Vesen og millibrölt sumar 2024

Vesen og millibrölt sumar 2024 er röð gönguferða sem allar fela í sér hækkun og myndu teljast miðlungserfiðar og sumar í efri hluta þess flokks. Það má segja að þetta sé fyrir þau sem hafa farið á Úlfarsfellið og svipuð fell og upp að Steini og vilja kynnast nýjum leiðum með hækkandi sól og um leið komast í betra form. Þetta er sérstaklega gott fyrir þau sem hyggja á lengri göngur í sumar eins og til dæmis Laugaveginn, Víknaslóðir, Hornstrandir, Lónsöræfi eða annað sambærilegt eða vilja einfaldlega komast í betra form og sjá fjölbreytt og fallegt landslag.
Þetta eru æfingar í að takast á við meiri hækkun og fjölbreyttar aðstæður. Auk þess er miðlað fróðleik um náttúru, umhverfi og útbúnað.
Stofnaður verður lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur og þar er tilkynnt um hverja göngu með eins til þriggja daga fyrirvara (með hliðsjón af veðurspá). Þar er einnig miðlað ýmis konar fræðslu, ábendingum um göngur eða tilboð á göngubúnaði og þátttakendur geta líka sjálfir skipulagt aukagöngur á síðunni eða annars konar viðburði. Sjá tengil inn á lokaða hópinn í kafla um verð og bókanir. Síðustu ár hafa verið tveir millibrölts sumarhópar en aðeins verður einn að þessu sinni.

DAGSKRÁ
Laugard 11-maí-24   Dagsganga: Snókur í Melasveit 6,5 km/550 m
Þriðjud 14-maí-24   Arnarfell við Þingvallavatn 6 km/300 m
Laugard 18-maí-24   Dagsganga: Vörðufell á Skeiðum 8-10 km/450 m
Þriðjud 21-maí-24   Hjálmur í Grímannsfelli 6 km/350m
Laugard 25-maí-24   Dagsganga: Þórólfsfell í Fljótshlíð 11,5 km/550 m
Þriðjud 28-maí-24   Meðalfell í Kjós endilangt 6 km/340 m
Þriðjud 04-júní-24   Skálafell við Hellisheiði 7,5 km/260 m
Laugard 08-júní-24   Dagsganga: Vestmannaeyjatoppar
Þriðjud 11-júní-24   Vífilsfell 6,5 km/450 m
Laugard 15-júní-24   Dagsganga: Gláma, Brekkukambur og Þúfufjall 13,5 km/800 m
Sunnud 23-júní-24   Dagsganga: Glymur og Hvalfell í Hvalfirði 13 km/900 m
Þriðjud 25-júní-24   Vörðuskeggi 8 km/650 m

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um veður og aðstæður. Við áskiljum okkur rétt til að víxla göngum eða fella niður og taka aðrar inn í staðinn. Vestmannaeyjaferðin er dagsferð og farið með Herjólfi að morgni og til baka með síðustu ferð, gönguleiðin sjálf verður ákveðin í vikunni fyrir ferð.

UMSJÓN
Einar Skúlason leiðir göngurnar með aðstoð annarra úr hópi fararstjóra Vesens og vergangs.

VERÐ OG BÓKANIR
Þetta eru alls tólf göngur, sex kvöldgöngur og sex dagsgöngur. Hægt er að taka allt prógrammið (og þá er afsláttur fyrir þau sem voru í vorprógrammi eða eru á lífeyri) eða taka annað hvort kvöldgöngurnar eða dagsgöngurnar. Það hefst í fyrri hluta maí og stendur fram í lok júní eða í sjö vikur. Við hittumst sex laugardaga og sex þriðjudaga. Hægt verður að kaupa sig inn í stakar göngur.

1. Var ekki á námskeiði vorið 2024 46.000 kr.
2. Var á námskeiði vor 2024 eða elli-/örorkulífeyrisþegi (15% afsl) 39.000 kr.
3. Aðeins kvöldgöngur 24.000 kr.
4. Aðeins dagsgöngur 30.000 kr.

Bókanir fara fram á https://www.sportabler.com/shop/vesenisferdir (þið smellið á tengilinn, skráið ykkur inn og veljið það námskeið sem passar, greiðið og þá er allt klappað og klárt). Hægt er að prenta út kvittun í kerfinu og nýta til niðurgreiðslu stéttarfélags eða vinnustaðar. Athugið að færslur frá bókunarkerfinu á bankareikningi eru merkt sem „æfingagjöld“.

Þá er einnig mögulegt að greiða með millifærslu. Greiðsla jafngildir bókun og merkið færsluna „sumar1“. Greiðið inn á reikning 0515-26-530314 kt. 530314-0650 og sendið staðfestingu á einarskula@hotmail.com.
Lágmarksfjöldi í hópnum er 20 en hámarksfjöldi 50.

Þegar bókun er lokið er hægt að sækja um aðgang að lokaða hópnum: https://www.facebook.com/groups/2694476527394856

Afsláttarkjör: Þau sem voru skráð á Vesenisnámskeið vorið 2024 eða eru elli-og örorkulífeyrisþegar. Einnig er fjölskylduafsláttur fyrir meðlim nr. 2 í fjölskyldu með sama lögheimili (sami afsláttur og fyrrnefndur) en gildir ekki ef aðeins eru keyptar kvöld- eða dagsgöngur. Látið vita á einarskula@hotmail.com og sendið með upplýsingar um námskeið, kennitölu og bankaupplýsingar.

SKILMÁLAR
Vesen og vergangur (Vesenisferðir ehf) tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast með á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.
Athugið að námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt eftir að námskeið er hafið en hægt er að framselja það til annars.
Fyrirvari er settur um röskun á prógramminu vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Ef göngur á reglulegum tímum falla niður þá er réttur áskilinn til að vera með aukagöngur á öðrum vikudögum til að vinna upp tapið og eins að nýta daga í júlí til að klára.
Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft á upphafsstað gönguferðanna, en við munum skipuleggja staði til þess að hittast á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að deila bílum. Fólk deilir svo kostnaði við bílferðirnar.

 

Share this post

More Stories from Archive

Vesenisferðir ehf

530314-0650
Mávahlíð 33
105 Reykjavík
einarskula hjá gmail.com
Sími: +354 663-2113