.000 kr.
2. Elli- eða örorkulífeyrisþegi 31.000 kr.
3. Var á Vesenisnámskeiði vorið 2023 31.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar1“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/6361634433899456

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2023 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur). Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.

Framundan er þriggja daga Vesenisferð um stórkostlegt svæði norðan Vatnajökuls. Fyrsta daginn verður farið á Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla og einn stærsta móbergsstapa á Íslandi. Við gistum svo í Dreka við Öskju og verjum öðrum deginum við göngu á Öskjusvæðinu, en færum okkur svo síðdegis í Sigurðarskála við Kverkfjöll og gistum þar. Eldsnemma morguninn eftir er farið af stað í gönguna á Kverkfjöll. Þátttakendur koma á eigin vegum að Möðrudal á Fjöllum, safnast saman og ekið er þaðan í samfloti á eigin jeppum. Það er hægt að bóka einungis fyrri tvo dagana í ferðina og sleppa Kverkfjöllum.
Athugið að ferðin er með þeim fyrirvara að óróa verði lokið í Öskju. Ef einhvers konar viðvaranir verða í gangi fyrir svæðið á þessum tíma, þá verður ferðin að sjálfsögðu felld niður og endurgreidd að fullu.

Á leið upp á Herðubreið.

DAGSKRÁ

 

11. ágúst föstudagur
Komið er saman snemma morguns við Möðrudal á Fjöllum, sameinast í jeppana og keyrt af stað kl.8 sem leið liggur að rótum Herðubreiðar. Þaðan er gengið upp á Herðubreið í skriðum og um klettabelti. Á þessari leið er nauðsynlegt að vera með hjálm og við munum ganga nokkuð þétt saman. Gera má ráð fyrir að gangan taki allt að 6 klst og hækkun er ca 1000 m. Að lokinni göngu keyrum við að skálanum Dreka í Dyngjufjöllum og gistum þar. Hægt er að fara í kvöldgöngu í Drekagil.
Athugið að 11. og 12. ágúst gætu víxlast ef skyggni og aðstæður eru betri seinni daginn fyrir göngu á Herðubreið.

12. ágúst laugardagur
Þennan dag keyrum við fyrst nokkra bíla að bílastæðinu við Öskju og svo göngum við fallega leið frá Dreka yfir Dyngjufjöll og að Öskju og eftir að hafa skoðað Víti þá er gengið að bílastæðunum. Ef veður er ekki gott þá látum við duga að keyra á bílastæðin við Öskju og ganga á fallegan útsýnisstað þar sem sést vel yfir Öskjuvatnið og berghlaupið sem varð árið 2014. Skoðum Víti í leiðinni. Keyrum svo að Sigurðarskála í Kverkfjöllum og gistum um nóttina. Farið verður snemma í háttinn.
Þau sem sleppa Kverkfjöllum kveðja væntanlega hópinn eftir gönguna við Öskju.

13. ágúst sunnudagur
Tökum daginn mjög snemma og förum af stað um kl. 6 um morguninn. Förum upp Löngufönn og á hæsta tind Kverkfjalla vestari og áfram að skála Jörfa við Gengissig. Hugsanlega komumst við líka í Hveradal ef aðstæður eru góðar. Útsýnið er stórkostlegt. Við komum niður fyrir kvöldmatarleyti og þau sem vilja vera lengur geta athugað með skálapláss eða hægt að keyra til byggða. Leiðin öll er um 18-20 km og hækkun um 1200 m. Gengið er í línu eftir að komið er í 1600 m hæð. Því þurfa allir að vera með göngubelti, lokaða karabínu, fjallabrodda og ísöxi.

Uppi á Herðubreið

LÍKAMLEGT FORM OG BÚNAÐUR

Það þarf að æfa fyrir svona ferð og best að stunda æfingar fyrir fjallaferðir með því að fara á fjöll. Kerhólakambur í Esju er góður sem undirbúningur fyrir göngu á Herðubreið og einnig Þverfellshorn og fleiri leiðir á Esju. Það á að tryggja þokkalegt form með því að fara tvisvar í viku fjall með 6-800 m hækkun síðustu fjórar til fimm vikur fyrir ferð. Gætið þess að hvíla amk tvo daga fyrir fyrsta göngudag í ferðinni.
Varðandi búnað þá þarf fjallabrodda (mannbrodda/jöklabrodda), ísöxi, hjálm, lokaða karabínu og göngubelti. Ef Kverkfjöllum er sleppt þá dregur úr öryggisbúnaði, fjallað er nánar um það á undirbúningsfundi í lok maí eða byrjun júní og birtur búnaðarlisti.
Fararstjórn er í höndum Jóns Trausta Bjarnasonar, Bjarka Vals Bjarnasonar og Einars Skúlasonar.

 

VERÐ OG BÓKANIR

Verð með Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum í skálagistingu kr. 48.300 m/vsk
Verð með Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum í tjaldi kr. 34.500 m/vsk

Innifalið: gisting í skálunum Dreka og Sigurðarskála við Kverkfjöll eða tjaldað í grennd við skála, fararstjórn.
_
Verð með Herðubreið og Öskju (án Kverkfjalla) í skálagistingu kr. 31.100 m/vsk
Verð með Herðubreið og Öskju (án Kverkfjalla) í tjaldi kr. 24.500 m/vsk

Innifalið: gisting í skálanum Dreka eða tjaldað í grennd við skálann, fararstjórn.
Ekki innifalið: akstur eða annað til að koma fólki á milli staða – ef ekki er komið á eigin bíl þá þarf að greiða viðkomandi bílstjóra sanngjarnan hlut í kostnaði

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í Sportabler.

Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur þá er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 6.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „Kverkskali“ eða „Kverktjald“ – ef þið ætlið ekki með í Kverkfjöll þá merkið þið: „Herdubrskali“ eða „Herdubrtjald“ (eftir því hvort þið viljið vera í skála eða tjaldi). Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 6.500 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.
Ferðin er á vegum Vesenisferða/Vesens og vergangs gönguklúbbs.

Dalastígur er nýleg gönguleið á fallegum en fáförnum slóðum að Fjallabaki. Þarna eru ekki breiðir stígar eins og á Laugaveginum, en yfirleitt eru kindagötur, reiðleiðir eða slíkir slóðar og stundum jeppaslóðar. Þetta er mjög fallegt umhverfi og mikið um móberg, ljós rýólítfjöll og jarðhitinn hefur víða sett mark sitt. Svartir sandar og gróðursnauðir melar eru áberandi en gróðurvinjar eru fallegar þar sem þær hafa náð að myndast. Við munum sjá stórkostlega staði, landslag og í heild er þetta veisla fyrir augað. Við gistum í skálum og gangan verður trússuð.
Við þurfum að vaða nokkrum sinnum og alveg örugglega fyrstu þrjár dagleiðirnar en gætum sloppið við það fjórða daginn.

 

DAGSKRÁ

Föstudagur 4. ágúst
Látið verður vita síðar hvar við hittumst á höfuðborgarsvæðinu snemma morguns. Setjum trúss í trússbílinn og tökum dagpokann með okkur í rútuna og keyrum austur í Fljótshlíð og inn Fjallabaksleið syðri og stoppum við brúna yfir Markarfljót skammt frá Emstrum og skálanum Mosa þar sem gangan hefst.
A.Í fyrri hluta göngunnar höfum við tvo kosti og það fer eftir veðri og sérstaklega skyggni hvor kosturinn verður fyrir valinu. Ef skyggni er gott þá förum við útsýnisleiðina meðfram Lifrarfjöllum og við Mófellsbætur. Tölur um hækkun miða við þá leið. Og leiðirnar koma aftur saman við ána Hvítmögu og þaðan farið ofan við Kringlumýri, undir Sultarfelli og inn að Hungurfitjum.
B. Ef skyggni er ekki nógu gott verður gengið um Þverárgil og Þverárgilsdrög og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Svo er farið yfir Hvítmögu og sömu leið og sú fyrrnefnda. Þarna sparast einhver hækkun, líklega um 100-150 m. Áfram er haldið í skálann í Hungurfitjum þar sem gist verður fyrstu nóttina.
Vegalengd ca 16 km og uppsöfnuð hækkun rúmir 500 m.

Laugardagur 5. ágúst
Við leggjum snemma af stað þennan daginn enda löng dagleið framundan. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og meðfram Laufafelli að austanverðu. Komið er að Markarfljóti þarna og skemmtilegt að sjá það tærara en það er neðar og þarna er jafnframt myndarlegur foss sem gaman er að skoða. Áfram er gengið með Markarfljóti og að hluta til á vegslóða uns komið er að Dalakofanum þar sem við gistum.
Vegalengd 24 km og 600 m hækkun.

Sunnudagur 6. ágúst
Enn höfum við tvo kosti um að velja varðandi leiðaval og verður það metið út frá ástandi hópsins hvort að þægilegri eða fallegri leiðin verður valin. Fallegri leiðin er aðeins lengri en þá myndum við taka krók í átt að Reykjadölum á leiðinni á Svartakamb. Annars er styttri leiðin upp meðfram Blautukvísl, og upp hlíðarnar á Svartakambi og eftir honum og svo yfir í áttina að Rauðufossafjöllum. Báðar leiðir koma við hjá Auganu, hinni sérkennilega uppsprettu Rauðufossakvíslar og verður ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan verður gengið um sléttar grundir yfir í Landmannahelli og gist þar stærsta skálanum.
Vegalengd 18 km og 500 m hækkun (leiðin með króknum gæti farið í 22 km).

Mánudagur 7. ágúst
Á fjórða degi verður gengið frá Landmannahelli á Hellismannaleiðinni til Landmannalauga. Fyrst er það neðan undir Löðmundi meðfram Löðmundarvatni og í grennd við Lifrarfjöll og eftir Dómadalshálsi og yfir fjallshrygginn eða múlann norðan við Stórhöfða. Þaðan um Háölduhraunið og niður Uppgönguhrygg ofan Vondugilja og um Vondugiljaaura og yfir Laugahraun og þá komum við í Landmannalaugar. Þar bíður rútan eftir hópnum.
Vegalengd 17 km og 500 m hækkun.

 

ÆFING
Eins og kemur fram í textanum geta verið einhver frávik á gönguvegalengdum hvern dag eftir leiðarvali og útúrdúrum. Það er mikilvægt að æfa sig fyrir ferðina enda eru þetta fjórir göngudagar í röð og vöðvar og liðir þurfa að vera tilbúnir til að takast á við svona álag dag eftir dag. Takið einhvers konar prógramm vikurnar fyrir ferð með góðri hækkun. Það má til dæmis taka tvær ferðir á viku upp að Steini í Esju og miða við að vera ekki lengur en klukkutíma og tíu mínútur að ná upp að Steininum.

 

TRÚSS
Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera dagpoka með nesti og hlífðarfötum. Þótt ferðirnar séu trússferðir er gott að hafa í huga að trússbíllinn er ekki mjög stór. Því skal takmarka umfang þess farangurs sem tekinn er með. Ágætt er að taka ekki meira með en í hefðbundinni ferð þar sem gengið er með allan farangur. Ganga verður þannig frá öllum farangri að hann blotni ekki þó rigni á hann.

VERÐ OG BÓKANIR

 • Í skála kostar ferðin kr. 79.000 á mann m/vsk (innifalið staðfestingargjald)
 • Í tjaldi kostar ferðin kr. 62.000 á mann m/vsk (innifalið staðfestingargjald)

 

Innifalið: rúta, trúss, skálagisting í þrjár nætur (eða tjaldsvæði), hafragrautur og kaffi á morgnana og sameiginlegur kvöldmatur, skipulagning og leiðsögn. Þess má geta að öll þurfa að hjálpast að við eldamennsku og frágang.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Athugið að það er ekki í boði að bóka ferð með því að greiða einungis staðfestingargjald. Það er hins vegar hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í sportabler.

Millifærsla: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 12.500 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja dalastigur. Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför.

 

Hámarksfjöldi 35 í heild. Lágmarksfjöldi er 20.
Haldinn verður undirbúningsfundur í maí eða byrjun júní þar sem fjallað verður um útbúnað og fyrirkomulag. Leiðsögn er í höndum Einars Skúlasonar.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 12.500 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Við förum í ævintýraferð um friðlandið á Hornströndum 29. júní til 3. júlí með allt á bakinu. Gistum í tjöldum og sjáum refinn, fuglinn og upplifum friðsældina. Rifjum upp sögur af venjulegu og óvenjulegu fólki sem bjó á stöðunum og veltum fyrir okkur endalokum byggðarinnar um miðja síðustu öld. Ferðin er krefjandi enda er gengið með allt á bakinu í fjóra daga í röð og ávallt þó nokkur hækkun. Við byrjum og endum á Hesteyri, en skoðum Látra í Aðalvík, Fljótavík, Kjaransvík og Hlöðuvík og endum svo á Hesteyri.

Fljótavík

 

DAGSKRÁ

30. júní: Hesteyri og gengið um Hesteyrarskarð að Látrum (Aðalvík)
Siglt snemma morguns úr höfninni Bolungarvík áleiðis til Hesteyrar í Hesteyrarfirði. Leiðin liggur svo upp í Hesteyrarskarð en þar tekur við vörðuð leið fram á efstu drög Stakkadals. Stakkadalsós þarf að vaða rétt neðan Stakkadalsvatns. Þaðan er skammur gangur að Látrum, þar sem við tjöldum.
Vegalengd ca 11 km og 300 m hækkun.
Við stefnum á að taka kvöldgöngu inn í Miðvík sem bætir nokkrum kílómetrum við vegalengd dagsins.

 

1. júlí: Látrar í Aðalvík – Fljótavík
Þau sprækustu leggja eldsnemma af stað, geyma þyngstu byrðarnar við rætur Straumnesfjallsins og taka göngu að herstöðinni gömlu efst á Straumnesfjalli (vegalengd göngu ca 10 km samtals). Það er auðvitað líka möguleiki að ganga upp kvöldið áður.
Annars er áætlun dagsins þannig að farin er leiðin um Tunguheiði fram á brúnir Tungudals þar sem við sjáum yfir Fljótavíkina. Þaðan göngum við niður hlíðarnar að Fljótavatni og vöðum yfir og tjöldum utarlega skammt frá ströndinni.
Vegalengd án Straumnesfjalls er ca 13 km og 500 m hækkun.

 

2. júlí: Fljótavík – Hlöðuvík
Gengið er í hlíðum með Fljótavatni. Þarna er mikið mýrlendi og því verður blautt um ca tveggja tíma kafla. Svo er gengið um bratta og grýtta hlíð upp í Þorleifsskarð, þarna förum við rólega enda erfiðasti kaflinn og höldum svo áfram um Almenninga og Almenningaskarð og undirlagið verður þægilegra eftir því sem við förum lengra. Svo er komið niður í Kjaransvík og farið um fjöruna fyrir Álfsfell og í Hlöðuvík. Við tjöldum í Hlöðuvík.
Vegalengd ca 15 km og 650 m hækkun.

 

3. júlí: Hlöðuvík – Hesteyri
Farið er yfir í Kjaransvík og upp varðaða leið um Kjaransvíkurskarð og meðfram Hesteyrarbrúnum niður að Hesteyri. Þar fáum við okkur hressingu í Læknishúsinu og litumst um á Hesteyri og siglum svo yfir til Bolungarvíkur síðdegis.
Vegalengd ca 15 km og 430 m hækkun.

LÍKAMLEGT FORM
Þetta er krefjandi ferð og mikilvægt að þátttakendur æfi vel vikurnar á undan. Varðandi æfingar er gott að taka tvær ferðir á viku upp að Steini síðustu fimm vikur fyrir göngu eða sambærilegt. Notið bakpokann sem þið farið með á Hornstrandir og hafið ávallt 5-10 kg pokanum (gott að nota 2 ltr plastflöskur með vatni til að geta hellt vatninu ef eitthvað kemur upp á).

 

UMSJÓN
Einar Skúlason annast leiðsögn í þessari ferð. Hann stofnaði Vesen og vergang árið 2011 og Wapp – Walking app árið 2015 og hefur leitt hundruð gönguferða um Hornstrandir og víðar á landinu.
Haldinn verður undirbúningsfundur í seinni hluta maí og hann verður tilkynntur á viðburðinum á Facebook.

VERÐ OG BÓKANIR

Verð 58.600 m/vsk

Innifalið: sigling og fararstjórn.

Ekki innifalið: veitingar í Læknishúsinu á Hesteyri.

Hámark 22 manns og lágmark 12 manns í þessa ferð.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í Sportabler.

Að millifæra: Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur þá er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 11.600 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „Hornstr“. Muna að fullgreiða með millifærslu minnst sex vikum fyrir brottför.

 

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 11.600 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Ferðir

Búnaður og öryggi