Tag: Móskarðshnúkar

Search my Blog:

Read my Latest Stories

Langbröltið eru krefjandi göngur og farið er meira á lengdina en bröttustu leiðirnar. Þó má búast við góðri hækkun í bland við ágætis vegalengdir enda eru dagsgöngurnar með hækkun upp á 750 til 1250 metra eins og sést í dagskránni. Það er því fjör framundan!

Alls eru 18 göngur á dagskrá í haust og auk þess hvetjum við til vikulegra Esjuæfinga og stingum upp á þriðjudagskvöldum eins og má sjá hér neðar. Þetta eru því fjölmargar göngur, sem er nauðsynlegt til að komast í gott form og líða vel í dagsgöngunum um helgar.

Búist er við að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð, og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnaði til samræmis. Keðjubroddar (Esjubroddar) eiga að duga í allar göngur en ekki er útilokað að það sé gott að hafa öxi og fjallabrodda þó ekki sé stefnt á það. Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla. Sjá tengil á lokaða hópinn neðar í textanum.

Fararstjórn annast Einar Skúlason og Kristín Silja Guðlaugsdóttir auk annarra fararstjóra Vesens og vergangs.

DAGSKRÁ

Gengið er á fimmtudagskvöldum kl. 18 og farið í dagsgöngur um helgar og keyrt af stað kl. 8 og stundum aðeins fyrr. Stefnt er á dagsgöngur á þeim dögum sem merktir eru í dagskránni, en aðrir dagar eru til vara. Hver ganga er tilkynnt í lokaða hópnum með eins til þriggja daga fyrirvara og verða leiðir valdar með hliðsjón af veðurspá og færð. Auk þess er hvatt til þess að þátttakendur skelli sér upp að Steini síðdegis á þriðjudögum kl. 17:30 (eða eins og hentar).

HELGARGÖNGUR
• Umhverfis Jósepsdal 19 km/1250 m
• Elliðahamar og Elliðatindar 12 km/950 m
• Skyrtunna 17 km/1000 m
• Vörðuskeggi frá Hellisheiðarvirkjun 14 km/850 m
• Súlufell, Kyllisfell og Stapafell í Grafningi 14,5 km/750 m

KVÖLDGÖNGUR
• Nokkrar leiðir á Esju og nágrenni (allt frá Skálafelli og út á Lág-Esju, sunnan og norðan megin)
• Lengri leiðir á fellin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
• Bláfjallahryggur og nágrenni
• Hengill og nágrenni
• Nágrenni Kleifarvatns

 

Dagsetningarnar

1 Fimmtud 14-Aug-25 opin upphitunarganga
2 Fimmtud 21-Aug-25
3 Fimmtud 28-Aug-25
4 Fimmtud 04-Sep-25
5 Fimmtud 11-Sep-25
6 Laugard 13-Sep-25 Dagsganga
7 Fimmtud 18-Sep-25
8 Fimmtud 25-Sep-25
9 Laugard 04-Oct-25 Dagsganga
10 Fimmtud 09-Oct-25
11 Fimmtud 16-Oct-25
12 Laugard 25-Oct-25 Dagsganga
13 Fimmtud 30-Oct-25
14 Fimmtud 06-Nov-25
15 Fimmtud 13-Nov-25
16 Laugard 22-Nov-25 Dagsganga
17 Fimmtud 27-Nov-25
18 Laugard 06-Dec-25 Dagsganga

VERÐ OG BÓKANIR

  1. Verð í allt prógrammið kr. 69.000
  2. Verð í allt prógrammið með afslætti kr. 58.650
  3. Verð í einungis kvöldgöngurnar er kr. 45.000
  4. Verð í einungis dagsgöngurnar er kr. 32.000
  5. Verð fyrir bland í poka (tvær dagsgöngur og sjö kvöldgöngur að eigin vali) kr. 39.000

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „lang“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum miðað við fjölda í 100% þátttöku er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum.

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Afsláttur er aðeins veittur af öllum pakkanum og ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%).

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þau sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.

Hist er einu sinni í viku á þriðjudögum frá því í ágúst og öðru hvoru er laugardagsganga og síðasta ganga er í byrjun aðventu. Flestar kvöldgöngur eru framan af til að nýta birtuna en dregur úr þeim þegar á líður. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á þriðjudögum og kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).

Alls verða 16 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki svona gönguhreyfingu (eða annars konar hreyfingu) alls þrisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til tveggja daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

DAGSKRÁ

Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

ÞRIÐJUDAGSGÖNGUR: Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Þríhnúkar og Haukafjöll, Eyrarfjall, Hengilssvæði, Jósepsdalur og Ólafsskarð, Litli – Meitill, Grímannsfell, Meðalfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Sveifluháls, Helgafell, Mosfell, Hafrahlíð, Búrfellsgjá, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

LAUGARDAGSGÖNGUR (stefnt á fjórar af eftirtöldum göngum):

• Drápuhlíðarfjall í Helgafellssveit 6 km/570 m
• Þríhyrningur við Fljótshlíð 7 km/650 m
• Ölfusvatnsfjöll og Lambhagi 9 km/350 m
• Dagmálafjall í Kjós 6 km/500 m
• Reykjafjall og Botnahnúkur 8 km/470 m

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar:

1 Þriðjud 19-Aug-25 opin upphitunarganga
2 Þriðjud 26-Aug-25
3 Laugard 30-Aug-25 Dagsganga
4 Þriðjud 02-Sep-25
5 Þriðjud 09-Sep-25
6 Þriðjud 16-Sep-25
7 Þriðjud 23-Sep-25
8 Þriðjud 30-Sep-25
9 Þriðjud 07-Oct-25
10 Laugard 11-Oct-25 Dagsganga
11 Þriðjud 14-Oct-25
12 Þriðjud 21-Oct-25
13 Þriðjud 28-Oct-25
14 Laugard 01-Nov-25 Dagsganga
15 Þriðjud 11-Nov-25
16 Laugard 29-Nov-25 Dagsganga

 

TEYMIÐ

Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Elísabetu Snædísi, Rakel, Kristínu Silju og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

  • Verð fyrir manninn í fullt prógramm er kr. 61.500.
  • Einungis kvöldgöngur verð kr. 44.000.
  • Einungis helgargöngur verð kr. 26.000.
  • Verð fyrir bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali) kr. 38.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna miðvikud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum miðað við fólk í fullu prógrammi er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook (hópur er sameiginlegur með þriðjudagshópi): https://www.facebook.com/groups/870504525067256

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2025 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Vesen og millibrölt er námskeið og æfingaáætlun sem passar fyrir þau sem fara gjarnan á Úlfarsfell eða sambærilegt og geta hugsað sér að fara víðar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur bæti þolið og styrkist og æfi sig jafnframt í ólíkum aðstæðum á hinum ýmsu fellum og lægri fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Smátt og smátt verða göngurnar örlítið erfiðari til að auka hæfnina og að auki er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Hist er einu sinni í viku á miðvikudögum frá því í ágúst og öðru hvoru er sunnudagsganga og síðasta ganga er í byrjun aðventu. Flestar kvöldgöngur eru framan af til að nýta birtuna en dregur úr þeim þegar á líður. Miðað er við að ganga af stað kl. 18 á miðvikudögum og kl. 9 í helgargöngunni (fer þó eftir akstursvegalengd).

Alls verða 16 fjölbreyttar göngur á dagskrá og stefnt er á að fara aldrei sömu leið tvisvar í prógramminu þannig að þátttakendur kynnast mörgum leiðum og svæðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur æfi sig einnig á eigin vegum (með göngum eða annars konar hreyfingu) tvisvar í viku til að ná eðlilegum framförum.

Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til tveggja daga fyrirvara með hliðsjón af veðri og færð og miðlað ýmis konar fræðslu. Sjá tengil neðar á Facebook hópinn. Þátttakendur þurfa að eiga keðjubrodda (stundum kallaðir Esjubroddar) og höfuðljós fyrir þetta prógramm.

 

DAGSKRÁ

Dagskráin mótast af hópnum og veðri og aðstæðum. Við höfum valið að vera með potta af mögulegum göngum og svo veljum við úr þeim miðað við veður og aðstæður. Tilkynnt er um hverja göngu í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þar koma fram allar upplýsingar um gönguna og hvernig á að komast á staðinn. Við hittumst gjarnan í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og deilum bílum að göngustað.

MIÐVIKUDAGSGÖNGUR: Þær göngur sem eru í potti fyrir virku kvöldin eru: Þríhnúkar og Haukafjöll, Eyrarfjall, Hengilssvæði, Jósepsdalur og Ólafsskarð, Litli – Meitill, Grímannsfell, Meðalfell, Selfjalls- og Lækjarbotnahringur, Esjuhlíðar, Bláfjallahryggur, Sveifluháls, Helgafell, Mosfell, Hafrahlíð, Búrfellsgjá, en ekki útilokað að eitthvað hér detti út og annað komi inn ef aðstæður kalla á það.

SUNNUDAGSGÖNGUR (stefnt á fjórar af eftirtöldum göngum):
• Drápuhlíðarfjall í Helgafellssveit 6 km/570 m
• Þríhyrningur við Fljótshlíð 7 km/650 m
• Ölfusvatnsfjöll og Lambhagi 9 km/350 m
• Dagmálafjall í Kjós 6 km/500 m
• Reykjafjall og Botnahnúkur 8 km/470 m

 

Dagsetningar fyrir göngurnar eru eftirtaldar:
1 Miðvikud 20-Aug-25 opin upphitunarganga
2 Sunnud 24-Aug-25 Dagsganga
3 Miðvikud 27-Aug-25
4 Miðvikud 03-Sep-25
5 Miðvikud 10-Sep-25
6 Miðvikud 17-Sep-25
7 Miðvikud 24-Sep-25
8 Miðvikud 01-Oct-25
9 Miðvikud 08-Oct-25
10 Sunnud 12-Oct-25 Dagsganga
11 Miðvikud 15-Oct-25
12 Miðvikud 22-Oct-25
13 Miðvikud 05-Nov-25
14 Sunnud 09-Nov-25 Dagsganga
15 Miðvikud 19-Nov-25
16 Sunnud 30-Nov-25 Dagsganga

TEYMIÐ

Teymið sem hefur umsjón með göngunum samanstendur af Einari Skúlasyni, Gunnari Gunnarssyni, Rakel, Kristínu Silju, Elísabetu Snædísi og fleirum úr Veseni og vergangi. Þau hafa öll mikla og fjölbreytta reynslu af fjallamennsku og að leiða hópa við ýmsar aðstæður í göngum.

VERÐ OG BÓKANIR

  • Verð fyrir manninn í fullt prógramm er kr. 61.500.
  • Einungis kvöldgöngur verð kr. 44.000.
  • Einungis helgargöngur verð kr. 26.000.
  • Verð fyrir bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali) kr. 38.000

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna miðvikud. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum miðað við fólk í fullu prógrammi er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum á Facebook (hópur er sameiginlegur með þriðjudagshópi): https://www.facebook.com/groups/870504525067256

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í vor eða sumar 2025 eða til elli-og örorkulífeyrisþega. Veljið í bókunarferlinu.
Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og athugið að afsláttarkjör eru einungis í heildarpakka ekki ef valdar eru bara kvöldgöngur eða bara dagsgöngur.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Vesen og brölt haust er sería af láglendisgöngum og um aflíðandi brekkur frá miðjum ágúst og fram í byrjun desember sem miðast meðal annars við að hjálpa fólki að komast í betra form, en um leið að njóta fallegrar náttúru í lok sumars, inn í haustlitina og fyrstu vikur vetrar.

Á dagskrá eru sextán fjölbreyttar göngur á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu sem skiptast í tólf mánudagsgöngur og fjórar dagsgöngur. Kvöldgöngurnar eru skipulagðar þannig að meirihluti þeirra er framan af til þess að nýta birtuna betur á meðan hennar nýtur við. Auk hreyfingarinnar þá er miðlað fjölbreyttum fróðleik um náttúru, sögu, örnefni og útbúnað. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en fá boð um tíma og stað fyrir hverja göngu til að sameinast í bíla til að minnka mengun og auka samskipti.

Hist er síðdegis og gengið af stað um kl. 18 á mánudögum og um og upp úr kl. 9 á sunnudagsmorgnum. Ef veður er slæmt á sunnudegi þá er laugardagur til vara.
Stofnaður hefur verið lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til tveggja daga fyrirvara og miðlað ýmis konar fræðslu. Sækið um aðgang að lokaða hópnum á Facebook á þessum tengli þegar búið er að ganga frá skráningu.

Athugið að fjórir möguleikar eru í boði; „allt prógrammið“, „einungis helgargöngur“, „aðeins virka daga“ eða „bland í poka“ (tvær dagsgöngur og sex kvöldgöngur að eigin vali).

DAGSKRÁ

1 Mánud 18-Aug-25 opin upphitunarganga
2 Mánud 25-Aug-25
3 Mánud 01-Sep-25
4 Sunnud 07-Sep-25 Dagsganga
5 Mánud 15-Sep-25
6 Mánud 22-Sep-25
7 Mánud 29-Sep-25
8 Mánud 06-Oct-25
9 Mánud 13-Oct-25
10 Sunnud 19-Oct-25 Dagsganga
11 Mánud 20-Oct-25
12 Mánud 27-Oct-25
13 Mánud 10-Nov-25
14 Sunnud 16-Nov-25 Dagsganga
15 Mánud 24-Nov-25
16 Sunnud 07-Dec-25 Dagsganga

Búið er að taka saman nokkrar göngur sem koma til greina og verður metið út frá veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ef ástæða er til verða enn aðrar göngur teknar á dagskrá og falla þá einhverjar út á móti. Hver ganga er kynnt í lokaða hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara og þá er útskýrt nákvæmlega hvar á að mæta og fjallað um gönguleiðina, aðstæður og veðurspána:

 

Mánudagsgöngur: Þær geta verið á bilinu 4-8 km og fer vegalengd og hækkun eftir aðstæðum, algengasta vegalengdin er um 5 km. Við göngum víða eða til dæmis í upplandi Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar og í nágrenni. Einnig geta verið göngur meðfram sjávarsíðunni og við græn svæði í byggð á höfuðborgarsvæðinu. Við metum aðstæður út frá veðri og færð og tilkynnum hverja göngu í lokaða Facebook hópnum með eins til tveggja daga fyrirvara.

 

Stefnt er á eftirfarandi sunnudagsgöngur:

• Varnargarðar, gígar og misgengi í Grindavík (og súpa á eftir) ca 8 km
• Haustlitaferð í Borgarfjörð með Paradísarlaut og Glanna, skógargöngu við Hreðavatn og fleira
• Akranes á Mýrum, sandfjara og skarfar á skerjum 10 km
• Með Laxá í Kjós frá Stíflisdal framhjá Þórufossi að Hækingsdal 6-7 km

 

UMSJÓN
Leiðbeinendur eru Einar Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Rakel G. Magnúsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Þau hafa öll komið mikið að göngum í brölthópunum í leiðsögn.


VERÐ OG BÓKANIR

Verð fyrir manninn í allt prógrammið er kr. 59.500.

Verð einungis dagsgöngurnar er kr. 25.000.

Verð einungis í kvöldgöngurnar er kr. 43.000.

Verð fyrir bland í poka (sex kvöldgöngur og tvær dagsgöngur að eigin vali) kr. 35.000.

 

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags- eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „brölt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum miðað við fólk í fullu prógrammi er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða
hópnum.

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið í sumar eða í vor 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþega fá 15% afslátt. Veljið í bókunarferlinu. Hægt er að sækja um fjölskylduafslátt sem virkar þannig að meðlimur í fjölskyldu nr 2 með sama lögheimili fær 15% afslátt. Látið vita á einarskula@hotmail.com.
Ekki er hægt að leggja saman afslátt til að fá hærra (hámarksafsláttur á hvern er 15%) og aðeins er veittur afsláttur ef tekið er allt prógrammið.

 

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra ástæðna en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Sumarbröltið er röð þægilegra láglendisgönguferða í maí og júní sem eru eins konar framhald af sama vorprógrammi í Vesen og brölt. Það miðast meðal annars við að koma fólki í form fyrir sumargöngur en einnig til að njóta á björtum dögum og kvöldum. Gengið er einu til tvisvar í viku á höfuðborgarsvæðinu og skynsamri akstursfjarlægð og er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað. Hist er kl. 18 í kvöldgöngum en yfirleitt um níuleytið í dagsgöngum.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara og birtast allar upplýsingar um gönguna, um veðurspá og útbúnað, útskýrt hvernig á að komast á staðinn og settur staður á höfuðborgarsvæðinu til að hittast og sameinast í bíla.

DAGSKRÁ

Mán 12.5.2025 Kvöld: Smalaholt 6 km/200 m
Mán 19.5.2025 Kvöld: Úlfarsfell eftir veginum 5 km/200 m
Sun 25.5.2025 Dagsganga: Knarrarósviti – Eyrarbakki 12 km/50 m
Mán 26.5.2025 Kvöld: Urriðakotsvatn og Stekkjahraun 6 km/100 m
Mán 2.6.2025   Kvöld: Skógrækt við Krýsuvíkurveg 7 km/100 m
Mán 9.6.2025 Dagsganga: Klukkustígur á Þingvöllum 12 km/100 m
Mán 16.6.2025 Kvöld: Umhverfis Mosfell 6 km/200 m
Lau 21.6.2025 Dagsganga: Háifoss að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal 10 km/250 m
Mán 23.6.2025 Kvöld: Guðnahellir á Mosfellsheiði 7 km/100 m
Lau 28.6.2025 Dags: Marardalur 10 km/400 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.

UMSJÓN
Gunnar Gunnarsson og Rakel G. Magnúsdóttir stýra prógramminu og leiða göngurnar.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tíu göngur, sex kvöldgöngur og fjórar dagsgöngur. Hægt er að taka allt prógrammið (og þá er afsláttur fyrir þau sem voru í vorprógrammi eða eru á lífeyri) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur (verð kr. 5000 í staka kvöldgöngu og 7000 í staka dagsgöngu).

1. Allur pakkinn 33.000 kr.
2. Allur pakkinn með afslætti 28.050 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 20.500 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 18.500 kr.
5. Bland í poka (tvær dagsgöngur og þrjár kvöldgöngur að eigin vali) 21.500 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumarbrolt“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/336690449402109

 

Afsláttarkjör

Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir aðeins ef keyptur er allur pakkinn.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjá

lft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

Vesen og millibrölt sumar er röð gönguferða í tæpa tvo mánuði sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þau sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega góður undirbúningur fyrir þau sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fjölbreytt og fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, sögu, umhverfi og útbúnað.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Sjá tengil inn á lokaða hópinn í kafla um verð og bókanir.

Á Vífilsfelli

DAGSKRÁ

Lau 10-May-25 Dagsganga: Þyrill í Hvalfirði úr Litlasandsdal 8,5 km/350 m
Þri 13-May-25 Kvöldganga: Geitafell í Þrengslum 8 km/300 m
Þri 20-May-25 Kvöldganga: Sköflungur við Hengilssvæðið 6,5 km/260 m
Lau 24-May-25 Dagsganga: Bjarnarhafnarfjall í Helgafellssveit 8,5 km/750m
Þri 27-May-25 Kvöldganga: Ingólfsfjall að Inghóli 9 km/540 m
Þri 03-Jun-25 Kvöldganga: Hrafnabjörg (og Þjófahnúkur) við Þingvelli 6-8 km/350-500m
Mán 09-Jun-25 Dagsganga: Búrfell í Þjórsárdal 10 km/600 m
Þri 17-Jun-25 Dagsganga: Glymur og Hvalfell í Hvalfirði 13 km/900 m
Þri 24-Jun-25 Kvöldganga: Vörðuskeggi 8 km/650 m
Sun 29-Jun-25 Dagsganga: Tungukollur og Katlaþúfa við Hafnarfjall 10 km/950m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn.

 

UMSJÓN
Einar Skúlason leiðir flestar göngurnar ásamt Jóhönnu Fríðu, Kristínu Silju og fleiri úr hópi fararstjóra Vesens og vergangs.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tíu göngur, fimm kvöldgöngur og fimm dagsgöngur. Hægt er að taka allan pakkann (og þá getur afsláttur átt við) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar eða bland í poka. Það hefst í fyrri hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sjö vikur. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur (verð kr. 5000 í staka kvöldgöngu og 7000 í staka dagsgöngu).

1. Allur pakkinn 36.000 kr.
2. Allur pakkinn með afslætti 30.600 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 18.500 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 23.000 kr.
5. Bland í poka (tvær dagsgöngur og þrjár kvöldgöngur að eigin vali) 22.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „millisumar“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2694476527394856

Afsláttarkjör
Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2025 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir aðeins ef keyptur er allur pakkinn.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

FEATURED STORY

Göngur eru fyrir alla

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse varius enim in eros elementum tristique. Duis cursus, mi quis viverra ornare, eros dolor interdum nulla.

Discover My Story Categories

Umgengni og umhverfi

Skilmálar

Hreyfihópar

Heilsa og líðan

Göngur fyrir alla!

Ferðir