Tag: Hlöðuvík

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Vesen og brölt sumar 2024 er röð gönguferða í maí og júní sem eru eins konar framhald af sama vorprógrammi í Vesen og brölt. Það miðast meðal annars við að koma fólki í form fyrir sumargöngur en einnig til að njóta á björtum dögum og kvöldum. Á dagskrá eru fjölbreyttar og þægilegar láglendisgöngur og útivist á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. Gengið er einu sinni til tvisvar í viku og auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað. Hist er síðdegis eða um kl. 18 í kvöldgöngum en á milli kl. 9 og 10 í dagsgöngum.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með 1-3 daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá neðar.

DAGSKRÁ

13. maí mánud Stórhöfði og nágrenni 5.5 km/150 m
20. maí mánud Hjalladalur 7.5 km/200 m
25. maí laugard Svarfhólsháls 8 km/150 m
27. maí mánud Skáldaleið (Gljúfrasteinn – Helgufoss) 6 km/100 m
1. júní laugard Nesjavellir – fræðsluleið 9 km/300 m
3. júní mánud Hellisheiði 6 km/100 m
10. júní mánud Sporhelludalur 5 km/150 m
17. júní dagsganga Með Brynjudalsá 7 km/300 m
22. júní laugard Stóra Sauðafell 8 km/330 m
24. júní mánud Blikdalsgil 6 km/250 m
29. júní laugard Hraunkotin öll á Þingvöllum 13-16 km/150 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.

UMSJÓN
Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir leiða göngurnar.

VERÐ OG BÓKANIR

Fjórir skráningarmöguleikar

1. Allur pakkinn (var ekki á námskeiði vorið 2024)    41.000 kr.
2. Allur pakkinn (var á námskeiði vor 2024 eða elli-/örorkulífeyrisþegi (15% afsl))   34.850 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur    24.000 kr.
4. Aðeins dagsgöngur     25.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar1“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/336690449402109

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir ekki ef aðeins eru keyptar kvöld- eða dagsgöngur. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

 

Vesen og millibrölt sumar 2024 er röð gönguferða sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þau sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega gott fyrir þau sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fjölbreytt og fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Þar er einnig miðlað ýmis konar fræðslu, ábendingum um göngur eða tilboð á göngubúnaði og þátttakendur geta líka sjálfir skipulagt aukagöngur á síðunni eða annars konar viðburði. Sjá tengil inn á lokaða hópinn í kafla um verð og bókanir. Síðustu ár hafa verið tveir millibrölts sumarhópar en aðeins verður einn að þessu sinni.

DAGSKRÁ
Laugard 11-maí-24   Dagsganga: Snókur í Melasveit 6,5 km/550 m
Þriðjud 14-maí-24   Arnarfell við Þingvallavatn 6 km/300 m
Laugard 18-maí-24   Dagsganga: Vörðufell á Skeiðum 8-10 km/450 m
Þriðjud 21-maí-24   Hjálmur í Grímannsfelli 6 km/350m
Laugard 25-maí-24   Dagsganga: Þórólfsfell í Fljótshlíð 11,5 km/550 m
Þriðjud 28-maí-24   Meðalfell í Kjós endilangt 6 km/340 m
Þriðjud 04-júní-24   Skálafell við Hellisheiði 7,5 km/260 m
Laugard 08-júní-24   Dagsganga: Vestmannaeyjatoppar
Þriðjud 11-júní-24   Vífilsfell 6,5 km/450 m
Laugard 15-júní-24   Dagsganga: Gláma, Brekkukambur og Þúfufjall 13,5 km/800 m
Sunnud 23-júní-24   Dagsganga: Glymur og Hvalfell í Hvalfirði 13 km/900 m
Þriðjud 25-júní-24   Vörðuskeggi 8 km/650 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn. Vestmannaeyjaferðin er dagsferð og farið með Herjólfi að morgni og til baka með síðustu ferð, gönguleiðin sjálf verður ákveðin í vikunni fyrir ferð.

UMSJÓN
Einar Skúlason leiðir göngurnar með aðstoð annarra úr hópi fararstjóra Vesens og vergangs.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tólf göngur, sex kvöldgöngur og sex dagsgöngur. Hægt er að taka allt prógrammið (og þá er afsláttur fyrir þau sem voru í vorprógrammi eða eru á lífeyri) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar. Það hefst í fyrri hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sjö vikur. Við hittumst sex laugardaga og sex þriðjudaga. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur.

1. Var ekki á námskeiði vorið 2024 46.000 kr.
2. Var á námskeiði vor 2024 eða elli-/örorkulífeyrisþegi (15% afsl) 39.000 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 24.000 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 30.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar1“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2694476527394856

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir ekki ef aðeins eru keyptar kvöld- eða dagsgöngur. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

 

Snæfellsjökulsþjóðgarður er uppfullur af sérstæðri náttúru og miklum söguminjum. Landið er mótað af eldvirkni, jökul- og sjávarrofi. Jarðfræði, dýralíf og gróðurfar er fjölbreytt og góðar líkur á að refir sjáist á ferð. Í þessari ferð verður gengið um ýmsar gamlar þjóðleiðir í þjóðgarðinum. Fyrsta daginn göngum við um Öndverðarnes. Á degi tvö verður gengið frá Bervík yfir á Malarrif og þriðja daginn verður gengið um frá Búðum um Jaðargötu og svo í gegnum Búðahraun til baka. Margt er að skoða á þessum leiðum og margar sögur að segja auk þess að náttúran á svæðinu er stórbrotin. Athugið að fólk kemur á eigin vegum á Snæfellsnes en sjálfsagt er að vera í sambandi fyrir ferð til að deila bílum. Einnig þarf að hafa í huga að við ferjum bíla á milli upphafs- og lokastaða í göngunni á laugardeginum. Um leiðsögn sjá Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir.

Það er fjölbreytt úrval af gistingu á Snæfellsnesi en ráðlagt er að vera vestarlega á nesinu. Tjaldsvæði eru m.a. í Ólafsvík, á Hellissandi og Arnarstapa.

DAGSKRÁ

Föstudagur 12. júlí Öndverðarnes

Við hittumst við þjóðgarðamiðstöðina á Hellissandi kl. 9:30 og getum sameinast þar í bíla eins og vilji er til. Þaðan keyrum við svo að bílastæðinu við upphaf gönguleiðarinnar um Öndverðarneshóla og göngum að hólunum, þaðan yfir að Saxhólsbjargi og fylgjum bjarginu að Skálasnaga og kíkjum þar á fuglalífið. Áfram göngum við svo á Öndverðanes þar sem brunnurinn Fálki er og höldum svo þaðan yfir í Skarðsvík áður en við endum gönguna á bílastæðinu. Eftir gönguna förum við aftur að gestastofunni og fáum að kynnast þjóðgarðinum.
Vegalengd göngunnar um Öndverðarnes er um 14 km, uppsöfnuð hækkun um 100 m og áætlum við að gangan taki um 5 tíma.

Laugardagur 13. júlí Bervík – Malarrif

Við hittumst við gestastofuna á Malarrifi kl 8:00. Þar þurfum við að skilja eftir nokkra bíla og keyrum svo yfir á bílastæði nærri Nýjubúð í Bervík. Við göngum svo eftir stígum sem liggja með ströndinni og á leiðinni skoðum við ummerki útgerðar í Dritvík, kíkjum í fjöruna á Djúpalónssandi og heilsum þar upp á tröllkonuna áður en við höldum áfram á Malarrif.
Gangan er um 18 km og uppsöfnuð hækkun um 200 m. Áætlað er að gangan taki 6-8 tíma

Sunnudagur 14. júlí Jaðargata – Búðahraun

Við hittumst við Búðakirkju kl 9:00 og göngum þaðan upp á Jaðargötu og göngum um slóðir Axlar-Bjarnar. Þegar við komum að Miðhúsi höldum við til baka í gegnum Búðahraun og kíkjum á Búðahelli og Búðaklett. Í lokin skoðum við svo aðeins Frambúðir og fjöruna á Búðum.
Gangan er um 15 km og hækkun um 100 m. Gangan tekur um 5-6 tíma.
Við gerum ráð fyrir að klára gönguna um þrjúleytið og því nægur tími til að keyra heim.

LÍKAMLEGT FORM
Þó að leiðirnar sem slíkar séu ekki krefjandi getur það reynt á að ganga þrjá langa daga í röð. Því getur verið gott að byggja upp gönguform til þess að líða vel í ferðinni. Gott er því að æfa fyrir ferðina og best er að æfa sig í göngu. Upplagt er að ganga reglulega á Úlfarfellið eða sambærileg fjall síðustu 4-6 vikurnar fyrir ferð. Þá getur verið gott að vera með bakpokann sem þið áætlið að nota í ferðinni. Síðustu 2-3 daga fyrir ferð er svo gott að hvíla

VERÐ OG BÓKANIR

Verð kr. 27.000 m/vsk

Innifalið: fararstjórn.
Ekki innifalið: gisting, bílfar, matur eða annað.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.
Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „snæjúl“ á einarskula@hotmail.com.

SKILMÁLAR

Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 5.100 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför (15. maí) Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef hætt er við ferð þá fæst full endurgreiðsla.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Sumarsólstöður verða 21. júní og í tilefni af því verður farið í næturgöngu á Snæfellsjökul á þessum bjartasta tíma ársins. Það er óviðjafnanlegt að upplifa sólskinið á jöklinum um miðja nótt í góðum hóp. Þannig að við förum á föstudagskvöldinu 21. júní en til vara verður kvöldið eftir ef veður hamlar för á föstudegi.
Vegalengd er ca 10 km og hækkun um 1000 m. Gert er ráð fyrir að gangan taki um sjö tíma og klárist um fjögurleytið um nóttina.
Jón Bjarnason verður fararstjóri. Hann er virkur í Flugbjörgunarsveitinni og hefur farið með Vesen og meira brölt í fjölbreyttar jökla- og háfjallaferðir og auk þess farið víða á jöklaslóðir á eigin vegum, í forsvari fyrir hópa eða með björgunarsveitarmeðlimum.

Útbúnaður
Öll þurfa að mæta með jöklabúnað: gönguöxi, jöklabroddar, belti og læsta karabínu (hægt að fá leigt á kr. 5000 sjá að neðan). Að öðru leyti er það fatnaður í samræmi við aðstæður, húfa, vettlingar, legghlífar, sólgleraugu fyrir birtustig á jöklinum, gott nesti og nasl og heitt að drekka á brúsa og viðbótardrykkir (lágmark 2 l af vökva alls).
Athugið að ef ykkur vantar jöklabúnaðinn þá getum við útvegað sett og komið með þau á staðinn fyrir göngu.

Fyrirkomulag
Fólk fer á eigin vegum frá Reykjavík. Athugið að það er amk tveggja tíma keyrsla frá Reykjavík og því þarf að leggja af stað í síðasta lagi kl. 18 ef ætlunin er að stoppa á leiðinni. Ef fólk vill vera í samfloti þá er lagt til að fólk hittist á bílastæðinu við Húsgagnahöllina og sameinist í bíla og leggi af stað kl. 17:30.
Þau sem vilja hittast á Arnarstapa við tjaldsvæðið og fara af stað þaðan kl. 20:30. Keyrt verður upp á Jökulháls (fært öllum bílum) og lagt á bílastæði þar. Einnig er hægt að mæta beint þangað. Farið verður af stað í sjálfa gönguna kl. 21. Athugið að þið verðið að keyra upp á Jökulháls sunnan megin (sömu megin og Arnarstapi), ekki er víst að það verði fært norðan megin (frá Ólafsvík).
Lágmarksfjöldi er 8 manns og hámarksfjöldi 18 manns. Hugsanlega verður hægt að bæta við línu ef eftirspurn verður mikil.

Á Jökulhálsi neðan við Snæfellsjökul

Undirbúningur
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í formi fyrir göngu af þessu tagi og hafi gengið reglulega eða stundað aðra líkamsrækt. Tilvalinn undirbúningur er að ganga fjórum til fimm sinnum upp að Steini síðustu þrjár vikurnar fyrir göngu. Gott er að hvíla í tvo daga fyrir sjálfa gönguna.

Verð er kr. 17.000
Ef þið viljið fá lánaðan jöklabúnað þá er verðið samtals kr. 22.000

Innifalin er leiðsögn. Fólk ber sjálft ábyrgð á að koma sér á upphafsstað, en hægt er að skipuleggja samnýtingu bíla á viðburðinum á Facebook.
Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið afritið tengilinn og setjið í vafra, skráið ykkur inn og hvort þið viljið jöklabúnað að auki, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Athugið að það er ekki í boði að bóka ferð með því að greiða einungis staðfestingargjald. Það er hins vegar hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og ekki vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum.

Ef þið lendið í vandræðum með sportabler þá er hægt að greiða í ferðina með því að millifæra fyrir manninn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og senda staðfestingu á einarskula@hotmail.com (munið að gera þarf upp ferð í síðasta lagi 10. maí).

Á leið upp á Snæfellsjökul

Skilmálar
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 4.000 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Það er uppbókað í gistingu en hægt að gista á eigin vegum eða vera á tjaldsvæðinu. 

Um mánaðarmótin ágúst-september ætlum við að skoða hluta Stranda og raunar er þetta önnur tilraun til að fara þessa ferð enda þurfti að fella hana niður vegna veðurs í fyrra. Þetta er helgarferð og við tökum létta göngu á föstudagskvöldinu til að koma okkur í gang og svo þægilegar dagsgöngur um gamlar þjóðleiðir á laugardegi og sunnudegi. Við verðum með bækistöð við Steingrímsfjörð og skoðum einnig Bjarnarfjörð, Kollafjörð og Bitrufjörð. Í ferðinni ætlum við því að skoða landslagið vel og hinar ýmsu hliðar á náttúrunni (og bragða á berjum) en líka bregða okkur í laugar, borða góðan mat, pæla í sögum og menningu Strandamanna og eiga góðar stundir saman.
Farið verður á eigin bílum en við munum skipuleggja okkur og sameinast í bíla eftir föngum. Gist verður að Kirkjubóli og Víðidalsá við Steingrímsfjörð. Í boði eru sjö tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna. Einnig er í boði að tjalda fyrir utan Kirkjuból og nýta aðstöðuna innan dyra. Að auki verður hægt að taka þátt í ferðinni án gistingar og velja sér gistingu annars staðar (aðeins 10 mín akstur á Hólmavík). Við verðum með morgunmat í félagsheimilinu Sævangi (skammt frá Kirkjubóli) tvo morgna og veislumat og kvöldvöku þar á laugardagskvöldinu. Víðidalsá er í 5 mín akstursfjarlægð frá Sævangi (7 km).

Fararstjórar verða Einar Skúlason og Elísabet Snædís Jónsdóttir frá Drangsnesi.

Þarna sjást Bæjarvötn og Bæjarfell af leiðinni um Bæjarháls á Drangsnesi.

DAGSKRÁ

Föstudaginn 30. ágúst
Gott er að miða við að leggja af stað frá Reykjavík kl. 15 miðað við að koma um kl. 18 í Steingrímsfjörð. Ef ekki er stoppað á leiðinni þá tekur aksturinn ca tvo tíma og þrjú korter.
Kl. 19 verður farið í létta göngu með útsýni yfir Steingrímsfjörð til að horfa yfir sviðið. Stefnt er að því að fara í mat á Café Riis í kjölfarið eða kl. 20, en staðurinn er víðfrægur fyrir pizzurnar sínar og fleira góðgæti.

Laugardaginn 31. ágúst
Við byrjum á morgunmat í Sævangi snemma morguns. Svo keyrum við út á Drangsnes, skiljum bíla eftir á lokastað göngu og keyrum á upphafsstaðinn við Kaldranarnes. Göngum svo gömlu þjóðleiðina um Bæjarháls. Ef einhver vill taka Bæjarfellið í leiðinni þá er það mögulegt. Gangan er um 6 km og uppsöfnuð hækkun um 200 m (án Bæjarfellsins). Gangan tekur ca þrjá tíma með stoppum (aðeins lengra ef Bæjarfellið er tekið með).
Eftir göngu verður farið í bað/sund á Drangsnesi eða í Bjarnarfirði og hægt að kíkja á galdrasýninguna á Hólmavík.
Um kvöldið verður lambakjötsveisla í Sævangi og kvöldvaka með sögum af Ströndum og söng og öðru skemmtilegu. Látið vita ef þið borðið ekki kjöt.

Sunnudaginn 1. september
Eftir frágang byrjum við á morgunmat í Sævangi. Svo verður keyrt í Kollafjörð og skildir eftir bílar og keyrt áfram í Bitrufjörð og gamla leiðin um Bitruháls gengin yfir í Kollafjörð. Vegalengd 9,5 km og uppsöfnuð hækkun rúmir 400 m. Gangan tekur fimm tíma eða rúmlega það með stoppum. Eftir að búið er að sækja bíla, þá liggur leiðin aftur suður. Best er að klára að keyra Strandaveginn um Hrútafjörð og þaðan um Holtavörðuheiði í bæinn.

LÍKAMLEGT FORM
Þetta er ekki krefjandi ferð og hentar breiðum hópi fólks. Heppilegar æfingar geta falist í göngum á Úlfarsfellið eða sambærilegt og gott að miða við þrisvar í viku þangað upp síðustu þrjár vikur fyrir ferð.

Ströndin í Kollafirði á Ströndum. Mynd: Jón Jónsson

VERÐ OG BÓKANIR
Verð með gistingu kr. 54.100 m/vsk
Verð miðað við tjald fyrir utan Kirkjuból kr. 35.000 m/vsk
Verð miðað við að gista á eigin vegum (innifalinn kvöldmatur eitt kvöld en ekki morgunmatur) kr. 29.000 m/vsk

Innifalið: gisting í uppbúnu í tveggja manna herbergjum eða tjaldað við Kirkjuból (og nýta salernis- og eldhúsaðstöðu innandyra), morgunmatur tvo morgna og lambakjötsveisla (eða vegan) á laugardagskvöldinu og leiðsögn/fararstjórn.
Ekki innifalið: kvöldmatur á föstudagskvöld eða nesti og athugið að fólk þarf að koma sér sjálft norður í Steingrímsfjörð og á milli göngustaða. Við munum skipuleggja samvinnu í bílamálum í lokaða Fb hópnum um ferðina, bæði samnýtingu bíla frá höfuðborgarsvæðinu og á milli göngustaða.
Lágmarksfjöldi er 15 manns.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn “bóka núna” hér við þessa færslu, skráið ykkur inn og veljið þá gistingu sem passar, veljið greiðslufyrirkomulag og þá er allt klappað og klárt). Það er hægt að dreifa greiðslum á nokkra mánuði og enginn vaxtakostnaður af slíkum ráðstöfunum í Sportabler.
Athugið að ef bókunarkerfið þvælist fyrir ykkur þá er hægt að taka frá pláss í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 8.100 inn á reikning: 515-26-530314. Kt. 530314-0650. Senda afrit á einarskula@hotmail.com og merkja „Stragist“ eða „Stratjald“ (eftir því hvort þið viljið vera í gistingu eða tjaldi). Muna að fullgreiða sex vikum fyrir brottför.

Útsýni yfir Steingrímsfjörð frá Sjónvarpshæð. Mynd: Jón Jónsson.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 8.100 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. 6 vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.
Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

Í sumar verða tvær göngur yfir Fimmvörðuháls á dagskrá hjá Veseni og vergangi. Fyrri ferðin verður laugardaginn 6. júlí og seinni ferðin laugardaginn 20. júlí. Í báðum tilvikum eru sunnudagarnir til vara ef veðurspá er slæm fyrir laugardaginn.

Mjög vinsælt er að ganga frá Skógum milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls yfir Fimmvörðuháls yfir í Goðaland og Þórsmörk. Nafnið er dregið af fimm vörðum er stóðu þar nokkuð þétt til að vísa leiðina í dimmviðri. Fyrrum ráku bændur undir Austurfjöllum ær sínar þarna um yfir í grösuga sumarhaga en því var hætt árið 1917. Að mestu leyti er þó gott að fara Fimmvörðuhálsinn og stálpuð börn fara gjarnan þessa gönguleið með foreldrum sínum. Vorið 2010 gaus á Fimmvörðuhálsi og mynduðust gígarnir Magni og Móði og rann hraun yfir gamla slóðann. Sá nýi liggur um hraunið og hægt er að fara upp á annan eða báða gígana. Stórkostlegt útsýni opnast þegar leiðin fer að lækka niður í Þórsmörk og lætur fáa ósnortna.

Við tökum rútu frá Reykjavík (Hádegismóum við prentsmiðju Morgunblaðsins) kl. 7 að morgni og göngum upp frá Skógum. Í Básum bíður rúta og við komum því aftur í bæinn um kvöldið. Reynslan sýnir að við komum á bilinu kl. 22 til miðnættis í bæinn.

Hámarksfjöldi í ferðina er 35 manns (lágmarksfjöldi er 18 manns).

Einn af fjölmörgum fossum í Skógá er Skálabrekkufoss sem sést þarna í sinni glæsilegu umgjörð.

LÍKAMLEGT FORM
Gangan frá Skógum og yfir Fimmvörðuháls að Básum er ca 23 km, uppsöfnuð hækkun ca 1100 m og göngutími 9-12 tímar (fer eftir aðstæðum). Það segir sig sjálft að fólk þarf að vera líkamlega tilbúið í svona áreynslu, sem samsvarar því að ganga tvisvar í röð upp að Steini í Esjunni og bæta nokkurri vegalengd við það í snjó. Þannig að æfingar eru nauðsynlegar fyrir ferðina og best að æfa sig í göngu. Upplagt er að fara fimm sinnum upp að Steini eða sambærilegt síðustu þrjár vikurnar fyrir ferð.

NESTI OG ÚTBÚNAÐUR
Takið með ykkur gott nesti og fínt að hafa viðbótarbita í rútunni til að eiga eftir göngu (að auki má geyma aukaskó og föt í rútunni til að eiga eftir göngu). Einnig þarf að vera vel útbúin, í góðum skóm sem þola að ganga í blautum snjó, vera með skel í bakpokanum sem þolir vind og vætu, vera með einangrandi millilag og með góða húfu og vettlinga. Takið með aukapeysu eða létta úlpu til að klæðast í nestinu. Göngustafir geta gagnast enda draga þeir úr álagi á hné og mjaðmir.

VERÐ OG BÓKANIR
Verð kr. 25.000 m/vsk
Innifalið er fararstjórn og rúta frá Reykjavík á upphafsstað og til baka frá endastað göngu.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu merkt „5vörðu6“ eða „5vörðu20“ á einarskula@hotmail.com.

Þarna sjást gígarnir Magni og Móði á Fimmvörðuhálsi.

SKILMÁLAR
Ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 7.200 og er hluti af verði ferðarinnar. Aldrei er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt en hægt er að framselja bókunina til nýs farþega sem kemur inn og tekur sætið og fylgir þá staðfestingargjaldið með. Fargjald þarf að greiða að fullu a.m.k. sex vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir: Um afbókanir gilda annars eftirfarandi reglur:
Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd.
Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.
Breytingar: Áskilinn er réttur til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Tryggingar: Tryggingar eru fyrir hendi eins og ferðaskrifstofuleyfi gerir ráð fyrir. Farþegar eru engu að síður hvattir til að huga að tryggingarmálum og hafa ferða- og slysatryggingar í lagi.

 

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir

More Stories from Archive