VESEN OG LANGBRÖLT VOR 2023

Langbrölt er næst erfiðasti brölthópurinn í Veseni og vergangi. Göngurnar eru langar og krefjandi en við sneiðum þó hjá bröttustu fjöllunum og sleppum jafnframt jöklunum. Það má samt búast við góðri hækkun og löngum göngum eins og sést á dagskránni að neðan. Farið verður um fjölbreytt fjöll og slóðir á suðvesturhorninu og víðar og þátttakendur fá tækifæri til að sjá mögnuð náttúrfyrirbæri og útsýni.

Búast má við því að þátttakendur geti farið í krefjandi aðstæður út frá veðri og færð og þarf hver og einn að eiga eða hafa aðgang að búnað til samræmis. Eiga þarf keðjubrodda (Esjubrodda) og það getur komið til þess að við tökum með gönguöxi (ísöxi) og fjallabrodda (jöklabrodda) og því er kostur ef þátttakendur hafa aðgang að slíku. Við eigum nokkur sett til að lána. Þó að við stefnum ekki á jökla þá bjóðum við upp á æfingu til að kynnast notkun á gönguöxi (ísöxi) og þá sérstaklega ísaxarbremsunni mikilvægu.

Leiðsögufólk veitir leiðbeiningar um útbúnað og stofnaður er lokaður Facebook hópur þar sem hver ganga er kynnt og fjallað um aðstæður, hvernig við komumst á staðinn og fleira. Gert er ráð fyrir að hver og einn beri ábyrgð á að koma sér á staðinn en við stingum upp á stöðum til að hittast og sameinast í bíla.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í góðu líkamlegu formi og vilji verja tíma til að komast í enn betra form.

DAGSKRÁ
Athugið að helgargöngur eru settar á laugardag og þá er sunnudagur til vara vegna veðurs, nema föstudaginn langa þá er laugardagur til vara.

19-Jan-23 Fimmtud
22-Jan-23 Helgarganga: Sveifluháls endilangur
26-Jan-23 Fimmtud
4-Feb-23 Helgarganga: Yfir Esjuna
9-Feb-23 Fimmtud
18-Feb-23 Helgarganga: Yfir Hengil
23-Feb-23 Fimmtud
2-Mar-23 Fimmtud
11-Mar-23 Helgarganga: Kattartjarnaleið með Hrómundartindi
16-Mar-23 Fimmtud
23-Mar-23 Fimmtud
25-Mar-23 Helgarganga: Skarðsheiðarvegur milli Leirársveitar og Andakíls
30-Mar-23 Fimmtud
8-Apr-23 Helgarganga: Bláfjallahryggur endilangur
13-Apr-23 Fimmtud
22-Apr-23 Helgarganga: Bláfeldarskarð milli Staðarsveitar og Grundarfjarðar vetrarganga
27-Apr-23 Fimmtud
4-May-23 Fimmtud
11-May-23 Fimmtud
13-May-23 Helgarganga: Sjö tindar í Vestmannaeyjum

KVÖLDGÖNGUR
Fimmtudagsgöngurnar eru fjölbreyttar og takmarkast af veðri og færð. Við nýtum okkur Esjuna, Akrafjallið, fellin á höfuðborgarsvæðinu, Bláfjallahrygg og nágrenni og aðra fjallshryggi á Reykjanesskaga. Það getur verið að við þurfum að fara sömu leiðir tvisvar enda eru þessar kvöldgöngur í og með æfingagöngur fyrir helgargöngurnar og takmörk fyrir því hvað hægt er að finna margar leiðir með meira en 4-500 m hækkun.

Að auki er mælst til þess að þátttakendur hittist síðdegis á þriðjudögum og fari upp að Steini. Ekki er gert ráð fyrir að fararstjórar mæti sérstaklega í þær göngur.

ÞOLÞJÁLFUN INNIFALIN
Auk þess hafa þau sem eru í hópnum rétt til að mæta á mánudögum kl. 17:45 í fjölbreytta þolþjálfun á ólíkum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þolþjálfunin tekur klukkutíma í senn og felur m.a. í sér brekkuæfingar. Þetta verður kynnt nánar í lokaða hópnum.

UMSJÓN
Jóhanna Fríða Dalkvist og Einar Skúlason hafa umsjón með göngunum og stundum koma aðrir fararstjórar Vesens og vergangs við sögu. Þau Jóhanna og Einar hafa langa reynslu af fararstjórn í fjölbreyttum ferðum um landið.

VERÐ OG BÓKANIR

Þrír bókunarmöguleikar eru til staðar:

  1. Allur pakkinn: fimmtudagar og helgargöngur  kr. 66.000
  2. Allar helgargöngurnar  kr. 41.000
  3. Allar fimmtudagsgöngurnar  kr. 37.000

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „lang“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/5719334464769424

Afsláttarkjör: Hámarksafsláttur er 10% á mann og er í formi endurgreiðslu eftir að námskeið er hafið og búið að gera það upp. Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið haustið 2022 eða til elli-og örorkulífeyrisþega eða fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR

Athugið að Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað. Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna Covid-19 eða hliðstæðra ástæðna eða veðurs en alltaf stefnt á að klára tilskilinn fjölda af göngum.

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113